Fleiri fréttir Tafir á flugi vegna verkfalls Flug bæði frestaðist og var aflýst á Ítalíu í dag þegar ítalskir flugumferðarstjórar lögðu niður vinnu í fjóra tíma vegna kjaradeilu við stjórnvöld. 196 flugum á vegum Alitalia, flestum til útlanda, var afllýst vegna verkfallsins en deilt er um túlkun kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári. 28.5.2005 00:01 Big Ben stöðvaðist í gærkvöld Ein frægasta klukka í heimi, Big Ben í Lundúnum, stöðvaðist í gærkvöld í rúmlega eina og hálfa klukkustund án þess að nokkur skýring hafi fundist á því. Litli vísirinn hætti að ganga rétt rúmlega tíu að staðartíma en fór svo hægt af stað aftur þar til hann stöðvaðist aftur 22.20 og var þá stopp í einn og hálfan tíma. 28.5.2005 00:01 Kosning um stjórnarskrá hafin Þjóðaratkvæðargreiðsla um stjórnarskrá Evrópusambandsins hófst í dag á eyjum víða um heim sem heyra undir Frakkland en kosið verður í Frakklandi á morgun. Talið er líklegast að Frakkar hafni stjórnarskránni en síðustu skoðanakannanir, sem gerðar voru í gær, hafa verið nokkuð misvísandi. 28.5.2005 00:01 Líðan Fahds konungs sögð stöðug Líðan Fahds, konungs Sádi-Arabíu, er stöðug eftir því sem utanríkisráðherra landsins greinir frá í dag. Konungurinn, sem er 83 ára, var lagður inn á sjúkrahús í gær með lungnabólgu og var vatni dælt úr lungunum í honum. Um tíma var óttast að hann kynni að vera í lífhættu þar sem konungsfjölskyldan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem íbúar landsins voru beðnir um að biðja fyrir kónginum en svo virðist ekki vera nú. 28.5.2005 00:01 Telja sig grennri en þeir eru Karlmenn lifa í meiri sjálfsblekkingu en konur þegar kemur að líkamsþyngd og telja sig grennri en þeir eru. Það sýnir ný rannsókn sem Gallup gerði fyrir norska dagblaðið <em>Verdens Gang</em>. Helmingur karlanna sem tóku þátt í könnunninni reyndist yfir kjörþyngd á móti 35 prósentum kvenna en hins vegar taldi aðeins fjórðungur aðspurðra karla að hann væri yfir kjörþyngd á móti 35 prósentum kvenna. 28.5.2005 00:01 Greina enn hermannaveiki í Noregi Enn greinast ný tilfelli af hermannaveiki í Fredrikstad í Noregi, en á síðasta sólarhring hafa 15 leitað til Östfold-sjúkrahússins og tveir þeirra greinst með sjúkdóminn. Alls hafa 46 smitast af hermannaveiki á svæðinu og eru fimm þeirra látnir. Þá eru tveir alvarlega veikir og einn sjúklingur er í öndunarvél. 28.5.2005 00:01 Vilja fjölga nektarströndum Svo virðist sem nektarsinnum fari fjölgandi í Noregi því yfirvöld í bæði Þrándheimi og Stafangri hafa fengið beiðnir um að opna nýjar nektarstrendur í bæjunum. <em>Aftenposten</em> greinir frá því að meðlimum í Nektarsinnafélagi Rogalands hafi fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár og því hafi félagið óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Stafangri að ný nektarbaðstönd verði opnuð í bænum. 28.5.2005 00:01 Fundu lík af tíu sjítum Lögregla í Írak greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af tíu sjítum nærri bænum Qaim við landamæri Sýrlands. Bundið hafði verið fyrir augun á fólkinu og það skotið í hausinn en auk þess báru líkin merki um pyntingar. Talið er að fólkið sé frá Suður-Írak og hafi verið að koma úr pílagrímsferð til Sýrlands þegar ráðist var á það. 28.5.2005 00:01 Gæti orðið mjótt á munum Mjög mjótt er á mununum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt síðustu skoðanakönnun sem birt var í gær. Samkvæmt henni segja 52 prósent Frakka nei við stjórnarskránni en 48 prósent já. 28.5.2005 00:01 Vill henda kosningakerfunum Best væri að henda rafrænum kosningakerfum sem keypt voru eftir forsetakosningarnar árið 2000 og kaupa í þeirra stað skanna sem flokka og telja atkvæðaseðla. Þetta er mat Lester Sola, yfirmanns kosningakerfisins í Miami-Dade sýslu, sem var í brennidepli vegna talningar atkvæða í kosningabaráttu George W. Bush og Al Gore. 28.5.2005 00:01 Kosið um arfleifð Hariri Líbanar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing í fyrsta sinn eftir að Sýrlendingar hurfu frá landinu með hermenn sína og leyniþjónustu. 28.5.2005 00:01 Ástandið betra en ekki eðlilegt Ástandið í Darfur hefur batnað en stjórnvöld á svæðinu þurfa að gera meira til að bæta aðstöðu þeirra hundruð þúsunda einstaklinga sem hafa flúið ofbeldi í héraðinu. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann kom í dagslanga heimsókn til Darfurhéraðs í Súdan í gær. 28.5.2005 00:01 Niður úr krana eftir rúma tvo daga Bandarískur ógæfumaður um fertugt flúði lögregluna upp í 50 metra háan byggingakrana. Það tók meira en tvo sólarhringa að ná honum niður. 28.5.2005 00:01 Sænskur biskup braust inn Biskupinn í Stokkhólmi hefur verið kærður fyrir innbrot og brot gegn friðhelgi heimilisins. 28.5.2005 00:01 Litblindir hlusta á litrófið Litblindir geta hlustað á litrófið með hjálp tækis, sem gerir þeim kleift að greina í sundur mismunandi liti með hljóðmerkjum. Litblindur listmálari er sá fyrsti sem notar tækið og má ímynda sér að verkin fái aukna dýpt og verði aðgengilegri þeim sem skynja liti. 28.5.2005 00:01 Um þúsund fuglar drápust úr flensu Að minnsta kosti þúsund farfuglar hafa drepist í Kína af völdum fuglaflensu samkvæmt upplýsingum frá kínverska landbúnaðarráðuneytinu en það er fimm sinnum meira en upphaflega var haldið fram. Fuglarnir sem drápust voru í norðvesturhluta landsins. Fyrr í vikunni lokuðu stjórnvöld af stór náttúruverndarsvæði og sendu meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni til héraðsins eftir að farfuglar fundust þar dauðir. 27.5.2005 00:01 Mannskæð árás í Islamabad Að minnsta kosti 20 manns létust og allt að 150 manns særðust er sprengja sprakk í Islamabad, höfuðborg Pakistans, rétt fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Um sjálfsmorðsárás var að ræða en þær hafa verið tíðar í landinu að undanförnu. Unnið er að björgunaraðgerðum. 27.5.2005 00:01 Flugvél nauðlenti á bílastæði Flugmaður flugvélar af gerðinni Dornier Do 27 neyddist til að nauðlenda á bílastæði nálægt borginni Speyer í Þýskalandi í morgun eftir að vélarbúnaður flugvélarinnar bilaði. Alls voru sex farþegar í vélinni, þar af fjögur börn, og sluppu allir án teljandi meiðsla. 27.5.2005 00:01 Ástralar reiðir vegna dóms á Balí Mikil reiði ríkir í Ástralíu í kjölfar dóms á Balí yfir áströlsku konunni Schapelle Corby sem í morgun var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að smygla liðlega fjórum kílóum af marijúana til eyjarinnar. Corby heldur fram sakleysi sínu og að fíkniefnunum hafi verið komið fyrir í farangri hennar en ekki var lagður trúnaður á þá sögu. 27.5.2005 00:01 Herþyrla skotin niður í Írak Tveir bandarískir hermenn létust er þyrla þeirra brotlenti norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag eftir að skotið var á hana. Tvær OH-58 Kiowa þyrlur voru á flugi á þessum slóðum þegar skotið var á þær. Önnur þyrlan komst aftur til bækistöðva sinna en hin brotlenti sem fyrr segir með þeim afleiðingum að flugmennirnir létust. 