Fleiri fréttir Mótmælin í Bólivíu halda áfram Þrátt fyrir að forseti Bólivíu, Carlos Mesa, hafi sagt af sér í gær eftir að hafa gegnt embætti í aðeins 19 mánuði halda mótmæli í landinu áfram. Fólkið krefst þjóðnýtingar á gasiðnaði í landinu en því var Mesa mótfallinn. 8.6.2005 00:01 25 þúsund manns sagt upp hjá GM Bandaríski bílaframleiðslurisinn General Motors hyggst segja upp 25 þúsund manns í Bandaríkjunum fyrir árið 2008 og ætlar fyrirtækið jafnframt að loka nokkrum verksmiðjum sínum fyrir þann tíma. Í dag starfa um 111 þúsund manns hjá fyrirtækinu. 8.6.2005 00:01 Tillaga um vítur á Barroso felld Evrópuþingið felldi í dag tillögu um vítur á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, fyrir að fara í siglingu á snekkju grísks auðjöfurs. 589 greiddu atkvæði gegn henni en aðeins þrjátíu og fimm með, auk þess sem þrjátíu og fimm sátu hjá. 8.6.2005 00:01 Ungum sagt upp fyrst Það eru ungu starfsmennirnir, ekki þeir eldri, sem fyrstir fá uppsagnarbréf þegar dönsk fyrirtæki draga saman seglin eða flytja starfsemi til annarra landa. Þetta kemur fram í nýrri könnun danska atvinnumálaráðuneytisins. 8.6.2005 00:01 Heilu þorpin þurrkuð út Enn heldur áfram að rigna í mið- og suðurhluta Kína og hafa flóð þurrkað út heilu þorpin síðan á föstudag. Alls hafa um 200 manns látist vegna flóðanna en nú gengur yfir rigningartímabil í landinu. 8.6.2005 00:01 Fjölskylda finnst látin í Moskvu Lögreglan í Moskvu fann lík fjögurra manna fjölskyldu í íbúð í fjölbýlishúsi þegar hún réðist þar til inngöngu eftir kvartanir frá nágrönnum um að þau hefðu ekki greitt hita- og rafmagnsreikninga í tvö ár. Það undarlega er þó að fólkið hafði allt látist á mismunandi tíma. 8.6.2005 00:01 Hveitipokaveggur í París Franskir bændur fjölmenntu í miðborg Parísar í dag og byggðu vegg úr hveitipokum til að þrýsta á nýju ríkisstjórnina um breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Þeir segja stefnu sambandsins leiða til alltof lágs verðs á kornmarkaðnum og notuðu því fimm tonn af hveitipokum til að leggja áherslu á mál sitt. 8.6.2005 00:01 Kveikt í bíl ráðherrans Kveikt var í bíl danska innflytjendaráðherrans Rikke Hvilshøj í Hróarskeldu í fyrrinótt. Bíllinn sjálfur er gjörónýtur auk þess sem bruninn olli nokkrum skemmdum á húsi ráðherrans. Ráðherran og fjölskylda hennar slapp þó án þess að verða fyrir meiðslum. 8.6.2005 00:01 Skotinn úr bíl á ferð 37 ára gamall maður var skotinn utan við leikskóla í Helsingjaborg í Suður-Svíþjóð um helgina. Komu skotin úr Audi-bifreið sem ók hjá. Vitni tók niður bílnúmerið og leiddi það lögreglu á spor hins grunaða, sem er góðkunningi lögreglunnar. Það er fórnarlambið reyndar einnig og er talið líklegt að mennirnir þekkist. 8.6.2005 00:01 Tugir skotnir í Eþíópíu í gær Að minnsta kosti tuttugu og tveir létust í skothríð öryggissveita eþíópísku ríkisstjórnarinnar í höfuðborginni Addis Ababa í gær. 8.6.2005 00:01 CIA endurskoðar öryggiskröfur Stjórnendur CIA eru nú að endurskoða strangar öryggiskröfur sem gerðar eru til túlka og þýðenda sem ráðnir eru til starfa hjá stofnuninni. Leyniþjónustuna bráðvantar arabískumælandi fólk en þarf að hafna mjög mörgum umsækjendum vegna þess að þeir eru börn innflytjenda, svonefnd fyrsta kynslóð, og eiga því iðulega fjölmarga ættingja í löndum sem ekki eru hátt skrifuð hjá Bandaríkjastjórn. 