Fleiri fréttir Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn Hundruð ættingja og vina mannsins sem lögreglan í Lundúnum skaut gengu um götur heimabæjar hans í Brasilíu í gær og mótmæltu afsökunarbeiðni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sem þeir sögðu ekki vera nógu góða. Á spjöldum sem fólkið hélt á lofti stóð að breska lögreglan væru hinir raunverulegu hryðjuverkamenn. 26.7.2005 00:01 Sharm el-Sheik: Ekki Pakistanar Pakistanar voru ekki viðriðnir hryðjuverkin í Sharm el-Sheik. Þetta sögðu talsmenn egypskra yfirvalda í morgun og vísuðu þar með á bug fregnum um að hópur pakistanstra hryðjuverkamanna tengdist árásunum sem kostuðu nærri því níutíu manns lífið um helgina. 26.7.2005 00:01 Discovery skal í loftið Geimferjunni Discovery verður skotið á loft um hálfþrjú leytið í dag þó ekki hafi enn tekist að greina hvers vegna vandamál kom upp varðandi eldsneytistank þegar skjóta átti ferjunni á loft þann 13. júlí. Skynjari í eldsneytistanki bilaði þegar geimfararnir voru að ganga um borð og var þá hætt við geimskotið. 26.7.2005 00:01 2 handteknir vegna Madrídarárása Franska lögreglan handtók í morgun tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í Madríd fyrir rúmu ári. Innanríkisleyniþjónustan handtók feðga í Norður-Frakklandi, skammt frá landamærunum að Belgíu, og voru þeir fluttir til Belgíu til yfirheyrslu. 26.7.2005 00:01 Lögreglumaður drap 2 og særði 4 Tveir féllu og fjórir eru sárir eftir að ríflega sextugur lögreglumaður á eftirlaunum gekk berserksgang í bænum Stade í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi í gærkvöldi. Svo virðist sem harkalegt rifrildi milli mannsins og unnustu hans á miðri götu hafi vakið athygli vegfarenda sem reyndu að skakka leikinn. Þá dró maðurinn upp byssu og skaut á fólkið. 26.7.2005 00:01 Líkur á stórslysi 1/100 Eftir um tvo tíma tekur geimskutlan Discovery á loft, að öllu óbreyttu. Það verður fyrsta ferð geimskutlu frá því að skutlan Columbia splundraðist í aðflugi fyrir tveimur árum. Líkurnar á stórslysi af því tagi í þetta sinn eru einn á móti hundrað. 26.7.2005 00:01 Geimskotið gekk vel Allt gekk snurðulaust fyrir sig nú rétt fyrir þrjú þegar geimskutlan Discovery tók á loft frá Canaveral-höfða á Flórída. Skutlan hóf þar með fyrstu ferðina frá því að Columbia fórst árið 2003. Leiðin liggur nú að alþjóðlegu geimstöðinni á sporbraut um jörðu en þangað á að flytja mannskap og vistir. 26.7.2005 00:01 Ítalir óttast hryðjuverk Mikill meirihluti ítölsku þjóðarinnar á von á að hryðjuverkaárás verði gerð í landinu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London á dögunum. 26.7.2005 00:01 Mikill taugatitringur fyrir skotið Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað. 26.7.2005 00:01 Morðingi van Gogh dæmdur Dómstóll í Amsterdam dæmdi í gær Mohammed Bouyeri, sem játaði á sig morðið á kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh, í lífstíðarfangelsi - það er hámarksrefsingu. Hið hrottalega morð á van Gogh, sem var framið um hábjartan dag í byrjun nóvember, olli mikilli reiði í Hollandi og jók áhyggjur af "heimaöldum" íslömskum öfgamönnum. 26.7.2005 00:01 Blair segir Breta hvergi hvika Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum. Lögregla upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir misheppnuðu tilræðin í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. 