Erlent

Hengdur í klefa sínum

Einn alræmdasti fíkniefnasali Brasilíu fannst látinn í fangaklefa sínum í rammgirtu fangelsi í Rio de Janeiro. Marquinhos Niteroi hafði verið barinn illilega og síðan hengdur. Ljóst þótti að ekki væri um sjálfsmorð að ræða en ekki var vitað í fyrstu hver myrti hann. Niteroi deildi klefa með sjö öðrum föngum sem tilheyrðu sama fíkniefnagengi og hann. Niteroi var helsti samverkamaður Fernandinho Beira-Mar, sem var talinn valdamesti fíkniefnasali Brasilíu þar til hann var handtekinn fyrir fjórum árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×