Erlent

Lögreglumaður drap 2 og særði 4

Tveir féllu og fjórir eru sárir eftir að ríflega sextugur lögreglumaður á eftirlaunum gekk berserksgang í bænum Stade í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi í gærkvöldi. Svo virðist sem harkalegt rifrildi milli mannsins og unnustu hans á miðri götu hafi vakið athygli vegfarenda sem reyndu að skakka leikinn. Þá dró maðurinn upp byssu og skaut á fólkið. Því næst steig hann upp í bifreið sína og elti unnustuna sem hann skaut til bana út um gluggann á bílnum. Að því loknu svipti maðurinn sjálfan sig lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×