26.7.2005 00:01 Einn árásarmanna var Egypti Rannsóknarlögregla í Egyptalandi hefur borið kennsl á einn sjálfsmorðssprengjumannanna sem frömdu hryðjuverkaárásina í ferðamannabænum Sharm-el-Sheik við Rauðahaf í lok síðustu viku. Kvað hann vera Egypti að nafni Youssef Badran sem hafi verið í slagtogi við íslamskan öfgahóp. Egypska lögreglan tók í gær tugi manna til viðbótar til yfirheyrslu. 26.7.2005 00:01 Tengsl milli hryðjuverka og Íraks Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. 26.7.2005 00:01 Brjálaðar ömmur vilja í herinn Brjáluðu ömmurnar í Tucson létu til sín taka í rétti í dag. Þær heimta að fá að ganga í herinn. 26.7.2005 00:01 Dularfullur sjúkdómur í Kína Að minnsta kosti nítján manns hafa nú látist úr dularfullum sjúkdómi í Kína og yfir fjörutíu eru veikir. Allir hinna látnu eru bændur og koma úr tugum þorpa í suðurhluta landsins. 25.7.2005 00:01 Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð Yfirvöld í Indónesíu og á Taílandi segja enga hættu vera á flóðbylgju og hafa afturkallað flóðbylgjuviðvörun eftir að jarðskjálfti upp á 7,2 á Richter skók Nicobar-eyjurnar í Indlandshafi í gærkvöld. Mikil skelfing greip um sig á eyjunum en engar fréttir hafa þó borist af mannfalli. 25.7.2005 00:01 Enn ein árásin í Írak Að minnsta kosti fimm féllu og tólf særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi upp litla rútu nálægt hótelinu Sadeer en allir þeir sem létust voru írakskir öryggisverðir sem eru taldir hafa unnið hjá hótelinu. 25.7.2005 00:01 Mótmæltu hryðjuverkaárásunum Þúsundir manna, bæði heimamenn og ferðamenn, söfnuðust saman á ferðamannastaðnum Sharm el-Sheik í Egyptalandi í gær til að mótmæla hryðjuverkaárásunum á laugardag sem urðu 88 manns að bana og særðu yfir 120. 25.7.2005 00:01 Discovery skotið á loft á morgun NASA hefur ákveðið að Discovery verði skotið á loft á morgun en förin verður sú fyrsta í tvö og hálft ár eða frá því Columbia fórst þegar hún undirbjó lendingu á jörðinni eftir tveggja vikna för úti í geimnum árið 2003. För Discovery er heitið að Alþjóðlegu geimstöðinni og mun ferðin taka tólf daga. 25.7.2005 00:01 Lestarstöð í New York rýmd Lestarstöð í Pennsylvaníu í New York í Bandaríkjunum var lokuð og stöðin rýmd í um klukkustund í gær eftir að pakka var hent í starfsmann stöðvarinnar og sagt að í væri sprengja. 25.7.2005 00:01 Mæta öllum skilyrðum súnníta Írakska þingið hefur mætt öllum skilyrðum súnnítaleiðtoga fyrir þátttöku í stjórnarskrárnefnd Íraks. Súnnítar hafa neitað að taka þátt í starfi nefndarinnar eftir að þeir ruku út af fundi hennar í síðustu viku. 25.7.2005 00:01 56 létust í rútuslysi í Nígeríu Fimmtíu og sex manns létu lífið og sex slösuðust þegar rúta ók út í á í Nígeríu í gær. Einungis náðist að bjarga sex manns úr rútunni en þeir voru allir fluttir á sjúkrahús með alvarleg meiðsl. 25.7.2005 00:01 60% óttast þriðju heimsstyrjöldina Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum óttast þriðju heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í nýrri könnun. 25.7.2005 00:01 Tvö þorp umkringd í Egyptalandi Egypska lögreglan umkringdi fyrir stundu tvö þorp þar sem talið er að finna megi í það minnsta tvo hryðjuverkamenn sem tóku þátt í árásunum í Sharm el-Sheikh um helgina. 25.7.2005 00:01 Lögreglan í kappi við tímann Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. 25.7.2005 00:01 Landamæradeila Kanada og Danmerkur Kanadamenn og Danir eru að lenda í landamæradeilu um Hans-eyju, norðaustur af Grænlandi. Deilan tók nýja stefnu í síðustu viku eftir að Bill Graham, varnarmálaráðherra Kanada, steig þar á land og hermenn reistu kanadíska fánann, en danski fáninn var þar fyrir. 