Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 20:49 Sigurður Ingi segir það augljóst að ekki sé verið að framfylgja lögunum miðað við að leigubílaástand hafi komið upp um ári eftir að lögin voru sett. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum. „Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“ Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“
Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira