Fleiri fréttir

Hamas-foringi myrtur

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels sagði í gær að öllum brögðum yrði beitt til að stöðva palestínska uppreisnarmenn. Hann vill tryggja að áætlanir um brottflutning ísrelskra landtökumanna á Gaza gangi sem allra best.

Friðarvon í Aceh

Ríkisstjórn Indónesíu og uppreisnarmenn frá Aceh-héraði sættust á það í gær að skrifa í næsta mánuði undir formlegt friðarsamkomulag.

Mannskætt flugslys í Afríku

Rússnesk flugvél hrapaði í frumskógum Miðbaugs-Gíneu í gær og létust allir sem voru um borð. Alls voru fleiri en 50 farþegar og áhafnarmeðlimir í vélinni.

17 létust þegar rúta fór út af

Sautján manns létust og þrjátíu og átta slösuðust, þar af átta alvarlega, þegar rúta féll hundrað og tuttugu metra niður dal í suðurhluta Kína í gærkvöld. Alls voru fimmtíu og fimm manns í rútunni en slysið átti sér stað eftir að bílstjóri rútunnar missti stjórn á henni.

Flest bendir til tengsla al-Kaída

Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum.

Pakistönum ekki um að kenna

Bretar ættu ekki að saka erlendar þjóðir um að hafa áhrif á árásarmennina í Lundúnum, segir sendiherra Pakistana hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrír af mönnunum sem taldir eru bera ábyrgð á hryðjuverkunum í borginni sjöunda júlí eru af pakistönskum uppruna og einn sótti þar trúarlegan skóla að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Skotið á smyglara

Líbanska lögreglan skiptist á skotum við smyglara meðan sýrlensk yfirvöld handtóku líbanska fiskimenn í nýrri hrinu landamæraátaka ríkjanna tveggja. Bera átökin vott um vaxandi ólgu í samskiptum ríkjanna eftir að Sýrlendingar neyddust til þess að láta af áratugalangri hersetu í Líbanon í apríl.

Ætluðu ekki að deyja sjálfir

Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

5 mánaða vopnahléi lokið

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir herinn mega beita öllum brögðum til að koma herskáum Palestínumönnum frá. Það sé nauðsynlegt ef friður eigi að nást. Fimm mánaða vopnahléi er því lokið.

Blóði drifin helgin að baki

Helgin sem nú er á enda var ein sú blóðugasta í Írak frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Í það minnsta 170 manns hafa beðið bana í hryðjuverkaárásum undanfarna viku.

Striplast fyrir ljósmyndara

1.700 manns söfnuðust saman og sviptu sig klæðum í bænum Gateshead við ánna Tyne í Norður-Englandi í gær til að sitja fyrir á ljósmyndum bandaríska ljósmyndarans Spencers Tunick. Margir voru komnir langt að, til dæmis frá Ástralíu og Mexíkó.

Saddam verður ákærður

Saddam Hussein verður ákærður fyrir fjöldamorð gegn sjíum árið 1982. Þetta verður fyrsta dómsmálið sem höfðað verður gegn einræðisherranum fyrrverandi.

Eldur í safni

Eldur kom upp í lisasafni Henie Onstad í Høvikodden í Noregi í vikunni. Um hundrað manns voru í safninu þegar bruninn kom upp í forstofurými safnsins og tókst að koma öllum út á örfáum mínútum.

Sjálfsmorðsárás í Tyrklandi

Að minnsta kosti þrír létust og tíu særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í smárútu í Kusadasi í Tyrklandi í morgun. Ekki er vitað hver ódæðismaðurinn var eða á vegum hverra en uppreisnarmenn Kúrda, öfgasinnaðir íslamstrúarmenn og herskáir vinstri menn hafa staðið að sprengjutilræðum í Tyrklandi.

Tveir féllu í sjálfsmorðsárás

Sprengja sprakk í borginni Kirkuk í Írak í gærkvöld með þeim afleiðingum að tveir menn féllu. Um sjálfsmorðsárás var að ræða.

Átökin halda áfram á Gaza

Að minnsta kosti tveir særðust er Ísraelar skutu tveimur flugskeytum á Gaza-borg í gærkvöld. Óttast er að fimm mánaða vopnahlé á svæðinu sé að fara út um þúfur eftir átök og árásir á báða bóga síðustu daga.