25.7.2005 00:01 Blair eyðir fúlgum í snyrtivörur Það skiptir máli að líta vel út, koma vel fyrir og snyrta sig. Púður og kinnalitur eru lykilatriði. Í það minnsta er erfitt að komast að annarri niðurstöðu þegar litið er til reikninga Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands. 25.7.2005 00:01 Ánægja með reykingabann í Noregi Þann 1. júní í fyrra urðu allir veitinga- og skemmtistaðir í Noregi reyklausir. Nú er komin út skýrsla þar sem kemur fram að breytingarnar hafi gengið mjög vel fyrir sig og að 10% starfsmanna hafi hætt að reykja. 25.7.2005 00:01 5 handteknir vegna sprenginganna Lögreglan í London hefur nú handtekið fimm menn í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkaárásunum í borginni í síðustu viku. Tilkynnt var um handtöku tveggja manna nú síðdegis en þrír voru þegar í haldi lögreglu. 25.7.2005 00:01 Drepin af ásettu ráði Lögmenn fjölskyldu kanadísks ljósmyndara, sem lést í haldi yfirvalda í Íran fyrir tveimur árum, fullyrða að ljósmyndarinn, Zahra Kazemi að nafni, hafi verið drepinn af ásettu ráði. Zahra var handtekin fyrir utan fangelsi í Tehran, höfuðborg Írans, þar sem hún var að taka myndir en margir fanganna sem þar sitja inni hafa unnið sér það eitt til saka að vera andvígir stefnu stjórnvalda í landinu. 25.7.2005 00:01 Átök halda áfram í Súdan Nokkurt mannfall varð á meðal íbúa þorpa í Darfúr-héraði í Súdan í gær þegar uppreisnarmenn gerðu árás á þorpin. Ekki liggur fyrir hve margir eru látnir en auk þeirra sem biðu bana eru þónokkrir særðir, eftir því sem Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis. 25.7.2005 00:01 Ólétt af syni djöfulsins Ítalskt par stal 50 þúsund evrum af 47 ára gamalli konu í borginni Palermo á Sikiley eftir að hafa fullvissað hana um að þau væru vampírur sem myndu gera hana ólétta af syni djöfulsins ef hún borgaði þeim ekki. Parið stal peningunum af konunni á fjögurra ára tímabili með því að selja henni pillur á 3000 evrur sem áttu að koma í veg fyrir óléttuna. 25.7.2005 00:01 Forsetanum mótmælt Gloria Arroyo forseti Filippseyja flutti árlegt þingávarp sína í gær við allsérstæðar aðstæður. Stjórnarandstaðan var ekki viðstödd athöfnina og utan við þinghúsið voru saman komnir tugir þúsunda mótmælenda. 25.7.2005 00:01 Ófrísk en heiladauð Susan Torres, 26 ára Bandaríkjamaður, féll í dá í maí síðastliðinn eftir að óuppgötvað heilaæxli olli henni heilablóðfalli þar sem hún sat við kvöldverðarborðið heima hjá sér. 25.7.2005 00:01 Vopnuð átök um helgina Til vopnaðra átaka kom í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan nú um helgina. Þetta hafa yfirmenn hersins þar í landi viðurkennt. 25.7.2005 00:01 Leita fimm Pakistana Lögregla í Egyptalandi leitar nú fimm Pakistana sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Sharm el-Sheik um helgina. Öryggisfulltrúum á Sínaískagasvæðinu var mörgum hverjum sagt upp í kjölfar árásanna og þeir sagðir hafa sofið á verðinum. 25.7.2005 00:01 Súnníar aftur með í ferlinu Súnní-Arabar hafa aftur tekið sæti sín í nefnd sem fjallar um stjórnarskrá fyrir Írak. Þeir höfðu sniðgengið nefndina í tæpa viku til að mótmæla morðum á tveimur samstarfsmanna þeirra, Súnnía sem sæti áttu í nefndinni. 25.7.2005 00:01 Hryðjuverkamannanna leitað Átök brutust út þegar egypska lögreglan umkringdi tvö þorp þar sem talið var að hryðjuverkamenn héldu til. Alþjóðlegum hryðjuverkamönnum er kennt um tilræðin í Sharm el Sheikh sem kostuðu áttatíu og átta lífið. 