Erlent

Sjálfsmorðsárás í Tyrklandi

Að minnsta kosti þrír létust og tíu særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í smárútu í Kusadasi í Tyrklandi í morgun. Ekki er vitað hver ódæðismaðurinn var eða á vegum hverra en uppreisnarmenn Kúrda, öfgasinnaðir íslamstrúarmenn og herskáir vinstri menn hafa staðið að sprengjutilræðum í Tyrklandi. Kusadasi er í vesturhluta Tyrklands og var smárútan á leið um torg í bænum þegar sprengingin varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×