Erlent

17 létust þegar rúta fór út af

Sautján manns létust og þrjátíu og átta slösuðust, þar af átta alvarlega, þegar rúta féll hundrað og tuttugu metra niður dal í suðurhluta Kína í gærkvöld. Alls voru fimmtíu og fimm manns í rútunni en slysið átti sér stað eftir að bílstjóri rútunnar missti stjórn á henni. Rútuslys eru tíð í Kína en að meðaltali látast hundrað og sjö þúsund manns af þeirra völdum árlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×