Erlent

Kínverjar opna fyrir Tævani

Kínverjar hafa einfaldað reglur sínar um ferðamenn frá Tævan, til þess að auka efnahagsleg tengsl sín við eyjuna. Tævanar líta á sig sem sjálfstæða þjóð, en Kínverjar líta á eyjuna sem hluta af meginlandinu. Þetta hefur valdið mikilli spennu í gegnum árin. Engu að síður hafa efnahagsleg tengsl landanna vaxið mjög og dafnað síðan á áttunda áratugnum og tævanar hafa fjárfest fyrir milljarða dollara, í Kína. Tugir milljóna tævana hafa heimsótt Kína á þessum árum, til þess að hitta ættingja, skoða landið og vinna. Þunglamalegt skrifræði hefur þó verið þröskuldur á vegi þeirrar þróunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×