Fleiri fréttir

Leyfir ekki sharíalög

Ontarioríki í Kanada verður ekki fyrsta stjórnsýslustigið á Vesturlöndum til að heimila að sharíalög sem byggja á Íslam verði notuð til að skera úr um fjölskyldumál.

Ráðherra sýnt morðtilræði

Varnarmálaráðherra Afganistans slapp naumlega undan morðtilræði snemma í morgun. Ráðherrann var nýstiginn út úr bifreið sinni og kominn upp í þyrlu á flugvelli í höfuðborginni, Kabúl, þegar nokkrir byssumenn hófu skothríð á bifreiðina. Enginn særðist í árásinni og búið er að handtaka árásarmennina.

Svartur blettur á ferli Powells

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist líða hryllilega yfir því að hafa fært fölsk rök fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Þetta kom fram í viðtali við hann hjá Barböru Walters á sjónvarpsstöðinni ABC í gærkvöldi.

Mubarak hlaut 88,6% atkvæða

Hosni Mubarak sigraði með yfirburðum í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í Egyptalandi. Mubarak hlaut 88,6% atkvæða og hefur því brátt sitt fimmta kjörtímabil sem forseti.

Áhlaup á vígi uppreisnarmanna

Írakskar og bandarískar hersveitir hófu í gærkvöldi skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og byssugelt heyrðist víða um borgina. Borgin hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks.

Enn óljóst um skaða

Enn er óljóst um skaðann sem jarðskjálftinn, sem skók Papúa Nýju-Gíneu í gær, olli. Ekki er búist við hann sé ýkja mikill en erfitt hefur reynst að fá upplýsingar vegna skorts á símum í þorpum landsins. Skjálftinn mældist 7,3 á Richter.

Tala látinna líklega ofmetin

Færri kunna að hafa látist af völdum fellibylsins Katrínar en fyrst var óttast. Starf björgunarsveitarmanna beinist nú fyrst og fremst að því að hafa uppi á líkum í New Orleans.

140 uppreisnarmenn fallnir

Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003.

Danskir piltar sækja í húsverk

Fjöldi pilta sem hóf nám við húsmæðra- og handverksskóla í Danmörku nú í haust hefur aldrei verið meiri. Samkvæmt <em>Politiken</em> í dag er þriðji hver nemandi karlkyns en var aðeins fimmtungur nemendafjöldans á síðasta ári.

3 ferðamenn létust í Ástralíu

Að minnsta kosti þrír eru látnir og sjö alvarlega slasaðir eftir árekstur smárútu og fólksbíls í Ástralíu í dag. Ekki hefur fengist staðfest þjóðerni fólksins en samkvæmt ástralskri sjónvarpsstöð voru ferðamenn frá Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Kóreu á meðal rútufarþega.

Tymosjenkó fer gegn Júsjenkó

Júlía Tymosjenkó, sem rekin var úr stóli forsætisráðherra Úkraínu í fyrradag, segist ætla að bjóða sig fram ásamt hópi annarra frambjóðenda í næstu kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári, og freista þess að steypa Viktori Júsjenkó af forsetastóli.

Byssumaður á kosningasamkomu

Þýska lögreglan handtók mann sem skaut að minnsta kosti tíu skotum úr loftriffli á kosningasamkomu kristilegra demókrata í bænum Sinsheim í dag. Einn samkomugesta fékk skot í höndina og var fluttur á sjúkrahús.

Landamærunum að Sýrlandi lokað

Nú undir kvöld sagði innanríkisráðherra Íraks að ákveðið hefði verið að loka landamærunum að Sýrlandi, við borgina Mósúl, frá og með morgundeginum. Meira en 140 uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak undanfarið en hún er sögð hafa verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafi smyglað sér yfir landamærin.

Bush aldrei óvinsælli

Einungis 39 prósent Bandaríkjamanna eru sátt við frammistöðu George W. Bush sem forseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP-fréttastofuna. Er þetta í fyrsta skipti sem innan við fjörutíu prósent landsmanna eru sátt við frammistöðu hans í könnunum fyrirtækisins.

Fer fram gegn Júsjenkó

Júlía Timosjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, ætlar að stofna nýja stjórnmálahreyfingu og bjóða sig fram gegn Viktor Júsjenkó forseta í næstu forsetakosningum. Júsjenkó vék henni úr embætti forsætisráðherra á fimmtudag.

Pappírsbeinagrindur vekja furðu

Pappírsbeinagrindur sem blöstu við íbúum Caracas, höfuðborgar Venesúela, þegar þeir vöknuðu fyrr í vikunni valda borgarbúum furðu. Landsmenn hafa búið við blóðug mótmæli og ásakanir um samsæri gegn stjórnvöldum en beinagrindurnar, með árituð slagorð gegn stjórnvöldum, eru ólíkar öllu því sem landsmenn hafa áður kynnst.

