Erlent

Átökin halda áfram á Gaza

Að minnsta kosti tveir særðust er Ísraelar skutu tveimur flugskeytum á Gaza-borg í gærkvöld. Óttast er að fimm mánaða vopnahlé á svæðinu sé að fara út um þúfur eftir átök og árásir á báða bóga síðustu daga. Fyrr í gær gerði ísraelski herinn árásir á Gaza og Vesturbakkann sem urðu sex Hamas-liðum að bana. Sagði herinn að árásirnar væru hefnd fyrir eldflaugaárás herskárra Palestínumanna þar sem ung ísraelsk kona lét lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×