Erlent

Vopnahléið í uppnámi

Ísraelskir hermenn réðust inn í bæi á vesturbakka Jórdanar í gærmorgun og handtóku tugi meintra palestínskra uppreisnarmanna. Ráðist var í þessar aðgerðir til að tryggja að ekkert beri út af á meðan egypskir erindrekar funda með stríðandi fylkingum til að reyna að bjarga vopnahléinu sem komið var á í febrúar Palestínskir uppreisnarmenn á Gaza-ströndinni skutu flugskeytum að ísraelskum skotmörkum í gær, nokkur hittu til að mynda bæinn Sderot. Ekki fréttist þó af neinu mannfalli í þeim árásum. Talsvert mannfall hefur orðið í röðum beggja fylkinga síðustu daga, palestínskir uppreisnarmenn hafa beitt sjálfsmorðsárásum og skotið flugskeytum að ýmsum skotmörkum og ísraelski herinn hefur gert loftárásir á uppreisnarmennina. Ofbeldi síðustu viku hefur sett vopnahléið í uppnám en vel hafði tekist að fá uppreisnarmenn til að halda að sér höndum. Nú hins vegar er óljóst um framhaldið en bæði Ísraelsstjórn og heimastjórn Palestínumanna vinna að því að bjarga því sem bjargað verður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×