Mikilvægt skref fyrir lýðræðið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sigraði með yfirburðum í fyrstu forsetakosningum landsins þar sem kjósendur máttu velja á milli tveggja eða fleiri frambjóðenda. Mubarak fékk 88,6 prósent atkvæða en næstflest atkvæði fékk Ayman Nour, 7,3 prósent.

Flutt á brott með valdi

Brottflutningur fólks með valdi hefst í New Orleans í dag. Lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú að mestu búnir að kemba borgina í leit sinni að fólki sem vildi komast burt. Þegar því lýkur munu lögreglu- og hermenn ganga hús úr húsi og flytja þá sem enn eru eftir burt, með góðu eða illu.

Öflugur jarðskjálfti í Kyrrahafi

Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter varð í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Engar fréttir hafa enn borist af tjóni eða mannskaða. Ekki er talið að hætta sé á flóðbylgju af völdum skjálftans samkvæmt Reuters-fréttastofunni en Papúa Nýja-Gínea er staðsett á eyju í Kyrrahafi.

Tvær sprengjur á matsölustöðum

Tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili á matsölustöðum Kentucky og McDonalds í borginni Karachi í Pakistan seint í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk á Kentucky og að minnsta kosti þrír veitingagesta slösuðust en enginn lífshættulega.

Deutsche Bank rifinn

Ákveðið hefur verið að rífa byggingu Deutsche Bank sem skemmdist mikið í árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Byggingin lá alveg við syðri turninn og þegar hann hrundi skemmdist hún svo mikið að hún hefur verið lokuð alveg síðan og verið umlukin svörtu neti.

Ekki talin hætta á flóðbylgju

Ekki er talin hætta á meiriháttar flóðbylgju af völdum jarðskjálftans við Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi í morgun. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum.

Töluverð spenna í Úkraínu

Töluverð spenna er í Úkraínu eftir að Viktor Júsjenkó, forseti landsins, rak Júlíu Tímosjenko forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar. Júsjenkó hvatti í morgun þingið til að styðja nýjan forsætisráðherra og nýja stjórn en stjórnmálaskýrendur segja afleiðingar þessa geta orðið alvarlegar.

Chirac heim af sjúkrahúsinu

Jacques Chirac, forseti Frakklands, hélt í dag heim eftir vikudvöl á sjúkrahúsi vegna sjóntruflana. Einhvers konar æðaþrenging eða -sjúkdómur er sagður hafa valdið því að Chirac fékk mígreni og sjóntruflanir fyrir viku og afboðaði í kjölfarið alla fundi og uppákomur.

300 lík fundin á hamfarasvæðunum

Þrjú hundruð lík hafa nú fundist á hamfarasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þangað hafa verið sendir tuttugu og fimm þúsund líkpokar. Þeir sem enn halda til í New Orleans eru nú þvingaðir á brott.

Úrslitaáhrif veiðimanna og komma?

Hvalveiðimenn og kommúnistar gætu ráðið úrslitum um hverjir mynda næstu ríkisstjórn í Noregi. Gengið verður til kosninga þar á sunnudaginn kemur.

Forskotið minnkar í Þýskalandi

Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi virðast vera að klúðra forskotinu sem þau höfðu á Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokk hans. Kannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga benda til þess að samsteypustjórn stóru flokkanna sé eina lausnin að loknum kosningum.

Afgerandi sigur Mubaraks

Hozni Mubarak, núverandi forseti Egyptalands, vann afgerandi sigur í kosningunum í Egyptalandi, fyrstu frjálsu forsetakosningunum í sögu landsins. 

Dani hvatti til hryðjuverka

Dansk-marokkóskur maður hefur verið dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að danska lögreglan handtók hann í gær fyrir að hvetja til hryðjuverka. Verði Said Mansour, sem hefur búið í Brönshöj undanfarin ár, dæmdur sekur á hann allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér.

NATO kemur að neyðaraðstoðinni

Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins ákváðu í dag að skip og flugvélar sambandsins yrðu notuð til að ferja neyðaraðstoð frá Evrópu til hamfarasvæðanna í suðurhluta Bandaríkjanna. Tvö til þrjú skip verða notuð til að flytja stóran búnað eins og vatnspumpur og önnur tæki og flugvélarnar munu flytja það sem smærra er í sniðum: teppi, matarpakka og sjúkragögn.

Þúsundir íbúa þrjóskast við

Her- og lögreglumenn gengu hús úr húsi í New Orleans í gær, lögðu hald á vopn og reyndu að fá þá íbúa borgarinnar sem enn hafast við í húsum sínum til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á farsóttum og eldsvoðum. Hús sem lík finnast í merkir lögreglan til að sækja þau síðar.