8.6.2005 00:01 Fjölmiðlaeinokun aflétt? Sýrlensk yfirvöld lýstu því yfir í dag að til greina kæmi að aflétta einokun Baath-flokksins á fjölmiðlum. Ríkið á nú og rekur þrjú dagblöð á arabísku, eitt sem kemur út á ensku, einu sjónvarpsstöðina og einu útvarpsstöðina sem leyft er að útvarpa pólitísku efni. 8.6.2005 00:01 Ráðherrar gefa 2/3 mánaðarlauna Ráðherrarnir í ríkisstjórn Afríkuríkisins Níger hafa lofað að gefa tvo þriðju mánaðarlauna sinna til hungraðra í landinu. Það eru um sextíu og fimm þúsund krónur. Forsætisráðherrann ætlar að gefa tvöfalda þá upphæð. 8.6.2005 00:01 Birgðastöðvum lokað í Noregi Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs rituðu á miðvikudag undir samkomulag þess efnis að herstöðvum sem geyma birgðir fyrir Bandaríkjaher verði fækkað úr fimm í tvær. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir því að breytingar megi gera á tegund vopnanna og birgðanna sem geymdar eru í landinu fyrir flotadeild Bandaríkjahers. 8.6.2005 00:01 Fundu óþekkt sönglag Bachs Fundið er í Þýskalandi áður óþekkt aría eftir Jóhann Sebastían Bach. Sagnfræðingar fundu nóturnar innan um bókasafnspappíra í borginni Weimar í Austur-Þýskalandi, að því er fram kom í tilkynningu á vef Bach-safnsins í Leipzig í gær. 8.6.2005 00:01 Tveir hermenn felldir í Afganistan Tveir bandarískir hermenn dóu og átta særðust í sprengjuvörpuárás á herstöð í austurhluta Afganistans í gær, að því er fram kom í tilkynningu Bandaríkjahers. Herstöðin er í austurhluta Paktika-héraðs, nærri landamærum Pakistans. 8.6.2005 00:01 Upptök hermannaveiki fundin Uppruni hermannaveikifaraldurs í Noregi sem orðið hefur 10 manns að aldurtila og yfir 50 hafa sýkst af hefur verið rakinn til efnaverksmiðju í suðausturhluta landsins. Rannsókn leiddi í ljós að Legionella bakteríuna var að finna í loftræstikerfi Borregaard verksmiðjunnar í borginni Sarpsborg. 8.6.2005 00:01 Fullnægingarvandi bundinn erfðum Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið út að fullnægingarvandi kvenna kunni að tengjast erfðum. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá rannsókn tveggja vísindamanna á 4.000 kvenkyns tvíburum á aldrinum 19 til 83 ára sem leiðir í ljós að fullnæging kvenna er ekki einvörðungu tengd sálarlífi og félagslegum þáttum líkt og sumir hafa haldið fram. 8.6.2005 00:01 Blair hótar ESB neitunarvaldi Breski forsætisráðherrann Tony Blair varaði við því í gær að Bretar myndu beita neitunarvaldi gegn næsta fjárlagaramma Evrópusambandsins ef hin ESB-ríkin munu standa fast á þeirri kröfu að Bretar gefi eftir endurgreiðslu sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því að Margaret Thatcher samdi um hana árið 1984. 8.6.2005 00:01 Tölvuþrjótur laus gegn tryggingu Gary McKinnon, 39 ára gamall Breti sem sakaður er um að hafa brotist inn í 53 tölvur Bandaríkjahers, varnarmálaráðuneytis og Varnarmálaskrifstofu Bandaríkjanna (Pentagon), auk Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar (NASA) á árunum 2001 og 2002, var í gær látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa verið dreginn fyrir dómara. 8.6.2005 00:01 Bættar horfur á friði í Darfur Evrópusambandið hyggst gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða við að sátta- og friðargæsluverkefni Afríkusambandsins (AU) í Darfur í Súdan skili áþreifanlegum árangri. Þetta sagði Sten Rylander, sérlegur sáttasemjari á vegum Evrópusambandsins í Darfur, í samtali við Fréttablaðið. 8.6.2005 00:01 Lífi dansks ráðherra ógnað Ráðherra innflytjendamála í Danmörku segist vera bæði slegin og reið eftir að kveikt var í bíl hennar og íbúðarhúsi snemma í morgun. Óþekkt samtök segjast vera að refsa Dönum fyrir kynþáttahatur. 