Palestínumenn fagna á Gaza 12. september 2005 00:01 Mikil kæti ríkti meðal Palestínumanna sem streymdu í gær inn í yfirgefnar byggðir ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu. Síðasti ísraelski hermaðurinn fór þaðan í fyrrinótt en þar með lauk 38 ára hernaðarlegum yfirráðum Ísraela á Gaza. Í Rafah, við landamærin að Ísrael, klifraði fjöldi manna í fagnaðarlátunum yfir landamæravegginn að Egyptalandi. Herskáir hópar Palestínumanna reistu fána að húni, skutu villt upp í loftið úr byssum sínum og kveiktu í yfirgefnum bænahúsum gyðinga. Í látunum varð ungur Palestínumaður fyrir skotum egypsks landamæravarðar og fjórir Palestínumenn drukknuðu undan Gazaströnd, að því er sjúkrahússtarfsmenn greindu frá. Hamsleysi fagnaðarlátanna sýndi greinilega að öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar eru verkefni sínu illa vaxnar enn sem komið er. Að palestínsk yfirvöld sýni að þau séu fær um að halda uppi lögum og reglu á Gaza er af mörgum álitið prófsteinn á að þau séu fær um að axla ábyrgðina á að tryggja öryggi í sjálfstæðu Palestínuríki. Síðasti ísraelski skriðdrekinn skrölti út úr Gaza rétt fyrir sólarupprás. "Verkefninu er lokið," sagði yfirmaður ísraelska herliðsins á Gaza, Aviv Kochavi, en hann var sjálfur síðasti hermaðurinn sem yfirgaf svæðið. Mahmoud Abbas, leiðtogi palestínsku heimastjórnarinnar, tjáði þjóð sinni að enn væri "langur vegur" eftir að stofnun sjálfstæðs ríkis, en sagði að þessum degi skyldi fagna sem mikilvægum áfanga. Palestínumenn gera sér vonir um að stofna ríki sitt á Gaza, Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem - svæðunum sem Ísraelar hernámu í "sex daga stríðinu" árið 1967 - en þeir óttast að Ísraelar muni ekki láta meira land af hendi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir ríkisstjórn sína enn vilja framfylgja "Vegvísinum til friðar" sem Bandaríkin og fleiri ríki stóðu að og miðar að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, en sagði hvers konar frekari tilslakanir af hálfu Ísraela vera undir því komnar hvernig Abbas gengur að hafa hemil á palestínskum öfgamönnum. Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Mikil kæti ríkti meðal Palestínumanna sem streymdu í gær inn í yfirgefnar byggðir ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu. Síðasti ísraelski hermaðurinn fór þaðan í fyrrinótt en þar með lauk 38 ára hernaðarlegum yfirráðum Ísraela á Gaza. Í Rafah, við landamærin að Ísrael, klifraði fjöldi manna í fagnaðarlátunum yfir landamæravegginn að Egyptalandi. Herskáir hópar Palestínumanna reistu fána að húni, skutu villt upp í loftið úr byssum sínum og kveiktu í yfirgefnum bænahúsum gyðinga. Í látunum varð ungur Palestínumaður fyrir skotum egypsks landamæravarðar og fjórir Palestínumenn drukknuðu undan Gazaströnd, að því er sjúkrahússtarfsmenn greindu frá. Hamsleysi fagnaðarlátanna sýndi greinilega að öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar eru verkefni sínu illa vaxnar enn sem komið er. Að palestínsk yfirvöld sýni að þau séu fær um að halda uppi lögum og reglu á Gaza er af mörgum álitið prófsteinn á að þau séu fær um að axla ábyrgðina á að tryggja öryggi í sjálfstæðu Palestínuríki. Síðasti ísraelski skriðdrekinn skrölti út úr Gaza rétt fyrir sólarupprás. "Verkefninu er lokið," sagði yfirmaður ísraelska herliðsins á Gaza, Aviv Kochavi, en hann var sjálfur síðasti hermaðurinn sem yfirgaf svæðið. Mahmoud Abbas, leiðtogi palestínsku heimastjórnarinnar, tjáði þjóð sinni að enn væri "langur vegur" eftir að stofnun sjálfstæðs ríkis, en sagði að þessum degi skyldi fagna sem mikilvægum áfanga. Palestínumenn gera sér vonir um að stofna ríki sitt á Gaza, Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem - svæðunum sem Ísraelar hernámu í "sex daga stríðinu" árið 1967 - en þeir óttast að Ísraelar muni ekki láta meira land af hendi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir ríkisstjórn sína enn vilja framfylgja "Vegvísinum til friðar" sem Bandaríkin og fleiri ríki stóðu að og miðar að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, en sagði hvers konar frekari tilslakanir af hálfu Ísraela vera undir því komnar hvernig Abbas gengur að hafa hemil á palestínskum öfgamönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira