Fleiri fréttir Khodorkovsky í níu ára fangelsi Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky, eigandi Yukos-olíurisans, var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir stundu. Málaferlin virðast því loks vera að taka enda eftir sífelldar frestanir. 31.5.2005 00:01 Hollendingar fylgi ekki Frökkum Fylgjendur stjórnarskrár Evrópusambandsins í Hollandi hvetja nú landa sína til að fylgja ekki Frökkum eftir og samþykkja nýja stjórnarskrá á morgun þegar þjóðin kýs um hana. Skoðanakannanir benda þó allar til að um sextíu prósent landsmanna muni hafna henni. 31.5.2005 00:01 Raffarin sagði af sér Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér. Hann afhenti Jacques Chirac forseta afsögn sína fyrir stundu. Chirac hefur tilnefnt Dominique de Villepin sem eftirmann Raffarins en afsögn hans kemur í kjölfar þess að Frakkar kolfelldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í fyrradag. 31.5.2005 00:01 Fimm létust í Pakistan Að minnsta kosti fimm létust og tugir særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í borginni Karachi í Pakistan í gærkvöld. Sprengjutilræðið átti sér stað í miðri bænastund í mosku sjíta-múslima. 31.5.2005 00:01 Tveir látnir hið minnsta Að minnsta kosti tveir írakskir hermenn létust er bílsprengja sprakk í bænum Baquba í morgun. Þá særðust að minnsta kosti níu í árásinni. 31.5.2005 00:01 Al-Zarqawi segist við hestaheilsu Leiðtogi al-Qaida, Abu Musab al-Zarqawi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sé við hestaheilsu eftir að hafa særst lítillega í bardaga við bandaríska hermenn í Írak. Ekki hefur verið staðfest að yfirlýsingin sé í raun frá honum sjálfum. 31.5.2005 00:01 Ítölsk herþyrla hrapaði; 4 létust Ítölsk herþyrla hrapaði nálægt borginni Nassiriya í Írak í morgun með þeim afleiðingum að fjórir hermenn létust. Ástæður slyssins eru enn ókunnar en þetta er þriðja þyrlan sem hrapar í landinu á einni viku. 31.5.2005 00:01 Sprenging í eldfjallinu Eldfjall í vesturhluta Mexíkó heldur áfram að gjósa en sprenging varð á fjórða tímanum í morgun að íslenskum tíma sem varð til þess að aska, reykur og grjót þeyttust allt að fimm kílómetra upp í loftið. Sprenging þessi var öflugri en sú sem varð fyrr í mánuðinum. 31.5.2005 00:01 Krókódíll í fjölskyldusundlauginni Bandarísk fjölskylda fékk óvænta og óþægilega heimsókn svo ekki sé meira sagt í sumarhús þeirra í Suður-Flórída í gær þegar krókódíll ákvað að fá sér sundsprett í sundlaug þeirra í bakgarði hússins. 31.5.2005 00:01 Hjálparstarfsmenn handteknir Tveir starfsmenn hjálparsamtakanna „Læknar án landamæra“ hafa verið handteknir í Súdan fyrir að skýra frá því að hundruðum kvenna í Darfur-héraði hafi verið nauðgað. Stjórnvöld í Súdan styðja arabískar vígasveitir sem hafa herjað á svarta íbúa Darfur-héraðs, myrt þúsundir og rekið aðra á flótta. 31.5.2005 00:01 Hungursneyð yfirvofandi í N-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa stefnt milljónum manna úr borgum landsins út í sveitir til þess að vinna á bóndabæjum. Mikil hungursneyð er yfirvofandi í landinu. 31.5.2005 00:01 Vaxandi skotvopnaeign í Osló Lögreglan í Osló hefur miklar áhyggjur af vaxandi beitingu skotvopna í höfuðborginni. Skotvopnum hefur tíu sinnum verið beitt í Osló á síðustu tveimur árum. 31.5.2005 00:01 Mira Markovic úr útlegð Yfirvöld í Serbíu ákváðu í dag að fella niður alþjóðalega handtökuskipun á Miru Markovic, eiginkonu Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, og heimila henni að snúa aftur til Serbíu eftir að hafa verið í útlegð í Rússlandi í tvö ár. 31.5.2005 00:01 Deep Throat fundinn? Bandaríska tímaritið <em>Vanity Fair</em> greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins <em>Washington Post</em> og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. 31.5.2005 00:01 Barsebäck kjarnorkuverinu lokað Sænska kjarnorkuverinu Barsebäck var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þar með lýkur 30 ára sögu þessa umdeilda kjarnorkuvers. 31.5.2005 00:01 Svíar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu Vinstri flokkurinn í Svíþjóð hótar því að hætta stuðningi við ríkisstjórn jafnaðarmanna verði ekki hætt við áform stjórnarinnar um að samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins. 31.5.2005 00:01 Khodorkovskí í níu ára fangelsi Dómsuppkvaðningu yfir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda rússneska olíufyrirtækisins Yukos, var loks lokið í Moskvu í gær, tólf dögum eftir að hún hófst. Var hann dæmdur í níu ára fangelsi og greiðslu hárra sekta. Dómnum verður væntanlega áfrýjað en saksóknari undirbýr nýjar ákærur á hendur Khodorkovskí. 31.5.2005 00:01 Sex látnir úr hermannaveiki Sex eru nú látnir úr hermannaveikinni sem upp kom í Noregi fyrir skömmu. Staðfest hefur verið að banamein manns sem lést 19. maí á Austurvold-sjúkrahúsinu í Friðriksstað var hermannaveiki. 31.5.2005 00:01 Afsögn sveitarstjórans í Ossetíu Sveitarstjórinn í Ossetíu-héraði í Tsjetsjeníu sagði af sér í dag. Hann hafði legið undir miklu ámæli síðan síðastliðið haust eftir að 330 manns létust í gíslatöku í bænum Beslan sem staðsettur er í héraðinu. 31.5.2005 00:01 Villepin í forsætisráðherrastól Jacques Chirac Frakklandsforseti skipaði í gær Dominique de Villepin í embætti forsætisráðherra og fól honum að fara fyrir nýrri ríkisstjórn. Með uppstokkuninni brást Chirac við niðurlægjandi ósigri málstaðar forsetans og stjórnarliða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandins. 31.5.2005 00:01 Prófraun ESB-sáttmála í Hollandi Hollenskir stjórnmálaleiðtogar gerðu í gær lokatilraun til að telja landa sína á að greiða atkvæði með staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. En síðustu skoðanakannanir sem birtar voru fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag bentu til að enn hærra hlutfall hollenskra kjósenda myndi segja "nei" en franskir. 31.5.2005 00:01 Hópslagsmál í réttarsal í Haifa Mikil hópslagsmál brutust út í réttarsal í borginni Haifa í Ísrael um helgina. Tvær fjölskyldur slógust með öllu sem hönd á festi. 31.5.2005 00:01 Fundu bílsprengjuverksmiðjur Írakski herinn hefur handtekið fjölda manna og fundið nokkrar bílsprengjuverksmiðjur í herferð sinni gegn hryðjuverkamönnum í Bagdad. Margir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. 31.5.2005 00:01 Vilja fornleifagarð í stað heimila Borgaryfirvöld í Jerúsalem vilja rífa 88 hús Palestínumanna og reisa þar stóran fornleifagarð. Íbúarnir mótmæla. 31.5.2005 00:01 Chirac réttir fram sáttahönd Jacques Chirac Frakklandsforseti rétti þjóð sinni sáttahönd í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni. 31.5.2005 00:01 Deep Throat gefur sig fram W. Mark Felt, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur viðurkennt að vera hinn dularfulli Deep Throat. 31.5.2005 00:01 Bush vísar gagnrýni Amnesty á bug George W. Bush Bandaríkjaforseti vísar gagnrýni mannréttindasamtakanna Amnesty International á bandarísk stjórnvöld á bug og segir hana fáránlega. 31.5.2005 00:01 Almenningur vill dauðadóm Jalal Talabani, forseti Íraks, lýsti því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær að réttarhöldin yfir Saddam Hussein myndu hefjast innan tveggja mánaðar. 31.5.2005 00:01 Flöskuskeytið bjargaði þeim 86 farþegum á skipi sem reikaði stjórnlaust um Karíbahaf var bjargað í vikunni eftir að flöskuskeyti sem þeir köstuðu útbyrðis fannst á nálægri eyju. 31.5.2005 00:01 Sjíar gengu berserksgang Múgæsing greip um sig í Karachi, stærstu borg Pakistans, eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í sjíamosku. 12 manns liggja í valnum. 31.5.2005 00:01 Stjórnvöld óska skýringa Umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um lekann á geislavirkum vökva í endurvinnslustöðinni í Sellafield í vetur. 31.5.2005 00:01 Kæruleysi að hætti Hómers Simpson Breskir ráðamenn líta lekann á hágeislavirkum efnum í Thorp-kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem uppgötvaðist í apríl mjög alvarlegum augum. Vera má að dagar stöðvarinnar séu taldir. 31.5.2005 00:01 Frakkar höfnuðu stjórnarskránni Frakkar höfnuðu nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær með fimmtíu og fimm prósent atkvæða. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar niðustöður voru tilkynntar. 30.5.2005 00:01 Ekki marklaust plagg Evrópskir leiðtogar hafa lýst því yfir að þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi verið hafnað í Frakklandi eigi önnur Evrópuríki ekki að láta deigan síga og halda ferlinu áfram. Stjórnarskráin sé ekki marklaust plagg. 30.5.2005 00:01 Frestar umræðunni í Noregi Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir niðurstöðuna í Frakklandi fresta umræðunni um inngöngu Noregs í Evrópusambandið. Norðmenn hafa í tvígang hafnað því að sækja um inngöngu í sambandið, 1972 og 1994. 30.5.2005 00:01 21 látinn, 34 særðir Tuttugu og einn týndi lífi og þrjátíu og fjórir særðust í sjálfsmorðsárás í Hilla í Írak í morgun. Tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp, annar þeirra við læknamiðstöð þar sem lögreglumenn fara í læknisskoðun og skömmu síðar sprengdi annar sig upp í hópi lögreglumanna sem safnast höfðu saman til að mómæla lágum launum. 30.5.2005 00:01 Flugskeytaárás á flóttamannabúðir Ísraelski herinn skaut flugskeytum á flóttamannabúðir á Gasasvæðinu í morgun þar sem herskáir Palestínumenn undirbjuggu sprengjuárás á nálæga gyðingabyggð. Þrír Palestínumenn særðust í árásinni. 30.5.2005 00:01 ESB: Óvíst hvað Bretar gera Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku. 30.5.2005 00:01 Fimm særðust í sprengingu í Kabúl Fimm særðust þegar sprengja sprakk í vegkanti í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Fólkið sem særðist var í leigubíl á eftir bifreið sem var full af hermönnum frá NATO og er talið að sprengjan hafi verið ætluð þeim. 30.5.2005 00:01 Kínverjar í hart? Kínverjar segja að ef ekki takist að leysa deilu þeirra við Bandaríkin og Evrópusambandið um innflutning á vefnaðarvörum muni þeir fara með málið fyrir Alþjóða viðskiptastofnunina. 30.5.2005 00:01 Harmleikur í Ohio Sex manns, þar af tvö börn, fundust látin á tveimur sveitabæjum nálægt bænum Bellefontaine í Ohio í gær. Þá fannst kona alvarlega særð að sögn lögreglunnar. Ekki er ljóst hvað gerðist en talið er að einn hinna látnu hafi verið árásarmaðurinn. Málið er í rannsókn. 30.5.2005 00:01 Ekki áhrif á stækkun ESB Talsmaður Evrópusambandsins segir að framkvæmdastjórnin vilji ekki að fall stjórnarskrár sambandsins í kosningunum í Frakklandi í gær hafi áhrif á stækkun þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur gefið í skyn að hann kunni að reka Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. 30.5.2005 00:01 Kona næsti kanslari Þýskalands? Kristilegir demókratar í Þýskalandi tilkynntu í dag að Angela Merkel, formaður flokksins, yrði kanslaraefni þeirra í þingkosningunum sem væntanlega verða haldnar í september. Ef flokkurinn fer með sigur af hólmi verður Merkel fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara í Þýskalandi. 30.5.2005 00:01 Sleppti syni sínum úr gíslingu Faðir fimmtán ára drengs, sem tók hann í gíslingu á barnageðdeild Blekinge-sjúkrahússins í Svíþjóð í gærmorgun og hótaði að kveikja bæði í drengnum og sjálfum sér, hefur nú sleppt syni sínum. 30.5.2005 00:01 Stöðva ekki kjarnorkuáform Írana Fyrrverandi yfirmaður ísraelska flughersins segir að ekki verði hægt að stöðva kjarnorkuáform Írana, en það sé hins vegar hægt að seinka því að þeir smíði kjarnorkusprengjur. 30.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Khodorkovsky í níu ára fangelsi Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky, eigandi Yukos-olíurisans, var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir stundu. Málaferlin virðast því loks vera að taka enda eftir sífelldar frestanir. 31.5.2005 00:01
Hollendingar fylgi ekki Frökkum Fylgjendur stjórnarskrár Evrópusambandsins í Hollandi hvetja nú landa sína til að fylgja ekki Frökkum eftir og samþykkja nýja stjórnarskrá á morgun þegar þjóðin kýs um hana. Skoðanakannanir benda þó allar til að um sextíu prósent landsmanna muni hafna henni. 31.5.2005 00:01
Raffarin sagði af sér Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér. Hann afhenti Jacques Chirac forseta afsögn sína fyrir stundu. Chirac hefur tilnefnt Dominique de Villepin sem eftirmann Raffarins en afsögn hans kemur í kjölfar þess að Frakkar kolfelldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í fyrradag. 31.5.2005 00:01
Fimm létust í Pakistan Að minnsta kosti fimm létust og tugir særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í borginni Karachi í Pakistan í gærkvöld. Sprengjutilræðið átti sér stað í miðri bænastund í mosku sjíta-múslima. 31.5.2005 00:01
Tveir látnir hið minnsta Að minnsta kosti tveir írakskir hermenn létust er bílsprengja sprakk í bænum Baquba í morgun. Þá særðust að minnsta kosti níu í árásinni. 31.5.2005 00:01
Al-Zarqawi segist við hestaheilsu Leiðtogi al-Qaida, Abu Musab al-Zarqawi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sé við hestaheilsu eftir að hafa særst lítillega í bardaga við bandaríska hermenn í Írak. Ekki hefur verið staðfest að yfirlýsingin sé í raun frá honum sjálfum. 31.5.2005 00:01
Ítölsk herþyrla hrapaði; 4 létust Ítölsk herþyrla hrapaði nálægt borginni Nassiriya í Írak í morgun með þeim afleiðingum að fjórir hermenn létust. Ástæður slyssins eru enn ókunnar en þetta er þriðja þyrlan sem hrapar í landinu á einni viku. 31.5.2005 00:01
Sprenging í eldfjallinu Eldfjall í vesturhluta Mexíkó heldur áfram að gjósa en sprenging varð á fjórða tímanum í morgun að íslenskum tíma sem varð til þess að aska, reykur og grjót þeyttust allt að fimm kílómetra upp í loftið. Sprenging þessi var öflugri en sú sem varð fyrr í mánuðinum. 31.5.2005 00:01
Krókódíll í fjölskyldusundlauginni Bandarísk fjölskylda fékk óvænta og óþægilega heimsókn svo ekki sé meira sagt í sumarhús þeirra í Suður-Flórída í gær þegar krókódíll ákvað að fá sér sundsprett í sundlaug þeirra í bakgarði hússins. 31.5.2005 00:01
Hjálparstarfsmenn handteknir Tveir starfsmenn hjálparsamtakanna „Læknar án landamæra“ hafa verið handteknir í Súdan fyrir að skýra frá því að hundruðum kvenna í Darfur-héraði hafi verið nauðgað. Stjórnvöld í Súdan styðja arabískar vígasveitir sem hafa herjað á svarta íbúa Darfur-héraðs, myrt þúsundir og rekið aðra á flótta. 31.5.2005 00:01
Hungursneyð yfirvofandi í N-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa stefnt milljónum manna úr borgum landsins út í sveitir til þess að vinna á bóndabæjum. Mikil hungursneyð er yfirvofandi í landinu. 31.5.2005 00:01
Vaxandi skotvopnaeign í Osló Lögreglan í Osló hefur miklar áhyggjur af vaxandi beitingu skotvopna í höfuðborginni. Skotvopnum hefur tíu sinnum verið beitt í Osló á síðustu tveimur árum. 31.5.2005 00:01
Mira Markovic úr útlegð Yfirvöld í Serbíu ákváðu í dag að fella niður alþjóðalega handtökuskipun á Miru Markovic, eiginkonu Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, og heimila henni að snúa aftur til Serbíu eftir að hafa verið í útlegð í Rússlandi í tvö ár. 31.5.2005 00:01
Deep Throat fundinn? Bandaríska tímaritið <em>Vanity Fair</em> greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins <em>Washington Post</em> og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. 31.5.2005 00:01
Barsebäck kjarnorkuverinu lokað Sænska kjarnorkuverinu Barsebäck var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þar með lýkur 30 ára sögu þessa umdeilda kjarnorkuvers. 31.5.2005 00:01
Svíar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu Vinstri flokkurinn í Svíþjóð hótar því að hætta stuðningi við ríkisstjórn jafnaðarmanna verði ekki hætt við áform stjórnarinnar um að samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins. 31.5.2005 00:01
Khodorkovskí í níu ára fangelsi Dómsuppkvaðningu yfir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda rússneska olíufyrirtækisins Yukos, var loks lokið í Moskvu í gær, tólf dögum eftir að hún hófst. Var hann dæmdur í níu ára fangelsi og greiðslu hárra sekta. Dómnum verður væntanlega áfrýjað en saksóknari undirbýr nýjar ákærur á hendur Khodorkovskí. 31.5.2005 00:01
Sex látnir úr hermannaveiki Sex eru nú látnir úr hermannaveikinni sem upp kom í Noregi fyrir skömmu. Staðfest hefur verið að banamein manns sem lést 19. maí á Austurvold-sjúkrahúsinu í Friðriksstað var hermannaveiki. 31.5.2005 00:01
Afsögn sveitarstjórans í Ossetíu Sveitarstjórinn í Ossetíu-héraði í Tsjetsjeníu sagði af sér í dag. Hann hafði legið undir miklu ámæli síðan síðastliðið haust eftir að 330 manns létust í gíslatöku í bænum Beslan sem staðsettur er í héraðinu. 31.5.2005 00:01
Villepin í forsætisráðherrastól Jacques Chirac Frakklandsforseti skipaði í gær Dominique de Villepin í embætti forsætisráðherra og fól honum að fara fyrir nýrri ríkisstjórn. Með uppstokkuninni brást Chirac við niðurlægjandi ósigri málstaðar forsetans og stjórnarliða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandins. 31.5.2005 00:01
Prófraun ESB-sáttmála í Hollandi Hollenskir stjórnmálaleiðtogar gerðu í gær lokatilraun til að telja landa sína á að greiða atkvæði með staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. En síðustu skoðanakannanir sem birtar voru fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag bentu til að enn hærra hlutfall hollenskra kjósenda myndi segja "nei" en franskir. 31.5.2005 00:01
Hópslagsmál í réttarsal í Haifa Mikil hópslagsmál brutust út í réttarsal í borginni Haifa í Ísrael um helgina. Tvær fjölskyldur slógust með öllu sem hönd á festi. 31.5.2005 00:01
Fundu bílsprengjuverksmiðjur Írakski herinn hefur handtekið fjölda manna og fundið nokkrar bílsprengjuverksmiðjur í herferð sinni gegn hryðjuverkamönnum í Bagdad. Margir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. 31.5.2005 00:01
Vilja fornleifagarð í stað heimila Borgaryfirvöld í Jerúsalem vilja rífa 88 hús Palestínumanna og reisa þar stóran fornleifagarð. Íbúarnir mótmæla. 31.5.2005 00:01
Chirac réttir fram sáttahönd Jacques Chirac Frakklandsforseti rétti þjóð sinni sáttahönd í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni. 31.5.2005 00:01
Deep Throat gefur sig fram W. Mark Felt, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur viðurkennt að vera hinn dularfulli Deep Throat. 31.5.2005 00:01
Bush vísar gagnrýni Amnesty á bug George W. Bush Bandaríkjaforseti vísar gagnrýni mannréttindasamtakanna Amnesty International á bandarísk stjórnvöld á bug og segir hana fáránlega. 31.5.2005 00:01
Almenningur vill dauðadóm Jalal Talabani, forseti Íraks, lýsti því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær að réttarhöldin yfir Saddam Hussein myndu hefjast innan tveggja mánaðar. 31.5.2005 00:01
Flöskuskeytið bjargaði þeim 86 farþegum á skipi sem reikaði stjórnlaust um Karíbahaf var bjargað í vikunni eftir að flöskuskeyti sem þeir köstuðu útbyrðis fannst á nálægri eyju. 31.5.2005 00:01
Sjíar gengu berserksgang Múgæsing greip um sig í Karachi, stærstu borg Pakistans, eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í sjíamosku. 12 manns liggja í valnum. 31.5.2005 00:01
Stjórnvöld óska skýringa Umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um lekann á geislavirkum vökva í endurvinnslustöðinni í Sellafield í vetur. 31.5.2005 00:01
Kæruleysi að hætti Hómers Simpson Breskir ráðamenn líta lekann á hágeislavirkum efnum í Thorp-kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem uppgötvaðist í apríl mjög alvarlegum augum. Vera má að dagar stöðvarinnar séu taldir. 31.5.2005 00:01
Frakkar höfnuðu stjórnarskránni Frakkar höfnuðu nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær með fimmtíu og fimm prósent atkvæða. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar niðustöður voru tilkynntar. 30.5.2005 00:01
Ekki marklaust plagg Evrópskir leiðtogar hafa lýst því yfir að þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi verið hafnað í Frakklandi eigi önnur Evrópuríki ekki að láta deigan síga og halda ferlinu áfram. Stjórnarskráin sé ekki marklaust plagg. 30.5.2005 00:01
Frestar umræðunni í Noregi Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir niðurstöðuna í Frakklandi fresta umræðunni um inngöngu Noregs í Evrópusambandið. Norðmenn hafa í tvígang hafnað því að sækja um inngöngu í sambandið, 1972 og 1994. 30.5.2005 00:01
21 látinn, 34 særðir Tuttugu og einn týndi lífi og þrjátíu og fjórir særðust í sjálfsmorðsárás í Hilla í Írak í morgun. Tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp, annar þeirra við læknamiðstöð þar sem lögreglumenn fara í læknisskoðun og skömmu síðar sprengdi annar sig upp í hópi lögreglumanna sem safnast höfðu saman til að mómæla lágum launum. 30.5.2005 00:01
Flugskeytaárás á flóttamannabúðir Ísraelski herinn skaut flugskeytum á flóttamannabúðir á Gasasvæðinu í morgun þar sem herskáir Palestínumenn undirbjuggu sprengjuárás á nálæga gyðingabyggð. Þrír Palestínumenn særðust í árásinni. 30.5.2005 00:01
ESB: Óvíst hvað Bretar gera Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku. 30.5.2005 00:01
Fimm særðust í sprengingu í Kabúl Fimm særðust þegar sprengja sprakk í vegkanti í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Fólkið sem særðist var í leigubíl á eftir bifreið sem var full af hermönnum frá NATO og er talið að sprengjan hafi verið ætluð þeim. 30.5.2005 00:01
Kínverjar í hart? Kínverjar segja að ef ekki takist að leysa deilu þeirra við Bandaríkin og Evrópusambandið um innflutning á vefnaðarvörum muni þeir fara með málið fyrir Alþjóða viðskiptastofnunina. 30.5.2005 00:01
Harmleikur í Ohio Sex manns, þar af tvö börn, fundust látin á tveimur sveitabæjum nálægt bænum Bellefontaine í Ohio í gær. Þá fannst kona alvarlega særð að sögn lögreglunnar. Ekki er ljóst hvað gerðist en talið er að einn hinna látnu hafi verið árásarmaðurinn. Málið er í rannsókn. 30.5.2005 00:01
Ekki áhrif á stækkun ESB Talsmaður Evrópusambandsins segir að framkvæmdastjórnin vilji ekki að fall stjórnarskrár sambandsins í kosningunum í Frakklandi í gær hafi áhrif á stækkun þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur gefið í skyn að hann kunni að reka Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. 30.5.2005 00:01
Kona næsti kanslari Þýskalands? Kristilegir demókratar í Þýskalandi tilkynntu í dag að Angela Merkel, formaður flokksins, yrði kanslaraefni þeirra í þingkosningunum sem væntanlega verða haldnar í september. Ef flokkurinn fer með sigur af hólmi verður Merkel fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara í Þýskalandi. 30.5.2005 00:01
Sleppti syni sínum úr gíslingu Faðir fimmtán ára drengs, sem tók hann í gíslingu á barnageðdeild Blekinge-sjúkrahússins í Svíþjóð í gærmorgun og hótaði að kveikja bæði í drengnum og sjálfum sér, hefur nú sleppt syni sínum. 30.5.2005 00:01
Stöðva ekki kjarnorkuáform Írana Fyrrverandi yfirmaður ísraelska flughersins segir að ekki verði hægt að stöðva kjarnorkuáform Írana, en það sé hins vegar hægt að seinka því að þeir smíði kjarnorkusprengjur. 30.5.2005 00:01