Erlent

Slösuðust við niðurrif húss

Fimm manns slösuðust þegar verslunarhúsnæði á Manhattan í New York, sem verið var að rífa niður, hrundi. Brak úr húsinu hrundi niður á gangstéttina og slasaði vegfarendur. Ekki er talið að fólkið hafi slasast alvarlega en einn fót- og handleggsbrotnaði. Fimm slökkviliðsmenn, sem unnu að björgunarstarfi, slösuðust einnig. Framhlið hússins og þakið hrundi og í framhaldi af því meira af byggingunni, að sögn slökkviliðsstjóra, en blaðamannafundur var haldinn í gærkvöld. Slökkviliðsmenn frá að minnsta kosti 30 slökkvistöðvum á Manhattan voru sendir á staðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×