Erlent

Brjálaðar ömmur vilja í herinn

Brjáluðu ömmurnar í Tuscon eru fimm konur á besta aldri, frá fimmtíu og fimm til áttatíu og eins. Í þrjú ár hafa þær komið saman utan við nýskráningarstöð Bandaríkjahers í Tuscon í Arizona og mótmælt. Þær halda því fram fullum fetum að logið sé að nýliðum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjastjórnar. Þegar þær fóru svo inn á svæði nýskráningarstöðvarinnar og sögðust ætla að ganga í herinn var ráðamönnum öllum lokið. Þeir kölluðu á lögregluna til að láta fjarlægja þessar stórhættulegu konur sem lásu yfirlýsingu og sungu mótmælasöngva. Það má víst ekki og því mættu þær hjá dómara í dag til að fá upplýsingar um frekari framgang málsins. Ömmurnar eru langt yfir þeim aldri sem nýliðar í hernum mega vera á en ætluðu ekki að láta það stöðva sig. Ekki liggur fyrir hvaða refsing er við því að vera í leyfisleysi inni á athafnasvæði nýskráningarstöðvarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×