Erlent

NASA engu nær um bilunina

Verkfræðingar NASA eru engu nær um hvers vegna bilun kom upp í tækjabúnaði geimferjunnar Discovery rétt áður en henni átti að verða skotið á loft á miðvikudag. Enn eru að minnsta kosti fjórir dagar í að skutlunni verði komið út í geim en forsvarsmenn NASA segja þó enga dagsetningu örugga. Ferð þessi verður sú fyrsta sem farin er frá Bandaríkjunum eftir að Columbia fórst árið 2003. Ferðinni er heitið að Alþjóðlegu geimstöðinni og mun taka tólf daga. Ef ekki næst að koma henni á loft fyrir enda júlímánaðar verður ferðinni frestað til september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×