17 látnir eftir að rúta fór út af

Að minnsta kosti 17 manns fórust þegar rúta með 55 manns innanborðs, þar á meðal skólabörn, steyptist niður hlíð í suðurhluta Kína í morgun. Þá slösuðust að minnsta kosti 38 manns í slysinu og eru átta taldir í lífshættu.

Fjórir látnir eftir að bátur sökk

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og þriggja er saknað eftir að tyrkneskur ferðamannabátur, sem var ofhlaðinn fólki, sökk í morgun. Alls voru 150 manns á bátnum og sinntu þeir í land en báturinn var í aðeins 20 metra fjarlægð frá landi.

NASA engu nær um bilunina

Verkfræðingar NASA eru engu nær um hvers vegna bilun kom upp í tækjabúnaði geimferjunnar Discovery rétt áður en henni átti að verða skotið á loft á miðvikudag. Enn eru að minnsta kosti fjórir dagar í að skutlunni verði komið út í geim en forsvarsmenn NASA segja þó enga dagsetningu örugga.

Ekki talinn tengjast Al-Qaida

Egypski efnafræðingurinn sem handtekinn var í Kaíró í Egyptalandi í gær er ekki talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum að sögn egypskra dagblaða. Tala látinna eftir sprengingarnar í London er nú komin í fimmtíu og fimm. 

15 hafa látist í flóðum í Rúmeníu

Að minnsta kosti 15 manns hafa látist í flóðunum í Rúmeníu sem gengið hafa yfir að undanförnu. Þá hafa 12 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna.

Þýskir hermenn ekki til Íraks

Þýskir hermenn verða ekki sendir til Íraks þótt kristilegir demókratar komist til valda eftir kosningarnar í haust. Leiðtogi flokksins og kanslaraefni, Angela Merkel, fullyrðir þetta í viðtali við þýska blaðið <em>Berliner Zeitung</em> í dag.

Ítalskur biskup myrtur í Kenía

Ítalskur biskup var myrtur í Kenía í fyrrakvöld þegar hann var á leið heim úr guðsþjónustu. Benedikt páfi XVI sagðist í dag harma atburðinn.

Breti og Íri á meðal látinna

Breti og Íri voru á meðal þeirra sem létust í sjálfsmorðsárásinni sem gerð var í rútu í Tyrklandi í morgun. Fjórir til viðbótar létust í sprengingunni og þrettán særðust, þar á meðal fimm Bretar.

Mega beita öllum brögðum

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsher mega beita öllum brögðum til að koma herskáum Palestínumönnum frá. Það sé nauðsynlegt ef friður eigi að nást.

Vopnahléið í uppnámi

Ísraelskir hermenn réðust inn í bæi á vesturbakka Jórdanar í gærmorgun og handtóku tugi meintra palestínskra uppreisnarmanna.

Efnafræðingurinn ekki í al-Kaída

Innanríkisráðherra Egyptalands, Habib al-Adli, segir "efnafræðinginn" svokallaða ekki vera í neinum tengslum við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Hann sætir nú yfirheyrslum í Egyptalandi sem breskir lögreglumenn fylgjast grannt með.

Svindlaði út nautakjöti

Verslunarstjóri í matvöruverslun í Búdapest sætir nú lögreglurannsókn grunaður um svindl.

20 látnir; 45 særðir

Að minnsta kosti tuttugu manns féllu og fjörutíu og fimm eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í mosku í úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér.

Tyrknesk rúta sprengd upp

Fimm manns dóu í sprengjutilræði í Tyrklandi í gær en þá var rútu með ferðamönnum grandað. Talið er að Kúrdar beri ábyrgð á tilræðinu.

Á sjötta tug beið bana

Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi upp sprengjur sem hann bar utan á sér við bensínstöð nærri sjíamosku í borginni Musayyib suður af Bagdad í gær. Að minnsta kosti 54 létust í árásinni og á níunda tug særðist til viðbótar.

Fjölmenni hjá Arroyo

Stuðningsmenn Gloriu Arroyo Filippseyjaforseta héldu fjöldafund henni til stuðnings í Maníla, höfuðborg landsins, í gær.

Al-Kaída menn handsamaðir

Ali Yunesi, ráðherra öryggis- og upplýsingamála í Íran, lýsti því yfir í gær að 3.000 meintir liðsmenn al-Kaída hefðu verið handteknir, færðir fyrir dómara eða reknir úr landi undanfarin misseri.

Rove ræddi um Plame við blaðamenn

Hart er sótt að Karl Rove, helsta ráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta, þar sem grunur leikur á að hann hafi í pólitísku skyni afhjúpað útsendara leyniþjónustunnar CIA í samtali við blaðamenn.

Flugskeytum skotið á Gaza

Ísraelar skutu flugskeytum á svæði Palestínumanna á norðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöld. Árásin er gerð eftir að ísraelsk kona lét lífið í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna sem skutu eldflaug inn í Ísrael frá Gaza-svæðinu.

Sprenging í Madríd

Sprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Ekki virðist sem nokkur hafi særst í sprengingunni, sem var ekki mikil, en rúður brotnuðu þó í nærliggjandi húsum. Málið er í rannsókn.

Geimskot í fyrsta lagi á sunnudag

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að geimferjunni Discovery muni í fyrsta lagi verða skotið á loft á sunnudag en ekki á morgun eins og haldið hefur verið fram. NASA hefur svigrúm til mánaðamóta til að senda ferjuna í fyrirhugaða tólf daga för að Alþjóðlegu geimstöðinni.

50 handteknir vegna barnakláms

Tæplega fimmtíu manns sem grunaðir eru um að hafa dreift barnaklámi á Netinu voru handteknir í Portúgal í gær. Þetta er stærsta aðgerð sem lögreglan þar í landi hefur ráðist í af þessu tagi.

Þúsundir minntust fórnarlambanna

Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum í London í síðustu viku en tala látinna er nú komin í fimmtíu og fjóra. Lögreglan segir að enn megi búast við að tala látinna muni hækka.

Hákarlar enn á ferð

Hákarl beit 14 ára gamla stúlku í fótinn undan ströndum Texas í gær. Stúlkan fékk svöðusár á fótinn og gekkst undir aðgerð í gærkvöld. Hákarlaárásir hafa verið tíðar að undanförnu við Mexíkóflóa, þannig varð hákarl annarri 14 ára stúlku að bana undan ströndum Flórída í lok júní en þá viku var að minnsta kosti tilkynnt um þrjár hákarlaárásir.

Talið að 136 hafi farist

Mörg hundruð þorpsbúa komu saman í morgun á vettvangi lestarslyssins sem varð í Pakistan á miðvikudag til að vera við jarðsetningu þeirra sem ekki hafa verið borin kennsl á en alls eru það 64. Talið er að 136 hafi farist í árekstri þriggja hraðlesta en ekki er var hryðjuverkum um að kenna að þessu sinni heldur var um mannleg mistök að ræða.

Fuglaflensan komin til Indónesíu?

Sterkar vísbendingar eru um að fuglaflensan sé komin til Indónesíu sem er fjórða fjölmennasta ríki heims. Þrír úr sömu fjölskyldu hafa látist og hafa stjórnvöld nú þegar leitað aðstoðar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við rannsókn málsins.

Slösuðust við niðurrif húss

Fimm manns slösuðust þegar verslunarhúsnæði á Manhattan í New York, sem verið var að rífa niður, hrundi. Brak úr húsinu hrundi niður á gangstéttina og slasaði vegfarendur. Ekki er talið að fólkið hafi slasast alvarlega en einn fót- og handleggsbrotnaði.

Handtekinn vegna hryðjuverkanna

Maður sem eftirlýstur var vegna hryðjuverkanna í London í síðustu viku hefur verið handtekinn í Egyptalandi. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfesti þetta nú síðdegis. Maðurinn, Magdy Elnasher að nafni, er þrjátíu og þriggja ára gamall og með egypskt ríkisfang en hefur stundað nám í efnafræði bæði í Bretelandi og Bandaríkjunum.

Fjórir Hamas-liðar drepnir

Fjórir Hamas-liðar í Palestínu voru skotnir til bana í dag þegar ísraelsk herþyrla skaut þremur flugskeytum nálægt landnemabyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Skotárásin er sögð liður ísraelska hersins í hefndaraðgerðum gagnvart herskáum Palestínumönnum en þeir eru taldir hafa skotið ísraelska konu til bana í gær og fimm manns á þriðjudag.

Sjá næstu 50 fréttir