Erlent

Friðarvon í Aceh

Ríkisstjórn Indónesíu og uppreisnarmenn frá Aceh-héraði sættust á það í gær að skrifa í næsta mánuði undir formlegt friðarsamkomulag. Þar með verður vonandi bundinn endi á 29 ára langar blóðugar deilur sem hafa kostað yfir 15 þúsund manns lífið í þessu héraði sem kom hvað verst út úr flóðbylgjunni á annan dag jóla. Viðræður milli fylkinganna hafa farið fram í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en þar verður skrifað undir samkomulagið þann 15. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×