Erlent

Vill rétta yfir Saddam í Svíþjóð

Giovanni di Stefano, einn verjenda Saddams Husseins, hefur farið þess á leit við írösku ríkisstjórnina að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi verði færð til Svíþjóðar. Þetta segir di Stefano nauðsynlegt vegna þess að ástandið í Írak sé of hættulegt til að hægt sé að rétta yfir honum þar. Írösk stjórnvöld hafa áður sagt að ekki komi til greina að flytja réttarhöldin frá Írak. Di Stefano segir hins vegar að þar sem hvorki verjendur Saddams né saksóknarar séu reiðubúnir til að vera heilt ár í Bagdad vegna réttarhaldanna ættu stjórnvöld að fallast á að flytja þau á öruggari slóðir. Di Stefano hefur rætt við sænsk stjórnvöld um möguleika á að rétta yfir Saddam þarlendis en fengið þau svör ein að ekki verði tekin afstaða til slíkrar beiðni nema hún berist frá íröskum stjórnvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×