Erlent

Fjórir Hamas-liðar drepnir

Fjórir Hamas-liðar í Palestínu voru skotnir til bana í dag þegar ísraelsk herþyrla skaut þremur flugskeytum nálægt landnemabyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Skotárásin er sögð liður ísraelska hersins í hefndaraðgerðum gagnvart herskáum Palestínumönnum en þeir eru taldir hafa skotið ísraelska konu til bana í gær og fimm manns á þriðjudag. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, kom til Gaza-borgar í gær en hann hefur beðið þá um að stofna ekki friðarsamkomulaginu í hættu með árásum á Ísraela. Hins vegar er óttast er að ofbeldið sem blossað hefur upp síðustu daga kunni að stofna friðarviðræðunuum í mikla hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×