25.7.2005 00:01 Kennsl borin á tvo tilræðismenn Vitað er hverjir tveir hryðjuverkamannanna eru sem gerðu tilraun til árásar í London í síðustu viku. Lundúnalögreglan handtók í dag tvo menn en tilræðismannanna er leitað og óttast að þeir leggi á ráðin um fleiri tilræði. 25.7.2005 00:01 Vill rétta yfir Saddam í Svíþjóð Giovanni di Stefano, einn verjenda Saddams Husseins, hefur farið þess á leit við írösku ríkisstjórnina að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi verði færð til Svíþjóðar. Þetta segir di Stefano nauðsynlegt vegna þess að ástandið í Írak sé of hættulegt til að hægt sé að rétta yfir honum þar. 25.7.2005 00:01 Danir og Kanadamenn deila um smáey Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita. 25.7.2005 00:01 Ferðamenn fluttir heim Fjöldamorðin í Sharm el-Sheikh, í gær hafa vakið ótta meðan ferðamanna og margir þeirra vilja komast strax aftur til síns heima. Ferðaskrifstofur hafa brugðist við með því að senda auka flugvélar til hafnarborgarinnar, til þess að flytja farþega sína heim. 24.7.2005 00:01 Lögreglan heldur vinnureglum Breska lögreglan hefur harmað að saklaus maður skyldi skotinn til bana, í Lundúnum, síðastliðinn föstudag. Lögreglustjóri höfuðborgarinnar segir að lögreglan muni samt halda áfram að skjóta til þess að drepa, ef þörf krefji. 24.7.2005 00:01 Kínverjar opna fyrir Tævani Kínverjar hafa einfaldað reglur sínar um ferðamenn frá Tævan, til þess að auka efnahagsleg tengsl sín við eyjuna. 24.7.2005 00:01 Átök á Gaza svæðinu Palestínumenn drápu tvo Ísraela nálægt landamærum Gaza svæðisins í dag. Það gerðist rétt í þann mund sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Ísrael. Hún kom til Miðausturlanda til að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem stefnir friðarferlinu í hættu. 24.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn Hundruð ættingja og vina mannsins sem lögreglan í Lundúnum skaut gengu um götur heimabæjar hans í Brasilíu í gær og mótmæltu afsökunarbeiðni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sem þeir sögðu ekki vera nógu góða. Á spjöldum sem fólkið hélt á lofti stóð að breska lögreglan væru hinir raunverulegu hryðjuverkamenn. 26.7.2005 00:01
Sharm el-Sheik: Ekki Pakistanar Pakistanar voru ekki viðriðnir hryðjuverkin í Sharm el-Sheik. Þetta sögðu talsmenn egypskra yfirvalda í morgun og vísuðu þar með á bug fregnum um að hópur pakistanstra hryðjuverkamanna tengdist árásunum sem kostuðu nærri því níutíu manns lífið um helgina. 26.7.2005 00:01
Discovery skal í loftið Geimferjunni Discovery verður skotið á loft um hálfþrjú leytið í dag þó ekki hafi enn tekist að greina hvers vegna vandamál kom upp varðandi eldsneytistank þegar skjóta átti ferjunni á loft þann 13. júlí. Skynjari í eldsneytistanki bilaði þegar geimfararnir voru að ganga um borð og var þá hætt við geimskotið. 26.7.2005 00:01
2 handteknir vegna Madrídarárása Franska lögreglan handtók í morgun tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í Madríd fyrir rúmu ári. Innanríkisleyniþjónustan handtók feðga í Norður-Frakklandi, skammt frá landamærunum að Belgíu, og voru þeir fluttir til Belgíu til yfirheyrslu. 26.7.2005 00:01
Lögreglumaður drap 2 og særði 4 Tveir féllu og fjórir eru sárir eftir að ríflega sextugur lögreglumaður á eftirlaunum gekk berserksgang í bænum Stade í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi í gærkvöldi. Svo virðist sem harkalegt rifrildi milli mannsins og unnustu hans á miðri götu hafi vakið athygli vegfarenda sem reyndu að skakka leikinn. Þá dró maðurinn upp byssu og skaut á fólkið. 26.7.2005 00:01
Líkur á stórslysi 1/100 Eftir um tvo tíma tekur geimskutlan Discovery á loft, að öllu óbreyttu. Það verður fyrsta ferð geimskutlu frá því að skutlan Columbia splundraðist í aðflugi fyrir tveimur árum. Líkurnar á stórslysi af því tagi í þetta sinn eru einn á móti hundrað. 26.7.2005 00:01
Geimskotið gekk vel Allt gekk snurðulaust fyrir sig nú rétt fyrir þrjú þegar geimskutlan Discovery tók á loft frá Canaveral-höfða á Flórída. Skutlan hóf þar með fyrstu ferðina frá því að Columbia fórst árið 2003. Leiðin liggur nú að alþjóðlegu geimstöðinni á sporbraut um jörðu en þangað á að flytja mannskap og vistir. 26.7.2005 00:01
Ítalir óttast hryðjuverk Mikill meirihluti ítölsku þjóðarinnar á von á að hryðjuverkaárás verði gerð í landinu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London á dögunum. 26.7.2005 00:01
Mikill taugatitringur fyrir skotið Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað. 26.7.2005 00:01
Morðingi van Gogh dæmdur Dómstóll í Amsterdam dæmdi í gær Mohammed Bouyeri, sem játaði á sig morðið á kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh, í lífstíðarfangelsi - það er hámarksrefsingu. Hið hrottalega morð á van Gogh, sem var framið um hábjartan dag í byrjun nóvember, olli mikilli reiði í Hollandi og jók áhyggjur af "heimaöldum" íslömskum öfgamönnum. 26.7.2005 00:01
Blair segir Breta hvergi hvika Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum. Lögregla upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir misheppnuðu tilræðin í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. 26.7.2005 00:01
Einn árásarmanna var Egypti Rannsóknarlögregla í Egyptalandi hefur borið kennsl á einn sjálfsmorðssprengjumannanna sem frömdu hryðjuverkaárásina í ferðamannabænum Sharm-el-Sheik við Rauðahaf í lok síðustu viku. Kvað hann vera Egypti að nafni Youssef Badran sem hafi verið í slagtogi við íslamskan öfgahóp. Egypska lögreglan tók í gær tugi manna til viðbótar til yfirheyrslu. 26.7.2005 00:01
Tengsl milli hryðjuverka og Íraks Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. 26.7.2005 00:01
Brjálaðar ömmur vilja í herinn Brjáluðu ömmurnar í Tucson létu til sín taka í rétti í dag. Þær heimta að fá að ganga í herinn. 26.7.2005 00:01
Dularfullur sjúkdómur í Kína Að minnsta kosti nítján manns hafa nú látist úr dularfullum sjúkdómi í Kína og yfir fjörutíu eru veikir. Allir hinna látnu eru bændur og koma úr tugum þorpa í suðurhluta landsins. 25.7.2005 00:01
Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð Yfirvöld í Indónesíu og á Taílandi segja enga hættu vera á flóðbylgju og hafa afturkallað flóðbylgjuviðvörun eftir að jarðskjálfti upp á 7,2 á Richter skók Nicobar-eyjurnar í Indlandshafi í gærkvöld. Mikil skelfing greip um sig á eyjunum en engar fréttir hafa þó borist af mannfalli. 25.7.2005 00:01
Enn ein árásin í Írak Að minnsta kosti fimm féllu og tólf særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi upp litla rútu nálægt hótelinu Sadeer en allir þeir sem létust voru írakskir öryggisverðir sem eru taldir hafa unnið hjá hótelinu. 25.7.2005 00:01
Mótmæltu hryðjuverkaárásunum Þúsundir manna, bæði heimamenn og ferðamenn, söfnuðust saman á ferðamannastaðnum Sharm el-Sheik í Egyptalandi í gær til að mótmæla hryðjuverkaárásunum á laugardag sem urðu 88 manns að bana og særðu yfir 120. 25.7.2005 00:01
Discovery skotið á loft á morgun NASA hefur ákveðið að Discovery verði skotið á loft á morgun en förin verður sú fyrsta í tvö og hálft ár eða frá því Columbia fórst þegar hún undirbjó lendingu á jörðinni eftir tveggja vikna för úti í geimnum árið 2003. För Discovery er heitið að Alþjóðlegu geimstöðinni og mun ferðin taka tólf daga. 25.7.2005 00:01
Lestarstöð í New York rýmd Lestarstöð í Pennsylvaníu í New York í Bandaríkjunum var lokuð og stöðin rýmd í um klukkustund í gær eftir að pakka var hent í starfsmann stöðvarinnar og sagt að í væri sprengja. 25.7.2005 00:01
Mæta öllum skilyrðum súnníta Írakska þingið hefur mætt öllum skilyrðum súnnítaleiðtoga fyrir þátttöku í stjórnarskrárnefnd Íraks. Súnnítar hafa neitað að taka þátt í starfi nefndarinnar eftir að þeir ruku út af fundi hennar í síðustu viku. 25.7.2005 00:01
56 létust í rútuslysi í Nígeríu Fimmtíu og sex manns létu lífið og sex slösuðust þegar rúta ók út í á í Nígeríu í gær. Einungis náðist að bjarga sex manns úr rútunni en þeir voru allir fluttir á sjúkrahús með alvarleg meiðsl. 25.7.2005 00:01
60% óttast þriðju heimsstyrjöldina Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum óttast þriðju heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í nýrri könnun. 25.7.2005 00:01
Tvö þorp umkringd í Egyptalandi Egypska lögreglan umkringdi fyrir stundu tvö þorp þar sem talið er að finna megi í það minnsta tvo hryðjuverkamenn sem tóku þátt í árásunum í Sharm el-Sheikh um helgina. 25.7.2005 00:01
Lögreglan í kappi við tímann Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. 25.7.2005 00:01
Landamæradeila Kanada og Danmerkur Kanadamenn og Danir eru að lenda í landamæradeilu um Hans-eyju, norðaustur af Grænlandi. Deilan tók nýja stefnu í síðustu viku eftir að Bill Graham, varnarmálaráðherra Kanada, steig þar á land og hermenn reistu kanadíska fánann, en danski fáninn var þar fyrir. 25.7.2005 00:01
Blair eyðir fúlgum í snyrtivörur Það skiptir máli að líta vel út, koma vel fyrir og snyrta sig. Púður og kinnalitur eru lykilatriði. Í það minnsta er erfitt að komast að annarri niðurstöðu þegar litið er til reikninga Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands. 25.7.2005 00:01
Ánægja með reykingabann í Noregi Þann 1. júní í fyrra urðu allir veitinga- og skemmtistaðir í Noregi reyklausir. Nú er komin út skýrsla þar sem kemur fram að breytingarnar hafi gengið mjög vel fyrir sig og að 10% starfsmanna hafi hætt að reykja. 25.7.2005 00:01
5 handteknir vegna sprenginganna Lögreglan í London hefur nú handtekið fimm menn í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkaárásunum í borginni í síðustu viku. Tilkynnt var um handtöku tveggja manna nú síðdegis en þrír voru þegar í haldi lögreglu. 25.7.2005 00:01
Drepin af ásettu ráði Lögmenn fjölskyldu kanadísks ljósmyndara, sem lést í haldi yfirvalda í Íran fyrir tveimur árum, fullyrða að ljósmyndarinn, Zahra Kazemi að nafni, hafi verið drepinn af ásettu ráði. Zahra var handtekin fyrir utan fangelsi í Tehran, höfuðborg Írans, þar sem hún var að taka myndir en margir fanganna sem þar sitja inni hafa unnið sér það eitt til saka að vera andvígir stefnu stjórnvalda í landinu. 25.7.2005 00:01
Átök halda áfram í Súdan Nokkurt mannfall varð á meðal íbúa þorpa í Darfúr-héraði í Súdan í gær þegar uppreisnarmenn gerðu árás á þorpin. Ekki liggur fyrir hve margir eru látnir en auk þeirra sem biðu bana eru þónokkrir særðir, eftir því sem Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis. 25.7.2005 00:01
