Erlent

Flugskeytum skotið á Gaza

Ísraelar skutu flugskeytum á svæði Palestínumanna á norðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöld. Árásin er gerð eftir að ísraelsk kona lét lífið í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna sem skutu eldflaug inn í Ísrael frá Gaza-svæðinu. Neyðarfundur leiðtoga herskárra samtaka var haldinn í kjölfarið eftir að Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, kom til Gaza-borgar en hann hefur beðið þá um að stofna ekki friðarsamkomulaginu í hættu með árásum á Ísraela. Óttast er að ofbeldið sem blossað hefur upp síðustu daga kunni að stofna friðarviðræðum í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×