Erlent

Fjórir látnir eftir að bátur sökk

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og þriggja er saknað eftir að tyrkneskur ferðamannabátur, sem var ofhlaðinn fólki, sökk í morgun. Alls voru 150 manns á bátnum og sinntu þeir í land en báturinn var í aðeins 20 metra fjarlægð frá landi. Vélar bátsins gáfu sig og talið er að hann hafi einnig rekist utan í grjót með þeim afleiðingum að gat kom á bátinn. Ekki voru björgunarbátar á bátnum og þurfti fólkið því að hoppa í sjóinn með fyrrgreindum afleiðingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×