Ólétt af syni djöfulsins Ítalskt par stal 50 þúsund evrum af 47 ára gamalli konu í borginni Palermo á Sikiley eftir að hafa fullvissað hana um að þau væru vampírur sem myndu gera hana ólétta af syni djöfulsins ef hún borgaði þeim ekki. Parið stal peningunum af konunni á fjögurra ára tímabili með því að selja henni pillur á 3000 evrur sem áttu að koma í veg fyrir óléttuna. 25.7.2005 00:01
Forsetanum mótmælt Gloria Arroyo forseti Filippseyja flutti árlegt þingávarp sína í gær við allsérstæðar aðstæður. Stjórnarandstaðan var ekki viðstödd athöfnina og utan við þinghúsið voru saman komnir tugir þúsunda mótmælenda. 25.7.2005 00:01
Ófrísk en heiladauð Susan Torres, 26 ára Bandaríkjamaður, féll í dá í maí síðastliðinn eftir að óuppgötvað heilaæxli olli henni heilablóðfalli þar sem hún sat við kvöldverðarborðið heima hjá sér. 25.7.2005 00:01
Vopnuð átök um helgina Til vopnaðra átaka kom í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan nú um helgina. Þetta hafa yfirmenn hersins þar í landi viðurkennt. 25.7.2005 00:01
Leita fimm Pakistana Lögregla í Egyptalandi leitar nú fimm Pakistana sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Sharm el-Sheik um helgina. Öryggisfulltrúum á Sínaískagasvæðinu var mörgum hverjum sagt upp í kjölfar árásanna og þeir sagðir hafa sofið á verðinum. 25.7.2005 00:01
Súnníar aftur með í ferlinu Súnní-Arabar hafa aftur tekið sæti sín í nefnd sem fjallar um stjórnarskrá fyrir Írak. Þeir höfðu sniðgengið nefndina í tæpa viku til að mótmæla morðum á tveimur samstarfsmanna þeirra, Súnnía sem sæti áttu í nefndinni. 25.7.2005 00:01
Hryðjuverkamannanna leitað Átök brutust út þegar egypska lögreglan umkringdi tvö þorp þar sem talið var að hryðjuverkamenn héldu til. Alþjóðlegum hryðjuverkamönnum er kennt um tilræðin í Sharm el Sheikh sem kostuðu áttatíu og átta lífið. 25.7.2005 00:01
Kennsl borin á tvo tilræðismenn Vitað er hverjir tveir hryðjuverkamannanna eru sem gerðu tilraun til árásar í London í síðustu viku. Lundúnalögreglan handtók í dag tvo menn en tilræðismannanna er leitað og óttast að þeir leggi á ráðin um fleiri tilræði. 25.7.2005 00:01
Vill rétta yfir Saddam í Svíþjóð Giovanni di Stefano, einn verjenda Saddams Husseins, hefur farið þess á leit við írösku ríkisstjórnina að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi verði færð til Svíþjóðar. Þetta segir di Stefano nauðsynlegt vegna þess að ástandið í Írak sé of hættulegt til að hægt sé að rétta yfir honum þar. 25.7.2005 00:01
Danir og Kanadamenn deila um smáey Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita. 25.7.2005 00:01
Ferðamenn fluttir heim Fjöldamorðin í Sharm el-Sheikh, í gær hafa vakið ótta meðan ferðamanna og margir þeirra vilja komast strax aftur til síns heima. Ferðaskrifstofur hafa brugðist við með því að senda auka flugvélar til hafnarborgarinnar, til þess að flytja farþega sína heim. 24.7.2005 00:01
Lögreglan heldur vinnureglum Breska lögreglan hefur harmað að saklaus maður skyldi skotinn til bana, í Lundúnum, síðastliðinn föstudag. Lögreglustjóri höfuðborgarinnar segir að lögreglan muni samt halda áfram að skjóta til þess að drepa, ef þörf krefji. 24.7.2005 00:01
Kínverjar opna fyrir Tævani Kínverjar hafa einfaldað reglur sínar um ferðamenn frá Tævan, til þess að auka efnahagsleg tengsl sín við eyjuna. 24.7.2005 00:01
Átök á Gaza svæðinu Palestínumenn drápu tvo Ísraela nálægt landamærum Gaza svæðisins í dag. Það gerðist rétt í þann mund sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Ísrael. Hún kom til Miðausturlanda til að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem stefnir friðarferlinu í hættu. 24.7.2005 00:01