8.6.2005 00:01 Kennedy leitaði lausnar Nýbirt skjöl sýna að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, reyndi að finna diplómatíska lausn á Víetnamstríðinu með leynilegum samningaviðræðum við Rússa og Norður-Víetnama. 8.6.2005 00:01 Kalt í Evrópu Þótt júní sé genginn í garð þá er kalt í Evrópu. Þegar íbúar í austurrísku Ölpunum vöknuðu í gærmorgun blasti við þeim fjörtíu sentímetra jafnfallinn snjór. 8.6.2005 00:01 Aukin framlög vegna neyðar Búist er við að George Bush Bandaríkjaforseti tilkynni í dag um ríflega 43 milljarða króna framlag til neyðaraðstoðar í Afríkuríkjum eftir að hafa blásið á hugmyndir breska stjórnvalda um að afskrifa skuldir ríkjanna. 7.6.2005 00:01 Nítján látnir í árásum í Írak Ekkert lát er á ofbeldisverkum uppreisnarmanna í Írak sem þó er svarað af fullri hörku af herflota bandamanna í landinu. Á fáeinum mínútum létust að minnsta kosti nítján í fjórum árásum uppreisnarmanna í norðurhluta landsins í morgun. Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við herstöð Bandaríkjamanna, við írakska herstöð, við markað og við landamærastöð. 7.6.2005 00:01 Hálshöggnir fyrir morð Tveir Jemenar voru í dag teknir af lífi í Sádi-Arabíu fyrir að hafa drepið konu. Mennirnir voru hálshöggnir í Asir-héraði í suðurhluta landsins en þeir voru sakfelldir fyrir að hafa bundið konuna og kyrkt hana í ránsferð inn á heimili hennar. Alls hafa 44 verið teknir af lífi í arabaríkinu það sem af er árinu, fjórum fleiri en allt árið í fyrra. 7.6.2005 00:01 Lúxemborgarar tekjuhæstir í Evrópu Lúxemborgarar eru tekjuhæstir Evrópubúa og gnæfa yfir önnur Evrópulönd þegar þjóðarframleiðsla á mann er metin. Samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar var þjóðarframleiðsla á hvern íbúa Lúxemborgar árið 2004 ríflega tvöfalt meiri en að jafnaði í ríkjum Evrópusambandsins. 7.6.2005 00:01 Norðmenn fagna sambandsslitum Norðmenn fagna því í dag, 7. júní, að nákvæmlega hundrað ár eru liðin frá því norska Stórþingið samþykkti formlega sambandsslitin við Svíþjóð. Mikið er um hátíðarhöld í Osló, höfuðborg Noregs, í tilefni af tímamótunum og fara meðal annars fram stórtónleikar helstu hljómsveita og listamanna landsins á torginu fyrir framan ráðhús borgarinnar. 7.6.2005 00:01 Fjölbýlishús hrynur í Egyptalandi Lítið barn lét lífið þegar íbúðarblokk hrundi til grunna í borginni Alexandríu í Egyptalandi í dag. Óttast er að fleiri hafi farist og séu grafnir undir húsarústunum, en sextán manns slösuðust. Byggingin sem hrundi var upprunalega þriggja hæða en að sögn lögerglunnar í Alexandríu hafði aukahæðum verið bætt við hana án tilskilinna byggingaleyfa. 7.6.2005 00:01 Sýknaðir af ákæru um pyntingar Líbískur dómstóll sýknaði í dag níu lögreglumenn og lækni sem sakaðir voru um að þvinga fimm búlgarskar hjúkrunarkonur til þess að játa að hafa að þær hefðu viljandi smitað á fimmta hundrað barna af HIV-veirunni á sjúkrahúsi í Líbíu. Hjúkrunarkonurnar hafa ásamt palestínskum lækni verið dæmd til dauða fyrir verknaðinn en þau hafa setið í fangelsi í Líbíu í sex ár vegna hans. 7.6.2005 00:01 Reyni að hylma yfir fjöldamorð Bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sökuðu í dag úsbeksk stjórnvöld um að reyna að hylma yfir fjöldamorð í bænum Andijan í síðasta mánuði, en þar er talið er að mörg hundruð manns hafi fallið fyrir byssukúlum stjórnarhersins í kjölfar mótmæla. Samtökin birtu í dag skýrslu um atburðina Andijan 13. maí síðastliðinn en hún byggist á viðtölum við vitni sem mörg hver flýðu til nágrannaríkisins Kirgisistans í kjölfar uppþotanna. 7.6.2005 00:01 Írar kjósi um stjórnarskrá ESB Írar hyggjast ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins þrátt fyrir að Hollendingar og Frakkar hafi hafnað honum. Frá þessu greinid Dermot Ahern, utanríkisráðherra landsins, í dag. Írar hafa þó ekki ákveðið hvenær kosið verður um sáttmálann en utanríkisráðherrann sagði að hægt væri að breyta honum í ljósi niðurstöðunnar í Frakklandi og Hollandi. 7.6.2005 00:01 Pinochet sæti fjársvikaákæru Áfrýjunardómstóll í Chile hefur svipt Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, friðhelgi þannig að hægt verði að sækja hann til saka fyrir skattsvik og annars konar fjármálamisferli. 7.6.2005 00:01 Mannskætt umferðarslys í Úganda Að minnsta kosti 30 ferðmenn frá Rúanda létust þegar rúta á leið til Kenía og flutningabíll rákust saman í suðurhluta Úganda í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu á svæðinu að 20 hafi lifað slysið af en að meirihluti þeirra sé mjög alvarlega slasaður. Tildrög slyssins eru ókunn en vegarkerfið í Úganda er sagt mjög bágborið. 7.6.2005 00:01 Níræð kona barði þjóf Katherine Woodworth, 91 árs gömul kona, barði töskuþjóf með innkaupapoka sínum og hrakti á endanum á flótta á bílastæði verslunar í Toledo í Bandaríkjunum um helgina. "Ég var ekki með heyrnartækið og vissi í fyrstu ekki hvað hann sagði," sagði hún. 7.6.2005 00:01 Sýkna í pyntingarmáli í Líbíu Níu líbískir lögreglumenn og einn læknir voru í gær sýknaðir af ákæru um að hafa náð fram með pyntingum játningu fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna. Þær voru sakaðar um að hafa viljandi smitað 430 börn með alnæmisvírusnum og voru ásamt palestínskum lækni dæmd til dauða. 7.6.2005 00:01 Kínverjar ritskoða bloggsíður Stjórnvöld í Kína hyggjast taka upp sérstakt eftirlit með bloggsíðum og umræðuvefjum. Opinberrar skráningar vefsíðna hefur lengi verið krafist í Kína. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu nú ákveðið að bloggsíður skyldu einnig lúta ríkisvaldi. 7.6.2005 00:01 Fordæmdi hjónabönd samkynhneigðra Hjónabönd samkynhneigðra eru gervihjónabönd, fóstureyðingar á að banna og takmarkanir skulu vera á frjósemisaðgerðum. Þannig hljóma skilaboð páfa til heimsbyggðarinnar. 7.6.2005 00:01 Ákært fyrir fjöldamorðin í Dujail Fjöldamorð á íbúum smábæjarins Dujail í Írak verður fyrsti ákæruliðurinn sem tekinn verður fyrir í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta. Fastlega er búist við að réttarhöldin hefjist innan tveggja mánaða. 7.6.2005 00:01 Fjöldabrúðkaup í Aceh-héraði Mikil hátíðahöld voru í flóttamannabúðum í Aceh-héraði í Indónesíu í gær, þegar tuttugu og þrjú pör, á aldrinum 22 til 63 ára, gengu í það heilaga. 7.6.2005 00:01 Blair fer til fundar við Bush Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flaug til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Meðal þess sem efst verður á dagskrá viðræðna þeirra eru útgjöld til þróunarmála í Austur-Afríku, en Blair er í mikið í mun að eyða ágreiningi um það mál áður en leiðtogafundur G8-hópsins hefst í Skotlandi síðar í þessum mánuði. 7.6.2005 00:01 Vilja að trúarleiðtogar hafi áhrif Trúrækni skilur á milli Bandaríkjamanna og sumra af nánustu bandamönnum þeirra. Bandaríkjamenn eru mun afdráttarlausari í trú sinni á guð og styðja það að blanda saman trúarbrögðum og stjórnmálum í mun ríkari mæli en fólk í öðrum löndum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem AP-fréttastofan lét gera. 7.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mótmælin í Bólivíu halda áfram Þrátt fyrir að forseti Bólivíu, Carlos Mesa, hafi sagt af sér í gær eftir að hafa gegnt embætti í aðeins 19 mánuði halda mótmæli í landinu áfram. Fólkið krefst þjóðnýtingar á gasiðnaði í landinu en því var Mesa mótfallinn. 8.6.2005 00:01
