Erlent

Geimskotið gekk vel

Allt gekk snurðulaust fyrir sig nú rétt fyrir þrjú þegar geimskutlan Discovery tók á loft frá Canaveral-höfða á Flórída. Skutlan hóf þar með fyrstu ferðina frá því að Columbia fórst árið 2003. Leiðin liggur nú að alþjóðlegu geimstöðinni á sporbraut um jörðu en þangað á að flytja mannskap og vistir. Bilun í mæli olli því að flugtaki var frestað fyrir hálfum mánuði en í dag var lagt í hann þrátt fyrir að ekki hefði tekist að finna orsök bilunarinnar. Þessi ferð Discovery er einnig söguleg vegna þess að í fyrsta sinn er flugstjórinn kona, Eileen Collins. Nákvæmlega var fylgst með flugtakinu þar sem Columbia laskaðist í síðasta flugtaki og varð það til þess að hún fórst. Hundrað og tólf myndavélum er beint að Discovery til að fylgjast nákvæmlega með henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×