4 ár frá árásunum á Bandaríkin 11. september 2005 00:01 Í dag eru fjögur ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir um fórnarlömbin verða haldnar víða í dag en þær verða lágstemmdar, enda eru Bandaríkjamenn rétt að átta sig á þeim hörmungum sem fellibylurinn Katrín olli í suðurhluta landsins. Klukkan fjórtán mínútur fyrir níu að morgni ellefta september árið 2001 var fullri farþegaflugvél flogið á annan tvíburaturnanna svökölluðu, World Trade Center, í New York. Nokkrum mínútum síðar var annarri vél flogið á hinn turninn og á endanum hrundu þeir báðir. Þriðju vélinni var flogið á varnarmálaráðuneytið Pentagon í Washington en sú fjórða brotlenti eftir að farþegar reyndu að yfirbuga flugræningjana. Henni var líklega ætlað að lenda á Hvíta húsinu. 2.749 manns fórust í New York þennan dag. Minningarathöfn verður haldin í dag við Ground Zero, lóðirnar þar sem turnarnir stóðu. Ættingjar þeirra sem létust munu þar lesa upp nafn hvers einasta fórnarlambs. Fjórum árum eftir þennan afdrifaríka dag er hægt að líta yfir sviðið og sjá afleiðingar árásanna. Bandaríkjaforseti lýsti yfir stríði - stríði gegn hryðjuverkum. Og þeir sem ekki væru með honum í liði væru á móti honum. Stríðinu lyki ekki fyrr en hver einasti hryðjuverkamaður hefði verið sigraður. Ráðist var inn í Afganistan og talíbanastjórninni komið frá en Afganistan var talið gróðrarstía og uppeldisstöð hryðjuverkasamtaka í heiminum. Bandaríkjamenn nutu mikillar samúðar og stuðnings fyrstu misserin eftir árásirnar en sá stuðningur þvarr þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. Forsprakki Al-Qaida samtakanna, sem stóðu á bak við árásirnar, Osama bin Laden, hefur aldrei náðst og það er óhætt að segja að stríðinu gegn hryðjuverkum sé hvergi nærri lokið ef því lýkur nokkru sinni - hryðjuverk á Vesturlöndum hafa aukist og nægir að nefna Madrid og Lundúnir í því sambandi. Minningarathafnir í Bandaríkjunum í dag eru auðvitað haldnar í skugga fellibylsins Katrínar og fórnarlamba hennar og eru því lágstemmdar að mörgu leyti. Byrjað er að byggja upp á svæðinu þar sem turnarnir stóðu en þar verður samgöngumiðstöð og svokallaður frelsisturn sem á að verða tilbúinn eftir sex ár, árið 2011. Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Í dag eru fjögur ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir um fórnarlömbin verða haldnar víða í dag en þær verða lágstemmdar, enda eru Bandaríkjamenn rétt að átta sig á þeim hörmungum sem fellibylurinn Katrín olli í suðurhluta landsins. Klukkan fjórtán mínútur fyrir níu að morgni ellefta september árið 2001 var fullri farþegaflugvél flogið á annan tvíburaturnanna svökölluðu, World Trade Center, í New York. Nokkrum mínútum síðar var annarri vél flogið á hinn turninn og á endanum hrundu þeir báðir. Þriðju vélinni var flogið á varnarmálaráðuneytið Pentagon í Washington en sú fjórða brotlenti eftir að farþegar reyndu að yfirbuga flugræningjana. Henni var líklega ætlað að lenda á Hvíta húsinu. 2.749 manns fórust í New York þennan dag. Minningarathöfn verður haldin í dag við Ground Zero, lóðirnar þar sem turnarnir stóðu. Ættingjar þeirra sem létust munu þar lesa upp nafn hvers einasta fórnarlambs. Fjórum árum eftir þennan afdrifaríka dag er hægt að líta yfir sviðið og sjá afleiðingar árásanna. Bandaríkjaforseti lýsti yfir stríði - stríði gegn hryðjuverkum. Og þeir sem ekki væru með honum í liði væru á móti honum. Stríðinu lyki ekki fyrr en hver einasti hryðjuverkamaður hefði verið sigraður. Ráðist var inn í Afganistan og talíbanastjórninni komið frá en Afganistan var talið gróðrarstía og uppeldisstöð hryðjuverkasamtaka í heiminum. Bandaríkjamenn nutu mikillar samúðar og stuðnings fyrstu misserin eftir árásirnar en sá stuðningur þvarr þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. Forsprakki Al-Qaida samtakanna, sem stóðu á bak við árásirnar, Osama bin Laden, hefur aldrei náðst og það er óhætt að segja að stríðinu gegn hryðjuverkum sé hvergi nærri lokið ef því lýkur nokkru sinni - hryðjuverk á Vesturlöndum hafa aukist og nægir að nefna Madrid og Lundúnir í því sambandi. Minningarathafnir í Bandaríkjunum í dag eru auðvitað haldnar í skugga fellibylsins Katrínar og fórnarlamba hennar og eru því lágstemmdar að mörgu leyti. Byrjað er að byggja upp á svæðinu þar sem turnarnir stóðu en þar verður samgöngumiðstöð og svokallaður frelsisturn sem á að verða tilbúinn eftir sex ár, árið 2011.
Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira