Bættar horfur á friði í Darfur 8. júní 2005 00:01 Evrópusambandið hyggst gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða við að sátta- og friðargæsluverkefni Afríkusambandsins (AU) í Darfur í Súdan skili áþreifanlegum árangri. Þetta sagði Sten Rylander, sérlegur sáttasemjari á vegum Evrópusambandsins í Darfur, í samtali við Fréttablaðið, en hann flutti erindi á málþingi sem haldið var í Norræna húsinu í tilefni af því að 7. júní voru rétt 100 ár liðin frá sambandsslitum Noregs og Svíþjóðar. Á málþinginu, sem bar yfirskriftina "Norrænt frumkvæði til friðar", var fjallað um þátt Noðurlanda í sáttamiðlun og friðargæslu á átakasvæðum heimsins. Rylander fjallaði í erindi sínu um reynsluna af viðleitni Evrópusambandsins til að miðla málum í Darfur. Rylander hefur starfað í sænsku utanríkisþjónustunni í yfir 30 ár og síðan árið 1979 hefur hann sérhæft sig í málefnum Afríku. Frá því í ágúst 2004 hefur hann starfað sem sérstakur sendiherra Svíþjóðar í Afríkumálum og sem erindreki ESB í Darfur. Auk Rylanders töluðu á málþinginu Erik Solheim, sem síðan árið 2000 hefur starfað sem erindreki Noregs í norrænu friðarmiðlunarnefndinni á Sri Lanka, og Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri íslenska utanríkisráðuneytisins, en hann fjallaði um "íslenska sýn á friðarviðleitni". ESB og NATO ræða verkaskiptingu Bæði ESB og Atlantshafsbandalagið hafa boðið að leggja Afríkusambandinu til loftflutninga og þjálfun hinna 5.000 friðargæsluliða sem það ætlar að senda til Darfur. Stofnanirnar tvær, ESB og NATO, hafa hins vegar ekki enn komið sér endanlega saman um hvor geri hvað. Málið var rætt á varnarmálaráðherrafundi NATO í Brussel fyrir helgina. Þar var samþykkt að NATO myndi sinna þessum liðsflutningum. Bandaríkjastjórn vildi að NATO sæi um þá alla, en að kröfu Frakka mun hluta liðsins vera flogið í nafni ESB. "Aðalatriðið er að aðstoðin sé veitt," sagði þýski utanríkisráðherrann Peter Struck. Ráðherrar ESB munu koma saman í þessari viku og ákveða nánar hvaða aðstoð sambandið muni veita. Brýnt þykir að friðargæsluliðið verði komið á vettvang áður en regntíðin hefst í júlí. Talsmenn NATO hafa sagt að NATO muni aðeins sjá um að koma liðinu til Darfur og aðstoða við að koma upp stjórnstöð fyrir það. Kanadamenn eru eina NATO-þjóðin sem hefur boðið þyrlur til að fljúga friðargæsluliðunum milli staða innan Darfur. Nú þegar eru um 2.700 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins í Darfur. "Ástandið á þessu svæði er hræðilegt, og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur - í samstarfi við aðrar stofnanir, fyrst Evrópusambandið - til að aðstoða Afríkusambandið í viðleitni sinni," hafði AP-fréttastofan eftir Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO. "Við gerum allt sem við getum til að styðja Afríkusambandið í þessu verkefni, fyrst og fremst með fjárframlögum," segir Rylander um aðkomu ESB að Darfur-verkefninu. Að hans sögn er Súdanstjórn nú orðin mun samvinnuþýðari en áður og hann sé bjartsýnn á að takast muni að koma á friði. Á ríði að fá alla málsaðila að samningaborðinu, en ný lota sáttaviðræðna hófst eftir hálfs árs hlé í Abuja í Nígeríu nú um helgina. Þar eru saman komnir fulltrúar súdönsku ríkisstjórnarinnar og uppreisnarhreyfinga Darfurbúa (SLM/A og JEM), auk sáttasemjara, þar á meðal Rylander fyrir hönd Evrópusambandsins. Tvær milljónir flóttamanna Átökin í Darfur blossuðu upp árið 2003 er uppreisnarmenn gripu til vopna gegn því sem þeir sögðu áralanga mismunun stjórnvalda gegn súdönskum blökkumönnum. Ríkisstjórnin í Khartoum er sökuð um að hafa brugðist við með því að beita stjórnarhernum með miskunnarlausum hætti (með "sviðinni jörð") til að bæla niður uppreisnina og nýtt sér við þetta verk aðstoð arabískra vígamanna (svonefndra djandjavíd-sveita). Minnst 180.000 manns eru sagðir hafa fallið í valinn - margir úr vosbúð og vannæringu - og um tvær milljónir flúið heimili sín. Flóttafólkið er nú ýmist á vergangi innan landamæranna eða í flóttamannabúðum handan þeirra, aðallega í Tsjad. Fyrir mikinn alþjóðlegan þrýsting endaði með því í fyrra að ríkisstjórnin greip til þess ráðs að fyrirskipa stjórnarhernum að ráðast gegn djandjavíd-sveitunum, sem áður höfðu reyndar verið innlimaðar í herinn, í því skyni að binda enda á blóðsúthellingarnar í Darfur. Ríkisstjórnin hét því um mitt ár í fyrra að afvopna djandjavíd-sveitirnar, en lítið hefur frést af því hvernig því heiti hefur verið fylgt eftir. Eitt helsta vandamálið við sáttaviðræðurnar er að sögn Rylanders að fulltrúar helstu uppreisnarhreyfinganna í Darfur hafa mjög litla reynslu af þátttöku í slíkum viðræðum. Því sé þeim mun mikilvægara að miðlunaraðilar með góð tengsl, bæði við uppreisnarmenn sem og ríkisstjórnina í Khartoum, komi að viðræðunum. Bandaríkjamenn hafi góð tengsl við uppreisnarmennina og í aðstöðu til að beita Súdanstjórn þrýstingi, eins séu ýmis ESB-lönd í góðum tengslum við stjórnina og jafnframt í aðstöðu til að beita hana þrýstingi. Vonir standi til að þetta skili á endanum samkomulagi sem tryggi varanlegan frið á svæðinu og geri flóttafólkinu kleift að snúa aftur til síns heima. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Evrópusambandið hyggst gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða við að sátta- og friðargæsluverkefni Afríkusambandsins (AU) í Darfur í Súdan skili áþreifanlegum árangri. Þetta sagði Sten Rylander, sérlegur sáttasemjari á vegum Evrópusambandsins í Darfur, í samtali við Fréttablaðið, en hann flutti erindi á málþingi sem haldið var í Norræna húsinu í tilefni af því að 7. júní voru rétt 100 ár liðin frá sambandsslitum Noregs og Svíþjóðar. Á málþinginu, sem bar yfirskriftina "Norrænt frumkvæði til friðar", var fjallað um þátt Noðurlanda í sáttamiðlun og friðargæslu á átakasvæðum heimsins. Rylander fjallaði í erindi sínu um reynsluna af viðleitni Evrópusambandsins til að miðla málum í Darfur. Rylander hefur starfað í sænsku utanríkisþjónustunni í yfir 30 ár og síðan árið 1979 hefur hann sérhæft sig í málefnum Afríku. Frá því í ágúst 2004 hefur hann starfað sem sérstakur sendiherra Svíþjóðar í Afríkumálum og sem erindreki ESB í Darfur. Auk Rylanders töluðu á málþinginu Erik Solheim, sem síðan árið 2000 hefur starfað sem erindreki Noregs í norrænu friðarmiðlunarnefndinni á Sri Lanka, og Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri íslenska utanríkisráðuneytisins, en hann fjallaði um "íslenska sýn á friðarviðleitni". ESB og NATO ræða verkaskiptingu Bæði ESB og Atlantshafsbandalagið hafa boðið að leggja Afríkusambandinu til loftflutninga og þjálfun hinna 5.000 friðargæsluliða sem það ætlar að senda til Darfur. Stofnanirnar tvær, ESB og NATO, hafa hins vegar ekki enn komið sér endanlega saman um hvor geri hvað. Málið var rætt á varnarmálaráðherrafundi NATO í Brussel fyrir helgina. Þar var samþykkt að NATO myndi sinna þessum liðsflutningum. Bandaríkjastjórn vildi að NATO sæi um þá alla, en að kröfu Frakka mun hluta liðsins vera flogið í nafni ESB. "Aðalatriðið er að aðstoðin sé veitt," sagði þýski utanríkisráðherrann Peter Struck. Ráðherrar ESB munu koma saman í þessari viku og ákveða nánar hvaða aðstoð sambandið muni veita. Brýnt þykir að friðargæsluliðið verði komið á vettvang áður en regntíðin hefst í júlí. Talsmenn NATO hafa sagt að NATO muni aðeins sjá um að koma liðinu til Darfur og aðstoða við að koma upp stjórnstöð fyrir það. Kanadamenn eru eina NATO-þjóðin sem hefur boðið þyrlur til að fljúga friðargæsluliðunum milli staða innan Darfur. Nú þegar eru um 2.700 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins í Darfur. "Ástandið á þessu svæði er hræðilegt, og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur - í samstarfi við aðrar stofnanir, fyrst Evrópusambandið - til að aðstoða Afríkusambandið í viðleitni sinni," hafði AP-fréttastofan eftir Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO. "Við gerum allt sem við getum til að styðja Afríkusambandið í þessu verkefni, fyrst og fremst með fjárframlögum," segir Rylander um aðkomu ESB að Darfur-verkefninu. Að hans sögn er Súdanstjórn nú orðin mun samvinnuþýðari en áður og hann sé bjartsýnn á að takast muni að koma á friði. Á ríði að fá alla málsaðila að samningaborðinu, en ný lota sáttaviðræðna hófst eftir hálfs árs hlé í Abuja í Nígeríu nú um helgina. Þar eru saman komnir fulltrúar súdönsku ríkisstjórnarinnar og uppreisnarhreyfinga Darfurbúa (SLM/A og JEM), auk sáttasemjara, þar á meðal Rylander fyrir hönd Evrópusambandsins. Tvær milljónir flóttamanna Átökin í Darfur blossuðu upp árið 2003 er uppreisnarmenn gripu til vopna gegn því sem þeir sögðu áralanga mismunun stjórnvalda gegn súdönskum blökkumönnum. Ríkisstjórnin í Khartoum er sökuð um að hafa brugðist við með því að beita stjórnarhernum með miskunnarlausum hætti (með "sviðinni jörð") til að bæla niður uppreisnina og nýtt sér við þetta verk aðstoð arabískra vígamanna (svonefndra djandjavíd-sveita). Minnst 180.000 manns eru sagðir hafa fallið í valinn - margir úr vosbúð og vannæringu - og um tvær milljónir flúið heimili sín. Flóttafólkið er nú ýmist á vergangi innan landamæranna eða í flóttamannabúðum handan þeirra, aðallega í Tsjad. Fyrir mikinn alþjóðlegan þrýsting endaði með því í fyrra að ríkisstjórnin greip til þess ráðs að fyrirskipa stjórnarhernum að ráðast gegn djandjavíd-sveitunum, sem áður höfðu reyndar verið innlimaðar í herinn, í því skyni að binda enda á blóðsúthellingarnar í Darfur. Ríkisstjórnin hét því um mitt ár í fyrra að afvopna djandjavíd-sveitirnar, en lítið hefur frést af því hvernig því heiti hefur verið fylgt eftir. Eitt helsta vandamálið við sáttaviðræðurnar er að sögn Rylanders að fulltrúar helstu uppreisnarhreyfinganna í Darfur hafa mjög litla reynslu af þátttöku í slíkum viðræðum. Því sé þeim mun mikilvægara að miðlunaraðilar með góð tengsl, bæði við uppreisnarmenn sem og ríkisstjórnina í Khartoum, komi að viðræðunum. Bandaríkjamenn hafi góð tengsl við uppreisnarmennina og í aðstöðu til að beita Súdanstjórn þrýstingi, eins séu ýmis ESB-lönd í góðum tengslum við stjórnina og jafnframt í aðstöðu til að beita hana þrýstingi. Vonir standi til að þetta skili á endanum samkomulagi sem tryggi varanlegan frið á svæðinu og geri flóttafólkinu kleift að snúa aftur til síns heima.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira