Erlent

2 handteknir vegna Madrídarárása

Franska lögreglan handtók í morgun tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í Madríd fyrir rúmu ári. Innanríkisleyniþjónustan handtók feðga í Norður-Frakklandi, skammt frá landamærunum að Belgíu, og voru þeir fluttir til Belgíu til yfirheyrslu. Hægt er að halda þeim í fjóra sólarhringa til yfirheyrslu. Að auki hefur verið leitað á heimili mannanna en ekki er á þessari stundu ljóst hver tengsl þeirra eiga að vera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×