Endalok hernáms á Gasaströndinni 12. september 2005 00:01 Tímamót urðu fyrir botni Miðjarðarhafs í morgun þegar síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu Gasaströndina. Palestínumönnum hafa verið afhent yfirráð yfir svæðinu, en það er hér í veröldinni, liggur að Egyptalandi, Ísrael og Miðjarðarhafinu. Endalok hernámsins eru tvímælalaust stórt skref í friðarferlinu en þetta umtalaða landsvæði er þó ekki nema um 360 ferkílómetrar. Ef það er borið saman við Ísland er Gasaströndin minni en Reykjanesið. Palestínumenn fagna þessum áfanga mjög og vona að þetta þýði að nú styttist í að sjálfstætt ríki þeirra verði til. Síðustu hermennirnir gengu í gegn, lokuðu á eftir sér landamærahliðinu, tóku niður ísraelska fánann og héldu á brott frá Gasaströndinni eftir tæplega fjörutíu ára hernám ísraelska hersins á svæðinu. Aviv Kochavi, hershöfðinig í ísraelska hernum, sagði að verkefninu væri lokið og ákveðið tímaskeið væri lokið. Héðan í frá bæru Palestínumenn ábyrgð á öllu sem gerðist á Gasasvæðinu Palestínumenn voru margir trylltir af gleði og þeir streymdu inn í yfirgefnar landnemabyggðirnar, veifuðu palestínskum fánum, skutu upp í loftið og á þremur stöðum var kveikt í sýnagógum, samkomuhúsum gyðinga. Ákvörðun Ísraelsstjórnar um lok hernámsins og rýmingu landnemabyggða var afar umdeild, enda eru skoðanir almennings mismunandi. Sumir telja brottflutninginn gott skref fyrir Ísrael og að Sharon forsætisráðherra hafi haft öryggi að leiðarljósi með ákvörðuninni. Aðrir telja að um mikil mistök sé að ræða. Þetta sé í fyrsta sinn sem Ísraelar gefi eftir án þess að fá neitt í staðinn og þetta verði mjög skaðlegt fyrir framtíðina. Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnarinnar skoðaði fyrrverandi landnemabyggðina Elei Sinai í dag, og var ánægður fyrir hönd síns fólks. Hann sagði að næsta skref yrði að binda enda á hernám á Vesturbakkanum og stofna sjálfstætt ríki. Í dag ætti þjóðin að fagna. Allt ferlið hefur tekið styttri tíma en búist var við, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að hann ætli að fylgja vegvísinum til friðar, sem gerir ráð fyrir sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Nú reyni hins vegar á heimastjórn Palestínu að sýna, að hún geti haft stjórn á sínu fólki, ekki síst herskáum hópum öfgamanna sem gætu eyðilagt frekari samningaviðræður með hryðjuverkum. Ef ekki, þá verði ekki um neinar frekari tilslakanir að ræða af hálfu Ísraels. Palestínumenn höfðu aðeins ráðið Gasaströndinni í nokkrar klukkustundir þegar egypskir landamæraverðir skutu ungan Palestínumann til bana. Ástæðan er ekki ljós en 11 kílómetra löngum landamærum Egyptalands verður lokað á næstunni þar sem 750 þungvopnaðir verðir eiga að gæta þess að enginn komist yfir - að sögn til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Erlent Fréttir Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Tímamót urðu fyrir botni Miðjarðarhafs í morgun þegar síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu Gasaströndina. Palestínumönnum hafa verið afhent yfirráð yfir svæðinu, en það er hér í veröldinni, liggur að Egyptalandi, Ísrael og Miðjarðarhafinu. Endalok hernámsins eru tvímælalaust stórt skref í friðarferlinu en þetta umtalaða landsvæði er þó ekki nema um 360 ferkílómetrar. Ef það er borið saman við Ísland er Gasaströndin minni en Reykjanesið. Palestínumenn fagna þessum áfanga mjög og vona að þetta þýði að nú styttist í að sjálfstætt ríki þeirra verði til. Síðustu hermennirnir gengu í gegn, lokuðu á eftir sér landamærahliðinu, tóku niður ísraelska fánann og héldu á brott frá Gasaströndinni eftir tæplega fjörutíu ára hernám ísraelska hersins á svæðinu. Aviv Kochavi, hershöfðinig í ísraelska hernum, sagði að verkefninu væri lokið og ákveðið tímaskeið væri lokið. Héðan í frá bæru Palestínumenn ábyrgð á öllu sem gerðist á Gasasvæðinu Palestínumenn voru margir trylltir af gleði og þeir streymdu inn í yfirgefnar landnemabyggðirnar, veifuðu palestínskum fánum, skutu upp í loftið og á þremur stöðum var kveikt í sýnagógum, samkomuhúsum gyðinga. Ákvörðun Ísraelsstjórnar um lok hernámsins og rýmingu landnemabyggða var afar umdeild, enda eru skoðanir almennings mismunandi. Sumir telja brottflutninginn gott skref fyrir Ísrael og að Sharon forsætisráðherra hafi haft öryggi að leiðarljósi með ákvörðuninni. Aðrir telja að um mikil mistök sé að ræða. Þetta sé í fyrsta sinn sem Ísraelar gefi eftir án þess að fá neitt í staðinn og þetta verði mjög skaðlegt fyrir framtíðina. Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnarinnar skoðaði fyrrverandi landnemabyggðina Elei Sinai í dag, og var ánægður fyrir hönd síns fólks. Hann sagði að næsta skref yrði að binda enda á hernám á Vesturbakkanum og stofna sjálfstætt ríki. Í dag ætti þjóðin að fagna. Allt ferlið hefur tekið styttri tíma en búist var við, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að hann ætli að fylgja vegvísinum til friðar, sem gerir ráð fyrir sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Nú reyni hins vegar á heimastjórn Palestínu að sýna, að hún geti haft stjórn á sínu fólki, ekki síst herskáum hópum öfgamanna sem gætu eyðilagt frekari samningaviðræður með hryðjuverkum. Ef ekki, þá verði ekki um neinar frekari tilslakanir að ræða af hálfu Ísraels. Palestínumenn höfðu aðeins ráðið Gasaströndinni í nokkrar klukkustundir þegar egypskir landamæraverðir skutu ungan Palestínumann til bana. Ástæðan er ekki ljós en 11 kílómetra löngum landamærum Egyptalands verður lokað á næstunni þar sem 750 þungvopnaðir verðir eiga að gæta þess að enginn komist yfir - að sögn til að koma í veg fyrir vopnasmygl.
Erlent Fréttir Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira