Blair hótar ESB neitunarvaldi 8. júní 2005 00:01 Fyrst stjórnarskrársáttmálinn og nú fjárlögin? Breski forsætisráðherrann Tony Blair varaði við því í gær að Bretar myndu beita neitunarvaldi gegn næsta fjárlagaramma Evrópusambandsins ef hin ESB-ríkin munu standa fast á þeirri kröfu að Bretar gefi eftir endurgreiðslu sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því að Margaret Thatcher samdi um hana árið 1984. Hótun Blairs setur sambandið í enn meiri vanda eftir að bæði franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskrársáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslum í síðustu viku. Til stendur að leggja endanleg drög að fjárlagaramma ESB á tímabilinu 2007-2013 á leiðtogafundi í næstu viku, Milljarða-endurgreiðslurnar sem Bretar fá með þessum hætti eru þyrnir í augum ráðamanna í meginlandsríkjum ESB. Þeir telja þær vera tímaskekkju og tákn um að Bretar telji sig ekki eiga fulla samleið með meginlandinu. Gerhard Schröder Þýskalandskanslari lýsti vonbrigðum með afstöðu Bretlandsstjórnar. "Allir verða að hreyfa sig," sagði hann og knúði á um að samningum um fjárlagarammann 2007-2013 verði lokið án tafar. Evrópuþingið ályktaði í gær að miða skyldi fjárlög ESB á þessu tímabili við 1,07 prósent af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna. Þessi tala er mitt á milli þeirra 1,14 prósenta sem framkvæmdastjórn ESB leggur til og þess 1 prósents sem þau sex aðildarríki, sem mest greiða í sjóði ESB, hafa lagt til. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fyrst stjórnarskrársáttmálinn og nú fjárlögin? Breski forsætisráðherrann Tony Blair varaði við því í gær að Bretar myndu beita neitunarvaldi gegn næsta fjárlagaramma Evrópusambandsins ef hin ESB-ríkin munu standa fast á þeirri kröfu að Bretar gefi eftir endurgreiðslu sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því að Margaret Thatcher samdi um hana árið 1984. Hótun Blairs setur sambandið í enn meiri vanda eftir að bæði franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskrársáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslum í síðustu viku. Til stendur að leggja endanleg drög að fjárlagaramma ESB á tímabilinu 2007-2013 á leiðtogafundi í næstu viku, Milljarða-endurgreiðslurnar sem Bretar fá með þessum hætti eru þyrnir í augum ráðamanna í meginlandsríkjum ESB. Þeir telja þær vera tímaskekkju og tákn um að Bretar telji sig ekki eiga fulla samleið með meginlandinu. Gerhard Schröder Þýskalandskanslari lýsti vonbrigðum með afstöðu Bretlandsstjórnar. "Allir verða að hreyfa sig," sagði hann og knúði á um að samningum um fjárlagarammann 2007-2013 verði lokið án tafar. Evrópuþingið ályktaði í gær að miða skyldi fjárlög ESB á þessu tímabili við 1,07 prósent af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna. Þessi tala er mitt á milli þeirra 1,14 prósenta sem framkvæmdastjórn ESB leggur til og þess 1 prósents sem þau sex aðildarríki, sem mest greiða í sjóði ESB, hafa lagt til.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira