Erlent

Geimskot í fyrsta lagi á sunnudag

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að geimferjunni Discovery muni í fyrsta lagi verða skotið á loft á sunnudag en ekki á morgun eins og haldið hefur verið fram. NASA hefur svigrúm til mánaðamóta til að senda ferjuna í fyrirhugaða tólf daga för að Alþjóðlegu geimstöðinni. Takist ekki að skjóta ferjunni á loft fyrir mánaðamótin verður að fresta skotinu fram í september, að afstaða til geimstöðvarinnar verður aftur hagstæð. Förin verður sú fyrsta sem farin verður eftir að geimskutlan Columbia fórst árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×