25 þúsund manns sagt upp hjá GM Bandaríski bílaframleiðslurisinn General Motors hyggst segja upp 25 þúsund manns í Bandaríkjunum fyrir árið 2008 og ætlar fyrirtækið jafnframt að loka nokkrum verksmiðjum sínum fyrir þann tíma. Í dag starfa um 111 þúsund manns hjá fyrirtækinu. 8.6.2005 00:01
Tillaga um vítur á Barroso felld Evrópuþingið felldi í dag tillögu um vítur á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, fyrir að fara í siglingu á snekkju grísks auðjöfurs. 589 greiddu atkvæði gegn henni en aðeins þrjátíu og fimm með, auk þess sem þrjátíu og fimm sátu hjá. 8.6.2005 00:01
Ungum sagt upp fyrst Það eru ungu starfsmennirnir, ekki þeir eldri, sem fyrstir fá uppsagnarbréf þegar dönsk fyrirtæki draga saman seglin eða flytja starfsemi til annarra landa. Þetta kemur fram í nýrri könnun danska atvinnumálaráðuneytisins. 8.6.2005 00:01
Heilu þorpin þurrkuð út Enn heldur áfram að rigna í mið- og suðurhluta Kína og hafa flóð þurrkað út heilu þorpin síðan á föstudag. Alls hafa um 200 manns látist vegna flóðanna en nú gengur yfir rigningartímabil í landinu. 8.6.2005 00:01
Fjölskylda finnst látin í Moskvu Lögreglan í Moskvu fann lík fjögurra manna fjölskyldu í íbúð í fjölbýlishúsi þegar hún réðist þar til inngöngu eftir kvartanir frá nágrönnum um að þau hefðu ekki greitt hita- og rafmagnsreikninga í tvö ár. Það undarlega er þó að fólkið hafði allt látist á mismunandi tíma. 8.6.2005 00:01
Hveitipokaveggur í París Franskir bændur fjölmenntu í miðborg Parísar í dag og byggðu vegg úr hveitipokum til að þrýsta á nýju ríkisstjórnina um breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Þeir segja stefnu sambandsins leiða til alltof lágs verðs á kornmarkaðnum og notuðu því fimm tonn af hveitipokum til að leggja áherslu á mál sitt. 8.6.2005 00:01
Kveikt í bíl ráðherrans Kveikt var í bíl danska innflytjendaráðherrans Rikke Hvilshøj í Hróarskeldu í fyrrinótt. Bíllinn sjálfur er gjörónýtur auk þess sem bruninn olli nokkrum skemmdum á húsi ráðherrans. Ráðherran og fjölskylda hennar slapp þó án þess að verða fyrir meiðslum. 8.6.2005 00:01
Skotinn úr bíl á ferð 37 ára gamall maður var skotinn utan við leikskóla í Helsingjaborg í Suður-Svíþjóð um helgina. Komu skotin úr Audi-bifreið sem ók hjá. Vitni tók niður bílnúmerið og leiddi það lögreglu á spor hins grunaða, sem er góðkunningi lögreglunnar. Það er fórnarlambið reyndar einnig og er talið líklegt að mennirnir þekkist. 8.6.2005 00:01
Tugir skotnir í Eþíópíu í gær Að minnsta kosti tuttugu og tveir létust í skothríð öryggissveita eþíópísku ríkisstjórnarinnar í höfuðborginni Addis Ababa í gær. 8.6.2005 00:01
CIA endurskoðar öryggiskröfur Stjórnendur CIA eru nú að endurskoða strangar öryggiskröfur sem gerðar eru til túlka og þýðenda sem ráðnir eru til starfa hjá stofnuninni. Leyniþjónustuna bráðvantar arabískumælandi fólk en þarf að hafna mjög mörgum umsækjendum vegna þess að þeir eru börn innflytjenda, svonefnd fyrsta kynslóð, og eiga því iðulega fjölmarga ættingja í löndum sem ekki eru hátt skrifuð hjá Bandaríkjastjórn. 8.6.2005 00:01
