Danir og Kanadamenn deila um smáey 25. júlí 2005 00:01 Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita. Hans eyja er óbyggð og liggur norð-vestur af Grænlandi, um ellefu hundruð kílómetra suður af Norðurpólnum. Bæði Danir og Kanadamenn gera tilkall til eyjunnar, sem er um 1,3 ferkílómetrar að stærð. Eyjan er lögð ís og ómanngeng nema á hlýjum sumrum þegar ísinn bráðnar og hægt er að sigla að eynni. Danir og Kanadamenn hafa átt í áralöngum deilum um yfirráð á eynni, eða allt frá því árið 1973 þegar miðlína var dregin um Naressund milli Grænlands og Ellesmereeyju, sem tilheyrir Kanada. Bæði löndin ákváðu að yfirráð yfir Hans eyju skyldu afráðin síðar, en það hefur ekki enn verið gert. Árið 1984 olli þáverandi Grænlandsmálaráðherra Danmerkur, Tomy Hoeyem, uppnámi þegar hann dró danska fánann að húni á eyjunni, gróf brandíflösku í jörðu þar sem flaggstöngin var reist og skildi eftir miða sem á stóð: Velkominn til dönsku eyjunnar. Kanadískir hermenn höfðu heimsótt eyjuna skömmu á undan Bill Graham og dregið kanadíska fánann að húni. Þeir reistu jafnframt inúítastyttu sem tákna átti yfirráð Kanadamanna yfir eynni. Í mótmælum dönsku ríkisstjórnarinnar mun koma fram að harmað sé að kanadíski ráðherran hafi heimsótt eyjuna án þess að tilkynna Dönum það áður. Þá verði bent á að eyjan sé hluti af Grænlandi en janframt lagt til að viðunandi lausn verði fundin á málinu. Erlent Fréttir Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita. Hans eyja er óbyggð og liggur norð-vestur af Grænlandi, um ellefu hundruð kílómetra suður af Norðurpólnum. Bæði Danir og Kanadamenn gera tilkall til eyjunnar, sem er um 1,3 ferkílómetrar að stærð. Eyjan er lögð ís og ómanngeng nema á hlýjum sumrum þegar ísinn bráðnar og hægt er að sigla að eynni. Danir og Kanadamenn hafa átt í áralöngum deilum um yfirráð á eynni, eða allt frá því árið 1973 þegar miðlína var dregin um Naressund milli Grænlands og Ellesmereeyju, sem tilheyrir Kanada. Bæði löndin ákváðu að yfirráð yfir Hans eyju skyldu afráðin síðar, en það hefur ekki enn verið gert. Árið 1984 olli þáverandi Grænlandsmálaráðherra Danmerkur, Tomy Hoeyem, uppnámi þegar hann dró danska fánann að húni á eyjunni, gróf brandíflösku í jörðu þar sem flaggstöngin var reist og skildi eftir miða sem á stóð: Velkominn til dönsku eyjunnar. Kanadískir hermenn höfðu heimsótt eyjuna skömmu á undan Bill Graham og dregið kanadíska fánann að húni. Þeir reistu jafnframt inúítastyttu sem tákna átti yfirráð Kanadamanna yfir eynni. Í mótmælum dönsku ríkisstjórnarinnar mun koma fram að harmað sé að kanadíski ráðherran hafi heimsótt eyjuna án þess að tilkynna Dönum það áður. Þá verði bent á að eyjan sé hluti af Grænlandi en janframt lagt til að viðunandi lausn verði fundin á málinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira