Fleiri fréttir Karl í kvennaflokki Dómari í Simbabve hefur dæmt ungan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir og valda félögum sínum sálartjóni. Hann keppti í frjálsum íþróttum og vann til nokkurra verðlauna fyrir land sitt - í kvennaflokki. 15.7.2005 00:01 Londonárás: 4 handteknir í viðbót Fjórir menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum í London í síðustu viku voru handteknir í Pakistan í dag. Mennirnir voru handsamaðir í borginni Faisalabad í miðhluta landsins. 15.7.2005 00:01 Viðhorf múslima jákvæðara en áður Hryðjuverk gagnvart bandarískum hermönnum í Írak eru réttlætanleg að mati helmings múslima í Jórdaníu og Líbanon. Þrátt fyrir það er viðhorf þeirra til vestrænna þjóða mun jákvæðara í dag en áður. 15.7.2005 00:01 Vopnahléið kvatt Vopnahléi er lokið milli herskárra Palestínumanna og Ísraela að því er virðist. Yfirmaður palestínsku öryggissveitanna sagði í morgun að sveitirnar muni ekki hika við að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðunum og að flugskeytaárásir herskárra samtaka Palestínumanna verði stöðvaðar. 15.7.2005 00:01 Tugir fórust í Bagdad Rúmlega 30 manns, hið minnsta, létu lífið í sprengjuárásum í Írak sem stóðu frá morgni til kvölds í gær. 111 til viðbótar særðust. 15.7.2005 00:01 Hringurinn þrengist óðum Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. 15.7.2005 00:01 Fingraför af öllum útlendingum Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með útlendingum sem koma inn í landið og verða fingraför nú tekin af öllum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sendi frá sér í gærkvöld. Ráðherrann sagði þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir reyni að komast inn í landið. 14.7.2005 00:01 Múslimar í Bretlandi biðja griða Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestar og strætisvagn í London þann sjöunda júlí síðastliðinn, hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að þetta sé versta mögulega útkoman fyrir múslima í landinu. 14.7.2005 00:01 Þögn í Evrópu Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur beðið um tveggja mínútna þögn í dag til að minnast fórnarlambanna sem létust í hryðjuverkaárásnum í London fyrir viku. Þagnarstundin verður klukkan 11 að íslenskum tíma. 14.7.2005 00:01 Bílsprengja í Bagdad Að minnsta kosti níu manns eru særðir eftir að bílsprengja var sprengd og maður með sprengjuvesti sprengdi sig í loft upp nálægt lögreglustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta gerðist utan Græna svæðisins svonefnda þar sem bandaríska sendiráðið er. 14.7.2005 00:01 Forstjóri WorldCom dæmdur Bernard Ebbert, fyrrum forstjóri WorldCom, var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir svæsin fjársvik og samsæri,sem leiddi fyrirtækið í stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Hluthafar í WorldCom töpuðu um 12 þúsund milljörðum íslenskra króna og 20 þúsund starfsmenn fyrirtækisins misstu vinnuna. 14.7.2005 00:01 Tveggja manna leitað í Bretlandi Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum fyrir viku. Annar maðurinn er nefndur höfuðpaurinn og hinn efnafræðingurinn en talið er að báðir séu löngu farnir úr landi. 14.7.2005 00:01 Þögn í London Tveggja mínútna þögn var í Bretlandi á hádegi í dag eða 11 að íslenskum tíma til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum í London. Stöðvuðust meðal annars strætisvagnar og leigubílar um stund og gangandi vegfarendur stóðu kyrrir. 14.7.2005 00:01 Donald Rumsfield gaf leyfi Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf leyfi til að brjóta niður fanga á niðurlægjandi hátt í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, neituðu þeir að tala. Þetta segir blaðið Washington Post í dag. 14.7.2005 00:01 Bastilludagurinn Þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn, er haldinn hátíðlegur í París í dag. Mikill öryggisviðbúnaður er þó vegna dagsins nú þegar vika er liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á London. 14.7.2005 00:01 Merkel vill ekki Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata og kanslaraefni í komandi kosningum í Þýskalandi, sagði í gær að hún stefni að því að sneiða hjá því að mynda svokallaða "stóra samsteypu" með jafnaðarmönnum eftir kosningarnar. Að hennar sögn væri slíkt stjórnarsamstarf "merki um stöðnun". 14.7.2005 00:01 Ipod bjargar Apple Hagnaður Apple tölvufyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi nam um 20 milljörðum króna og er það fimm sinnum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Velgengni fyrirtækisins má að stærstum hluta rekja til Ipod spilarans en fyrirtækið seldi rúmlega 6 milljónir spilara á þriðja ársfjórðungi og nam salan um þriðjungi af heildarsölu fyrirtækisins. 14.7.2005 00:01 Komu í veg fyrir árásir Íraskir hermenn komu í veg fyrir þrjár sjálfsmorðsárásir í Bagdad í dag þegar þeir skutu tvo menn til bana og særðu þriðja manninn þegar þeir nálguðust herstöðvar í borginni. Maðurinn sem særðist var fluttur á hersjúkrahús og verður hann yfirheyrður síðar í dag. 14.7.2005 00:01 Kennsl borin á hryðjuverkamenn Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. 14.7.2005 00:01 Emily gerir óskunda Fellibylurinn Emily gekk á land á eynni Grenada í Karabíska hafinu í gær og olli talsverðu tjóni. 14.7.2005 00:01 Þögn sló yfir Lundúnir Vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og var þess víða minnst með tveggja mínútna langri þögn í gær. Búið er að bera kennsl á alla tilræðismennina fjóra. 14.7.2005 00:01 Stuðningur við hryðjuverk dvínar Stuðningur við Osama bin Laden og árásir gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í Írak fer mjög dvínandi í múslimaríkjum heimsins, sérstaklega þeim sem hafa sjálf orðið fyrir árásum hryðjuverkamanna. 14.7.2005 00:01 Kerfisbundnar misþyrmingar Ný rannsókn á vegum Bandaríkjahers leiðir í ljós að hinar illræmdu yfirheyrsluaðferðir sem notaðar voru í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru ekki einangrað tilfelli. 14.7.2005 00:01 Umkringdu barnaskóla Stigamenn stráfelldu 76 manns í þorpi í norðurhluta Keníu í fyrradag. Talið er að ættbálkaerjur séu orsök ódæðanna. 14.7.2005 00:01 Meðferð á föngum ekki pyntingar Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, leyfði niðurlægjandi yfirheyrsluaðferðir í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Washington Post í dag. Sérfræðingar á vegum hersins segja aðferðirnar ekki geta talist pyntingar. 14.7.2005 00:01 Tekinn af lífi án dóms og laga Ísraelskir hermenn réðust í gær inn á heimili breskrar blaðakonu í bænum Nablus á Vesturbakkanum og skutu þar til bana, Mohammed Alassi, meintan palestínskan uppreisnarmann. 14.7.2005 00:01 Ókeypis alnæmislyf Taílendingar sem sýkst hafa af HIV-veirunni eiga þess nú kost að fá ókeypis lyf sem eiga að halda sjúkdómseinkennunum í skefjum. 14.7.2005 00:01 Bjór með Níkótíni Þýski bjórframleiðandinn Nautilus hefur hafið framleiðslu á bjór með níkótíni sem á að geta komið í stað níkótínsplásturs eða -tyggjós. Bjórinn er 6,3 prósent að styrkleika og ein 25 cl flaska inniheldur einn þriðja af níkótínmagni heils sígarettupakka. 14.7.2005 00:01 Fyrsta ferðin síðan Columbia fórst Geimferjunni Discovery verður skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á morgun. Þetta er fyrsta ferð ferjunnar í geiminn frá því geimferjan Columbia fórst í ferð sinni til jarðar fyrir tveimur árum en öll áhöfnin lét lífið. 13.7.2005 00:01 Lestarlys í Pakistan Að minnsta kosti 150 manns eru látnir eftir árekstur þriggja farþegalesta í suðurhluta Pakistan í morgun. Þá eru yfir 800 hundruð manns slasaðir. Slysið átti sér stað með þeim hætti að verið var að laga eina lestina þegar næturlest kom á fullri ferð og lenti á henni. 13.7.2005 00:01 Tveir pakistanskir Bretar grunaðir Tveir mannanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára Bretar, búsettir í Leeds en af pakistönskum uppruna. Mennirnir eru sagðir hafa verið vinir og aldrei verið grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Þeir voru sagðir mjög indælir og virðist sem öllum hafi líkað vel við þá. 13.7.2005 00:01 Sprengiefni fannst í bíl í Luton Sprengiefni fannst í bíl við lestarstöð í Luton, sem er um 50 kílómetra norður af London, í gær. Lögreglan greindi frá því að hún hefði lokað lestarstöðinni á meðan sprengjusérfræðingar skoðuðu málið en þeir sprengdu þrjár sprengjur í bílnum undir eftirliti en fundur þessi er talinn mjög hjálplegur rannsókninni. 13.7.2005 00:01 Óeirðir á N - Írlandi Að minnsta kosti 60 lögreglumenn og tíu óbreyttir borgarar særðust þegar Kaþólikkar á Norður Írlandi hentu heimtilbúnum handsprengjum, bensínsprengjum og annars konar vopnum að lögreglumönnum eftir göngu mótmælenda, svokallaða göngu Appelsínugulu reglunnar, sem farin var um borgir og bæi á Norður-Írlandi. 13.7.2005 00:01 Olíuborpallur mikið skemmdur Olíuborpallur, í eigu BP, er mikið skemmdur eftir að fellibylurinn Dennis reið þar yfir á mánudag. Pallurinn er um 240 kílómetra suðvestur af New Orleans í Bandaríkjunum en búið var að koma öllum í land áður en atvikið átti sér stað. 13.7.2005 00:01 Elsta panda í heimi dáin Elsta panda í heimi er dáin, 36 ára að aldri en það jafngildir 108 mannsárum. Pandan hefur búið undanfarin tuttugu ár í dýragarði í suðurhluta Kína eða frá árinu 1985. Pandabirnir eru orðnir afar fáir, en aðeins er talið að 1600 pandabirnir séu eftir í öllum heiminum, en þar af eru 120 þeirra í dýragörðum víðs vegar um heiminn. 13.7.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 börn og einn amerískur hermaður féllu í sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Þá er talið að 25 manns til viðbótar hafi særst í árásinni. Sprengingin átti sér stað nálægt herstöð Bandaríkjamanna en hermennirnir voru að gefa börnunum sælgæti þegar atvikið átti sér stað. 13.7.2005 00:01 Danir taki hótanir alvarlega Danmörk er næsta skotmark hryðjuverkamanna í Evrópu, segja samtökin al-Qaida í nýrri yfirlýsingu. Hryðjuverkasérfræðingur segir að Danir verði að taka endurteknar ógnanir um árás alvarlega. Samtökin sem stóðu að baki árásunum í Madríd í fyrra, og kennd eru við Abu Hafs al-Masri, birtu yfirlýsingu á netinu á sunndaginn, skrifar dagblaðið Jyllands Posten í morgun. 13.7.2005 00:01 Vígamenn drepa börn í Kenía Talið er að minnsta kosti 60 manns hafi fallið í árásum vígamanna á þorpið Turbi í norðausturhluta Kenýa í gærmorgun. Þorpsbúar í Turbi, sem aðallega er byggt Gabra-fólki, segir hóp Borana-vígamanna frá Eþíópíu hafa ráðist inn í þorpið í dögun og setið fyrir börnum á leið í skóla. 13.7.2005 00:01 Harry Potter leki 13.7.2005 00:01 Bretar undrandi og reiðir Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. 13.7.2005 00:01 Geimskoti frestað Hætt hefur verið við að skjóta geimferjunni Discovery á loft frá Flórída en áhöfnin var komin um borð og tilbúin að leggja í hann þegar ákvörðunin var tekin nú fyrr í kvöld. Mikil spenna var við Canaveral-höfða, en þúsundir ferðamanna voru þar saman komnir til að fylgjast með atburðinum. 13.7.2005 00:01 Heita að herða á hryðjuverkavörnum Dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 samþykktu í gær að herða á baráttunni gegn hryðjuverkaógninni. Á bráðafundi sem kallaður var saman í kjölfar sprengjutilræðanna í Lundúnum ákváðu ráðherrarnir að hrinda aðgerðaáætlun ESB um hryðjuverkavarnir í framkvæmd fyrir árslok. 13.7.2005 00:01 Áhyggjur móður hjálpuðu rannsókn Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. 13.7.2005 00:01 15 særðir eftir sprengingu Að minnsta kosti fimmtán manns særðust, þar af tveir lífshættulega, er sprengja sprakk í Port of Spain, höfuðborg Trinidad og Tobago, í Karíbahafinu í gærkvöld. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu skammt frá þinghúsinu í borginni en enginn hefur lýst verkanaðinum á hendur sér. 12.7.2005 00:01 Múslímar verða fyrir aðkasti Reynt hefur verið að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi eftir hryðjuverkaárásirnar í London í síðustu viku og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslíma. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslímar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. 12.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Karl í kvennaflokki Dómari í Simbabve hefur dæmt ungan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir og valda félögum sínum sálartjóni. Hann keppti í frjálsum íþróttum og vann til nokkurra verðlauna fyrir land sitt - í kvennaflokki. 15.7.2005 00:01
Londonárás: 4 handteknir í viðbót Fjórir menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum í London í síðustu viku voru handteknir í Pakistan í dag. Mennirnir voru handsamaðir í borginni Faisalabad í miðhluta landsins. 15.7.2005 00:01
Viðhorf múslima jákvæðara en áður Hryðjuverk gagnvart bandarískum hermönnum í Írak eru réttlætanleg að mati helmings múslima í Jórdaníu og Líbanon. Þrátt fyrir það er viðhorf þeirra til vestrænna þjóða mun jákvæðara í dag en áður. 15.7.2005 00:01
Vopnahléið kvatt Vopnahléi er lokið milli herskárra Palestínumanna og Ísraela að því er virðist. Yfirmaður palestínsku öryggissveitanna sagði í morgun að sveitirnar muni ekki hika við að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðunum og að flugskeytaárásir herskárra samtaka Palestínumanna verði stöðvaðar. 15.7.2005 00:01
Tugir fórust í Bagdad Rúmlega 30 manns, hið minnsta, létu lífið í sprengjuárásum í Írak sem stóðu frá morgni til kvölds í gær. 111 til viðbótar særðust. 15.7.2005 00:01
Hringurinn þrengist óðum Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. 15.7.2005 00:01
Fingraför af öllum útlendingum Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með útlendingum sem koma inn í landið og verða fingraför nú tekin af öllum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sendi frá sér í gærkvöld. Ráðherrann sagði þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir reyni að komast inn í landið. 14.7.2005 00:01
Múslimar í Bretlandi biðja griða Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestar og strætisvagn í London þann sjöunda júlí síðastliðinn, hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að þetta sé versta mögulega útkoman fyrir múslima í landinu. 14.7.2005 00:01
Þögn í Evrópu Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur beðið um tveggja mínútna þögn í dag til að minnast fórnarlambanna sem létust í hryðjuverkaárásnum í London fyrir viku. Þagnarstundin verður klukkan 11 að íslenskum tíma. 14.7.2005 00:01
Bílsprengja í Bagdad Að minnsta kosti níu manns eru særðir eftir að bílsprengja var sprengd og maður með sprengjuvesti sprengdi sig í loft upp nálægt lögreglustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta gerðist utan Græna svæðisins svonefnda þar sem bandaríska sendiráðið er. 14.7.2005 00:01
Forstjóri WorldCom dæmdur Bernard Ebbert, fyrrum forstjóri WorldCom, var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir svæsin fjársvik og samsæri,sem leiddi fyrirtækið í stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Hluthafar í WorldCom töpuðu um 12 þúsund milljörðum íslenskra króna og 20 þúsund starfsmenn fyrirtækisins misstu vinnuna. 14.7.2005 00:01
Tveggja manna leitað í Bretlandi Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum fyrir viku. Annar maðurinn er nefndur höfuðpaurinn og hinn efnafræðingurinn en talið er að báðir séu löngu farnir úr landi. 14.7.2005 00:01
Þögn í London Tveggja mínútna þögn var í Bretlandi á hádegi í dag eða 11 að íslenskum tíma til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum í London. Stöðvuðust meðal annars strætisvagnar og leigubílar um stund og gangandi vegfarendur stóðu kyrrir. 14.7.2005 00:01
Donald Rumsfield gaf leyfi Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf leyfi til að brjóta niður fanga á niðurlægjandi hátt í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, neituðu þeir að tala. Þetta segir blaðið Washington Post í dag. 14.7.2005 00:01
Bastilludagurinn Þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn, er haldinn hátíðlegur í París í dag. Mikill öryggisviðbúnaður er þó vegna dagsins nú þegar vika er liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á London. 14.7.2005 00:01
Merkel vill ekki Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata og kanslaraefni í komandi kosningum í Þýskalandi, sagði í gær að hún stefni að því að sneiða hjá því að mynda svokallaða "stóra samsteypu" með jafnaðarmönnum eftir kosningarnar. Að hennar sögn væri slíkt stjórnarsamstarf "merki um stöðnun". 14.7.2005 00:01
Ipod bjargar Apple Hagnaður Apple tölvufyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi nam um 20 milljörðum króna og er það fimm sinnum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Velgengni fyrirtækisins má að stærstum hluta rekja til Ipod spilarans en fyrirtækið seldi rúmlega 6 milljónir spilara á þriðja ársfjórðungi og nam salan um þriðjungi af heildarsölu fyrirtækisins. 14.7.2005 00:01
Komu í veg fyrir árásir Íraskir hermenn komu í veg fyrir þrjár sjálfsmorðsárásir í Bagdad í dag þegar þeir skutu tvo menn til bana og særðu þriðja manninn þegar þeir nálguðust herstöðvar í borginni. Maðurinn sem særðist var fluttur á hersjúkrahús og verður hann yfirheyrður síðar í dag. 14.7.2005 00:01
Kennsl borin á hryðjuverkamenn Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. 14.7.2005 00:01
Emily gerir óskunda Fellibylurinn Emily gekk á land á eynni Grenada í Karabíska hafinu í gær og olli talsverðu tjóni. 14.7.2005 00:01
Þögn sló yfir Lundúnir Vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og var þess víða minnst með tveggja mínútna langri þögn í gær. Búið er að bera kennsl á alla tilræðismennina fjóra. 14.7.2005 00:01
Stuðningur við hryðjuverk dvínar Stuðningur við Osama bin Laden og árásir gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í Írak fer mjög dvínandi í múslimaríkjum heimsins, sérstaklega þeim sem hafa sjálf orðið fyrir árásum hryðjuverkamanna. 14.7.2005 00:01
Kerfisbundnar misþyrmingar Ný rannsókn á vegum Bandaríkjahers leiðir í ljós að hinar illræmdu yfirheyrsluaðferðir sem notaðar voru í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru ekki einangrað tilfelli. 14.7.2005 00:01
Umkringdu barnaskóla Stigamenn stráfelldu 76 manns í þorpi í norðurhluta Keníu í fyrradag. Talið er að ættbálkaerjur séu orsök ódæðanna. 14.7.2005 00:01
Meðferð á föngum ekki pyntingar Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, leyfði niðurlægjandi yfirheyrsluaðferðir í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Washington Post í dag. Sérfræðingar á vegum hersins segja aðferðirnar ekki geta talist pyntingar. 14.7.2005 00:01
Tekinn af lífi án dóms og laga Ísraelskir hermenn réðust í gær inn á heimili breskrar blaðakonu í bænum Nablus á Vesturbakkanum og skutu þar til bana, Mohammed Alassi, meintan palestínskan uppreisnarmann. 14.7.2005 00:01
Ókeypis alnæmislyf Taílendingar sem sýkst hafa af HIV-veirunni eiga þess nú kost að fá ókeypis lyf sem eiga að halda sjúkdómseinkennunum í skefjum. 14.7.2005 00:01
Bjór með Níkótíni Þýski bjórframleiðandinn Nautilus hefur hafið framleiðslu á bjór með níkótíni sem á að geta komið í stað níkótínsplásturs eða -tyggjós. Bjórinn er 6,3 prósent að styrkleika og ein 25 cl flaska inniheldur einn þriðja af níkótínmagni heils sígarettupakka. 14.7.2005 00:01
Fyrsta ferðin síðan Columbia fórst Geimferjunni Discovery verður skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á morgun. Þetta er fyrsta ferð ferjunnar í geiminn frá því geimferjan Columbia fórst í ferð sinni til jarðar fyrir tveimur árum en öll áhöfnin lét lífið. 13.7.2005 00:01
Lestarlys í Pakistan Að minnsta kosti 150 manns eru látnir eftir árekstur þriggja farþegalesta í suðurhluta Pakistan í morgun. Þá eru yfir 800 hundruð manns slasaðir. Slysið átti sér stað með þeim hætti að verið var að laga eina lestina þegar næturlest kom á fullri ferð og lenti á henni. 13.7.2005 00:01
Tveir pakistanskir Bretar grunaðir Tveir mannanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára Bretar, búsettir í Leeds en af pakistönskum uppruna. Mennirnir eru sagðir hafa verið vinir og aldrei verið grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Þeir voru sagðir mjög indælir og virðist sem öllum hafi líkað vel við þá. 13.7.2005 00:01
Sprengiefni fannst í bíl í Luton Sprengiefni fannst í bíl við lestarstöð í Luton, sem er um 50 kílómetra norður af London, í gær. Lögreglan greindi frá því að hún hefði lokað lestarstöðinni á meðan sprengjusérfræðingar skoðuðu málið en þeir sprengdu þrjár sprengjur í bílnum undir eftirliti en fundur þessi er talinn mjög hjálplegur rannsókninni. 13.7.2005 00:01
Óeirðir á N - Írlandi Að minnsta kosti 60 lögreglumenn og tíu óbreyttir borgarar særðust þegar Kaþólikkar á Norður Írlandi hentu heimtilbúnum handsprengjum, bensínsprengjum og annars konar vopnum að lögreglumönnum eftir göngu mótmælenda, svokallaða göngu Appelsínugulu reglunnar, sem farin var um borgir og bæi á Norður-Írlandi. 13.7.2005 00:01
Olíuborpallur mikið skemmdur Olíuborpallur, í eigu BP, er mikið skemmdur eftir að fellibylurinn Dennis reið þar yfir á mánudag. Pallurinn er um 240 kílómetra suðvestur af New Orleans í Bandaríkjunum en búið var að koma öllum í land áður en atvikið átti sér stað. 13.7.2005 00:01
Elsta panda í heimi dáin Elsta panda í heimi er dáin, 36 ára að aldri en það jafngildir 108 mannsárum. Pandan hefur búið undanfarin tuttugu ár í dýragarði í suðurhluta Kína eða frá árinu 1985. Pandabirnir eru orðnir afar fáir, en aðeins er talið að 1600 pandabirnir séu eftir í öllum heiminum, en þar af eru 120 þeirra í dýragörðum víðs vegar um heiminn. 13.7.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 börn og einn amerískur hermaður féllu í sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Þá er talið að 25 manns til viðbótar hafi særst í árásinni. Sprengingin átti sér stað nálægt herstöð Bandaríkjamanna en hermennirnir voru að gefa börnunum sælgæti þegar atvikið átti sér stað. 13.7.2005 00:01
Danir taki hótanir alvarlega Danmörk er næsta skotmark hryðjuverkamanna í Evrópu, segja samtökin al-Qaida í nýrri yfirlýsingu. Hryðjuverkasérfræðingur segir að Danir verði að taka endurteknar ógnanir um árás alvarlega. Samtökin sem stóðu að baki árásunum í Madríd í fyrra, og kennd eru við Abu Hafs al-Masri, birtu yfirlýsingu á netinu á sunndaginn, skrifar dagblaðið Jyllands Posten í morgun. 13.7.2005 00:01
Vígamenn drepa börn í Kenía Talið er að minnsta kosti 60 manns hafi fallið í árásum vígamanna á þorpið Turbi í norðausturhluta Kenýa í gærmorgun. Þorpsbúar í Turbi, sem aðallega er byggt Gabra-fólki, segir hóp Borana-vígamanna frá Eþíópíu hafa ráðist inn í þorpið í dögun og setið fyrir börnum á leið í skóla. 13.7.2005 00:01
Bretar undrandi og reiðir Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. 13.7.2005 00:01
Geimskoti frestað Hætt hefur verið við að skjóta geimferjunni Discovery á loft frá Flórída en áhöfnin var komin um borð og tilbúin að leggja í hann þegar ákvörðunin var tekin nú fyrr í kvöld. Mikil spenna var við Canaveral-höfða, en þúsundir ferðamanna voru þar saman komnir til að fylgjast með atburðinum. 13.7.2005 00:01
Heita að herða á hryðjuverkavörnum Dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 samþykktu í gær að herða á baráttunni gegn hryðjuverkaógninni. Á bráðafundi sem kallaður var saman í kjölfar sprengjutilræðanna í Lundúnum ákváðu ráðherrarnir að hrinda aðgerðaáætlun ESB um hryðjuverkavarnir í framkvæmd fyrir árslok. 13.7.2005 00:01
Áhyggjur móður hjálpuðu rannsókn Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. 13.7.2005 00:01
15 særðir eftir sprengingu Að minnsta kosti fimmtán manns særðust, þar af tveir lífshættulega, er sprengja sprakk í Port of Spain, höfuðborg Trinidad og Tobago, í Karíbahafinu í gærkvöld. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu skammt frá þinghúsinu í borginni en enginn hefur lýst verkanaðinum á hendur sér. 12.7.2005 00:01
Múslímar verða fyrir aðkasti Reynt hefur verið að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi eftir hryðjuverkaárásirnar í London í síðustu viku og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslíma. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslímar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. 12.7.2005 00:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent