Erlent

Dularfullur sjúkdómur í Kína

Að minnsta kosti nítján manns hafa nú látist úr dularfullum sjúkdómi í Kína og yfir fjörutíu eru veikir. Allir hinna látnu eru bændur og koma úr tugum þorpa í suðurhluta landsins. Svo virðist sem bændurnir hafi allir slátrað veikum svínum eða kindum áður en þeir urðu veikir en allir hafa þeir sömu einkennin sem eru hiti, þreyta, ógleði og uppköst. Tveir hafa náð sér eftir sjúkdóminn en að minnsta kosti sex hinna veiku eru í lífshættu. Heilbrigðisyfirvöld hafa skipað nefnd til að rannsaka málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×