Fjölmiðlaeinokun aflétt? Sýrlensk yfirvöld lýstu því yfir í dag að til greina kæmi að aflétta einokun Baath-flokksins á fjölmiðlum. Ríkið á nú og rekur þrjú dagblöð á arabísku, eitt sem kemur út á ensku, einu sjónvarpsstöðina og einu útvarpsstöðina sem leyft er að útvarpa pólitísku efni. 8.6.2005 00:01
Ráðherrar gefa 2/3 mánaðarlauna Ráðherrarnir í ríkisstjórn Afríkuríkisins Níger hafa lofað að gefa tvo þriðju mánaðarlauna sinna til hungraðra í landinu. Það eru um sextíu og fimm þúsund krónur. Forsætisráðherrann ætlar að gefa tvöfalda þá upphæð. 8.6.2005 00:01
Birgðastöðvum lokað í Noregi Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs rituðu á miðvikudag undir samkomulag þess efnis að herstöðvum sem geyma birgðir fyrir Bandaríkjaher verði fækkað úr fimm í tvær. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir því að breytingar megi gera á tegund vopnanna og birgðanna sem geymdar eru í landinu fyrir flotadeild Bandaríkjahers. 8.6.2005 00:01
Fundu óþekkt sönglag Bachs Fundið er í Þýskalandi áður óþekkt aría eftir Jóhann Sebastían Bach. Sagnfræðingar fundu nóturnar innan um bókasafnspappíra í borginni Weimar í Austur-Þýskalandi, að því er fram kom í tilkynningu á vef Bach-safnsins í Leipzig í gær. 8.6.2005 00:01
Tveir hermenn felldir í Afganistan Tveir bandarískir hermenn dóu og átta særðust í sprengjuvörpuárás á herstöð í austurhluta Afganistans í gær, að því er fram kom í tilkynningu Bandaríkjahers. Herstöðin er í austurhluta Paktika-héraðs, nærri landamærum Pakistans. 8.6.2005 00:01
Upptök hermannaveiki fundin Uppruni hermannaveikifaraldurs í Noregi sem orðið hefur 10 manns að aldurtila og yfir 50 hafa sýkst af hefur verið rakinn til efnaverksmiðju í suðausturhluta landsins. Rannsókn leiddi í ljós að Legionella bakteríuna var að finna í loftræstikerfi Borregaard verksmiðjunnar í borginni Sarpsborg. 8.6.2005 00:01
Fullnægingarvandi bundinn erfðum Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið út að fullnægingarvandi kvenna kunni að tengjast erfðum. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá rannsókn tveggja vísindamanna á 4.000 kvenkyns tvíburum á aldrinum 19 til 83 ára sem leiðir í ljós að fullnæging kvenna er ekki einvörðungu tengd sálarlífi og félagslegum þáttum líkt og sumir hafa haldið fram. 8.6.2005 00:01
Blair hótar ESB neitunarvaldi Breski forsætisráðherrann Tony Blair varaði við því í gær að Bretar myndu beita neitunarvaldi gegn næsta fjárlagaramma Evrópusambandsins ef hin ESB-ríkin munu standa fast á þeirri kröfu að Bretar gefi eftir endurgreiðslu sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því að Margaret Thatcher samdi um hana árið 1984. 8.6.2005 00:01
Tölvuþrjótur laus gegn tryggingu Gary McKinnon, 39 ára gamall Breti sem sakaður er um að hafa brotist inn í 53 tölvur Bandaríkjahers, varnarmálaráðuneytis og Varnarmálaskrifstofu Bandaríkjanna (Pentagon), auk Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar (NASA) á árunum 2001 og 2002, var í gær látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa verið dreginn fyrir dómara. 8.6.2005 00:01
Bættar horfur á friði í Darfur Evrópusambandið hyggst gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða við að sátta- og friðargæsluverkefni Afríkusambandsins (AU) í Darfur í Súdan skili áþreifanlegum árangri. Þetta sagði Sten Rylander, sérlegur sáttasemjari á vegum Evrópusambandsins í Darfur, í samtali við Fréttablaðið. 8.6.2005 00:01
Lífi dansks ráðherra ógnað Ráðherra innflytjendamála í Danmörku segist vera bæði slegin og reið eftir að kveikt var í bíl hennar og íbúðarhúsi snemma í morgun. Óþekkt samtök segjast vera að refsa Dönum fyrir kynþáttahatur. 8.6.2005 00:01
Kennedy leitaði lausnar Nýbirt skjöl sýna að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, reyndi að finna diplómatíska lausn á Víetnamstríðinu með leynilegum samningaviðræðum við Rússa og Norður-Víetnama. 8.6.2005 00:01
Kalt í Evrópu Þótt júní sé genginn í garð þá er kalt í Evrópu. Þegar íbúar í austurrísku Ölpunum vöknuðu í gærmorgun blasti við þeim fjörtíu sentímetra jafnfallinn snjór. 8.6.2005 00:01
Aukin framlög vegna neyðar Búist er við að George Bush Bandaríkjaforseti tilkynni í dag um ríflega 43 milljarða króna framlag til neyðaraðstoðar í Afríkuríkjum eftir að hafa blásið á hugmyndir breska stjórnvalda um að afskrifa skuldir ríkjanna. 7.6.2005 00:01
Nítján látnir í árásum í Írak Ekkert lát er á ofbeldisverkum uppreisnarmanna í Írak sem þó er svarað af fullri hörku af herflota bandamanna í landinu. Á fáeinum mínútum létust að minnsta kosti nítján í fjórum árásum uppreisnarmanna í norðurhluta landsins í morgun. Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við herstöð Bandaríkjamanna, við írakska herstöð, við markað og við landamærastöð. 7.6.2005 00:01
Hálshöggnir fyrir morð Tveir Jemenar voru í dag teknir af lífi í Sádi-Arabíu fyrir að hafa drepið konu. Mennirnir voru hálshöggnir í Asir-héraði í suðurhluta landsins en þeir voru sakfelldir fyrir að hafa bundið konuna og kyrkt hana í ránsferð inn á heimili hennar. Alls hafa 44 verið teknir af lífi í arabaríkinu það sem af er árinu, fjórum fleiri en allt árið í fyrra. 7.6.2005 00:01
Lúxemborgarar tekjuhæstir í Evrópu Lúxemborgarar eru tekjuhæstir Evrópubúa og gnæfa yfir önnur Evrópulönd þegar þjóðarframleiðsla á mann er metin. Samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar var þjóðarframleiðsla á hvern íbúa Lúxemborgar árið 2004 ríflega tvöfalt meiri en að jafnaði í ríkjum Evrópusambandsins. 7.6.2005 00:01
Norðmenn fagna sambandsslitum Norðmenn fagna því í dag, 7. júní, að nákvæmlega hundrað ár eru liðin frá því norska Stórþingið samþykkti formlega sambandsslitin við Svíþjóð. Mikið er um hátíðarhöld í Osló, höfuðborg Noregs, í tilefni af tímamótunum og fara meðal annars fram stórtónleikar helstu hljómsveita og listamanna landsins á torginu fyrir framan ráðhús borgarinnar. 7.6.2005 00:01
Fjölbýlishús hrynur í Egyptalandi Lítið barn lét lífið þegar íbúðarblokk hrundi til grunna í borginni Alexandríu í Egyptalandi í dag. Óttast er að fleiri hafi farist og séu grafnir undir húsarústunum, en sextán manns slösuðust. Byggingin sem hrundi var upprunalega þriggja hæða en að sögn lögerglunnar í Alexandríu hafði aukahæðum verið bætt við hana án tilskilinna byggingaleyfa. 7.6.2005 00:01
Sýknaðir af ákæru um pyntingar Líbískur dómstóll sýknaði í dag níu lögreglumenn og lækni sem sakaðir voru um að þvinga fimm búlgarskar hjúkrunarkonur til þess að játa að hafa að þær hefðu viljandi smitað á fimmta hundrað barna af HIV-veirunni á sjúkrahúsi í Líbíu. Hjúkrunarkonurnar hafa ásamt palestínskum lækni verið dæmd til dauða fyrir verknaðinn en þau hafa setið í fangelsi í Líbíu í sex ár vegna hans. 7.6.2005 00:01
Reyni að hylma yfir fjöldamorð Bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sökuðu í dag úsbeksk stjórnvöld um að reyna að hylma yfir fjöldamorð í bænum Andijan í síðasta mánuði, en þar er talið er að mörg hundruð manns hafi fallið fyrir byssukúlum stjórnarhersins í kjölfar mótmæla. Samtökin birtu í dag skýrslu um atburðina Andijan 13. maí síðastliðinn en hún byggist á viðtölum við vitni sem mörg hver flýðu til nágrannaríkisins Kirgisistans í kjölfar uppþotanna. 7.6.2005 00:01
Írar kjósi um stjórnarskrá ESB Írar hyggjast ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins þrátt fyrir að Hollendingar og Frakkar hafi hafnað honum. Frá þessu greinid Dermot Ahern, utanríkisráðherra landsins, í dag. Írar hafa þó ekki ákveðið hvenær kosið verður um sáttmálann en utanríkisráðherrann sagði að hægt væri að breyta honum í ljósi niðurstöðunnar í Frakklandi og Hollandi. 7.6.2005 00:01
Pinochet sæti fjársvikaákæru Áfrýjunardómstóll í Chile hefur svipt Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, friðhelgi þannig að hægt verði að sækja hann til saka fyrir skattsvik og annars konar fjármálamisferli. 7.6.2005 00:01
Mannskætt umferðarslys í Úganda Að minnsta kosti 30 ferðmenn frá Rúanda létust þegar rúta á leið til Kenía og flutningabíll rákust saman í suðurhluta Úganda í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu á svæðinu að 20 hafi lifað slysið af en að meirihluti þeirra sé mjög alvarlega slasaður. Tildrög slyssins eru ókunn en vegarkerfið í Úganda er sagt mjög bágborið. 7.6.2005 00:01
Níræð kona barði þjóf Katherine Woodworth, 91 árs gömul kona, barði töskuþjóf með innkaupapoka sínum og hrakti á endanum á flótta á bílastæði verslunar í Toledo í Bandaríkjunum um helgina. "Ég var ekki með heyrnartækið og vissi í fyrstu ekki hvað hann sagði," sagði hún. 7.6.2005 00:01
Sýkna í pyntingarmáli í Líbíu Níu líbískir lögreglumenn og einn læknir voru í gær sýknaðir af ákæru um að hafa náð fram með pyntingum játningu fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna. Þær voru sakaðar um að hafa viljandi smitað 430 börn með alnæmisvírusnum og voru ásamt palestínskum lækni dæmd til dauða. 7.6.2005 00:01
Kínverjar ritskoða bloggsíður Stjórnvöld í Kína hyggjast taka upp sérstakt eftirlit með bloggsíðum og umræðuvefjum. Opinberrar skráningar vefsíðna hefur lengi verið krafist í Kína. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu nú ákveðið að bloggsíður skyldu einnig lúta ríkisvaldi. 7.6.2005 00:01
Fordæmdi hjónabönd samkynhneigðra Hjónabönd samkynhneigðra eru gervihjónabönd, fóstureyðingar á að banna og takmarkanir skulu vera á frjósemisaðgerðum. Þannig hljóma skilaboð páfa til heimsbyggðarinnar. 7.6.2005 00:01
Ákært fyrir fjöldamorðin í Dujail Fjöldamorð á íbúum smábæjarins Dujail í Írak verður fyrsti ákæruliðurinn sem tekinn verður fyrir í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta. Fastlega er búist við að réttarhöldin hefjist innan tveggja mánaða. 7.6.2005 00:01
Fjöldabrúðkaup í Aceh-héraði Mikil hátíðahöld voru í flóttamannabúðum í Aceh-héraði í Indónesíu í gær, þegar tuttugu og þrjú pör, á aldrinum 22 til 63 ára, gengu í það heilaga. 7.6.2005 00:01
Blair fer til fundar við Bush Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flaug til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Meðal þess sem efst verður á dagskrá viðræðna þeirra eru útgjöld til þróunarmála í Austur-Afríku, en Blair er í mikið í mun að eyða ágreiningi um það mál áður en leiðtogafundur G8-hópsins hefst í Skotlandi síðar í þessum mánuði. 7.6.2005 00:01
Vilja að trúarleiðtogar hafi áhrif Trúrækni skilur á milli Bandaríkjamanna og sumra af nánustu bandamönnum þeirra. Bandaríkjamenn eru mun afdráttarlausari í trú sinni á guð og styðja það að blanda saman trúarbrögðum og stjórnmálum í mun ríkari mæli en fólk í öðrum löndum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem AP-fréttastofan lét gera. 7.6.2005 00:01