Erlent

Þrír Palestínumenn særðust

Þrír Palestínumenn særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp þúsunda Palestínumanna sem safnast hafði saman við mærin að landnemabyggðunum á Gaza í dag. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á svæðinu og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitir Ísraela á brott en ráðgert er að Palestínumönnum verði afhent landið með viðhöfn á morgun. Ríkisstjórn Ísraels ákvað einróma á fundi sínum í morgun að draga allt herlið sitt frá Gaza-ströndinni og binda þar með endi á hernámið þar sem staðið hefur í þrjátíu og átta ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×