Sífellt fleiri stinga af

Æ fleiri ökumenn í Bandaríkjunum taka gremju sína yfir hærra bensínverði út á bensínstöðvaeigendum. Í New Hampshire hefur fjöldi þeirra ökumanna sem fyllir bílinn á sjálfsafgreiðslustöð og brennir svo í burtu án þess að borga aukist mikið og vita bensínsalar þar ekki sitt rjúkandi ráð.

Koizumi spáð sigri

Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í þremur japönskum dagblöðum í fyrradag hefur flokkur Junichiro Koizumis forsætisráðherra, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn LDP, um 20 prósentustiga forskot á helsta keppinautinn, Lýðræðisflokk Japans (DPJ). Þingkosningar fara fram í Japan í dag.

Stúlka bjargaði lífi fjölda fólks

Ellefu ára bresk stúlka sem bjargaði lífi fjölda manns í Taílandi annan dag jóla í fyrra, þegar hún sá hvað var í vændum á ströndinni og varaði fólk við, fékk í dag bresku Thomas Gray heiðursverðlaunin. Stúlkan var nýbúin að læra um flóðbylgjur í skóla og sá sömu einkenni og lýst hafði verið í kennslumyndbandi, áður en gríðarleg flóðbylgja skall á Hawaii árið 1946.

Katrín: Þúsundir dýra á vergangi

Sum fórnarlömb Katrínar geta enga björg sér veitt, til dæmis gæludýr sem skilin voru eftir í þúsundatali. Þau eru á vergangi, illa til reika, eða föst í flóðavatninu.

Pólitískir vinir Bush

Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush.

Ferðamaður í geimnum

Tveir geimfarar, annar Rússi og hinn Bandaríkjamaður, búa sig nú undir geimskot og ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar á sporbraut um jörðu. Þetta þættu tæpast tíðindi væri ekki Gregory nokkur Olsen um borð. Gregory er nefnilega ferðamaður sem greiddi rússnesku geimferðastofnuninni tuttugu milljónir dollara til að fá að fljóta með.

Veltur á viðbrögðum Tymosjenkó

Pólitísk framtíð Viktors Júsjenkós, forseta Úkraínu, veltur á því hvort Júlía Tymosjenkó sem hann rak í gær, snúist gegn honum eður ei. Júsjenkó rak Tymosjenkó, sem var forsætisráðherra, að sögn til að koma á friði innan ríkisstjórnarinnar og slá á ásakanir um græðgi og svindl innan stjórnarinnar.

Ákærður fyrir hvatningu

Lögreglan í Brönshöj í Danmörku handtók í dag dansk-marokkóskan mann fyrir að hvetja til heilags stríðs og þar með hryðjuverka. Said Mansour hefur framleitt og dreift fjölda geisladiska, dvd-diska og myndbanda sem innihalda efni sem hvetja menn til að berjast gegn fjandmönnum íslams og heiðingjum.

25 þúsund líkpokar

Yfirvöld í New Orleans hafa haft til reiðu 25 þúsund líkpoka fyrir fórnarlömb fellibyljarins og flóðanna í borginni. Hjálparstarfsmenn búa sig undir að hreinsa líkin af götum borgarinnar um leið og allir íbúar hafa verið fluttir á brott.

Mubarak endurkjörinn

Hosni Mubarak Egyptalandsforseti vann sigur í fyrstu forsetakosningunum í landinu þar sem fleiri en einn frambjóðandi var í boði, ef marka má fyrstu talningu allra atkvæða.

Launalækkun á meðgöngu

Það er ekki kynjamisrétti að konur lækki í launum ef þær eru mikið frá vinnu vegna veikinda á meðgöngu. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins. Írsk kona, Margaret McKenna, notaði allt sitt launaða veikindaleyfi erfiðri meðgöngu árið 2000 og þegar hún tók frí fram yfir það, þá voru laun hennar lækkuð um helming.

Kalla eftir endurbótum á SÞ

Ítarleg rannsókn á svonefndri olíu-fyrir-mat-áætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur leitt í ljós að samtökin eru hreinlega ekki fær um að annast svo umfangsmikil verkefni með skilvirkum hætti nema til komi róttækar endurbætur á stjórnsýslu þeirra. Þetta sagði Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem stýrði rannsókninni.

Úkraínuforseti rekur stjórnina

Viktor Jústsjenkó Úkraínuforseti rak ríkisstjórn landsins í gær, að sögn vegna "skorts á liðsanda" innan hennar. Ósætti fyrrum samherja úr "appelsínugulu byltingunni" og spillingarásakanir voru undanfari þessarar umdeildu ákvörðunar forsetans.

Schröder og Pútín semja um gas

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti handsöluðu í gær samning um að lögð verði jarðgasleiðsla beint frá Rússlandi til Þýskalands, frá Viborg við botn Finnska flóa, 1.200 km eftir botni Eystrasalts til norður-þýsku borgarinnar Greifswald.

Sjá næstu 50 fréttir