Erlent

Blair styður Schröder

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við Gerhard Schröder í baráttu hans við að ná endurkjöri sem kanslari. Blair sagði í yfirlýsingu í gær að Schröder væri "heiðarlegur og góður embættismaður". Kosið verður í Þýskalandi á sunnudaginn og leiðir bandalag hægri- og miðjuflokka í skoðanakönnunum, með Angelu Merkel og Kristilega demókrata í broddi fylkingar. Hins vegar gæti svo farið að eini möguleikinn að kosningunum loknum verði eins konar þjóðstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×