Erlent

Hótanir skila engu

Íranir eru staðráðnir í að hætta ekki við áform sín um að auðga úran og segir Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra landsins, að ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna mundu engu breyta þar um. Öryggisráðið gæti hugsanlega gripið til ráðstafana á borð við viðskiptabann ef Íranir láta ekki af áformunum. Íranir segjast sjálfir vera að auðga úran í þeim tilgangi einum að nýta það til orkuframleiðslu. Evrópusambandið og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna óttast hinsvegar að tilgangurinn sé að framleiða kjarnavopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×