27.5.2005 00:01 Fangi dregur fullyrðingar til baka Fangi, sem hélt því fram að bandarískur fangavörður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa hefði sturtað Kóraninum niður um salerni, hefur tekið fullyrðingar sínar til baka. Þetta segir háttsettur maður í bandaríska hernum. Ásakanir um að Kóraninn, sem er helgasta rit múslima, hafi verið vanhelgaður hafa valdið miklu uppnámi í Afganistan. 27.5.2005 00:01 Íran boðin aðild að WTO Íran hefur verið boðin aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni eftir að leiðtogar ríkisins funduðu með leiðtogum Evrópusambandsins í gær. Bandaríkjamenn ætla ekki að koma í veg fyrir að Íran fái aðild að stofnuninni en með þessu er vonast til að Íran hætti við áform sín um framleiðslu kjarnavopna. 27.5.2005 00:01 Serbi handtekinn í Argentínu Yfirvöld í Argentínu hafa handtekið Serbann Neboidsja Minidsj sem grunaður er um að hafa átt þátt í þjóðarmorðum í Kosovo-stríðinu árið 1999. Yfirvöld í Argentínu hafa beðið Serbíu um öll gögn um Minidsj sem var handtekinn á miðvikudag í borginni Mendoza. Minidsj er ekki eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum vegna stríðsglæpa en er þó á lista í Serbíu þar sem mörg mál að þessu tagi eru rannsökuð. 27.5.2005 00:01 Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá Efri deild þýska þingsins samþykkti fyrir stundu stjórnarskrá Evrópusambandsins eins og búist hafði verið við. Allir meginstjórnmálaflokkar Þýskalands höfðu lýst stuðningi við stjórnarskrána. Heldur syrtir hins vegar í álinn í Frakklandi þar sem hlutfall þeirra sem hyggjast greiða atkvæði gegn stjórnarskránni hefur hækkað um fimm prósentustig í þessum mánuði. 27.5.2005 00:01 Réðust inn á heimili vegna leiks Fótboltinn getur leikið menn grátt og það gerðist á Vesturbakkanum á miðvikudagskvöld. Þá réðst hópur ísraelskra hermanna inn á heimili palestínskrar fjölskyldu og ruddi sér leið að sjónvarpstækinu á heimilinu. Þegar þeir höfðu náð fjarstýringunni á vald sitt stilltu þeir á úrslitaleik AC Milan og Liverpool og fylgdust með leiknum. 27.5.2005 00:01 Ávarps Chiracs vakti litla lukku Jacques Chirac, forseti Frakklands, gerði í gærkvöldi örvæntingafulla tilraun til að sannfæra landa sína um að styðja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Ávarpið þótti ömurlegt. 27.5.2005 00:01 Efni gerir drengi kvenlegri Efni sem notað er í plastpoka, leikföng og snyrtivörur hefur alvarleg áhrif á þroska drengja í móðurkviði. Efnið veldur því að kynfæri þroskast ekki eðlilega og drengirnir verða kvenlegri. 27.5.2005 00:01 Plastefni hamla þroska fóstra Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig loks hafa sannað að algeng efni sem notuð eru til framleiðslu hversdagslegra hluta á borð við snyrtivara og leikfanga geta hamlað þroska karlkyns fóstra í móðurkviði. 27.5.2005 00:01 Rannsaka lát fanga í Abu Ghraib Bandaríkjaher hefur hafið rannsókn á dauða íraksk fanga sem var skotinn til bana í Abu Ghraib fangelsinu í nótt. Í tilkynningu frá hernum kemur ekki fram hver aðdragandi málsins hafi verið en að fanginn hafi látist af sárum sínum á sjúkradeild fangelsisins og að unnið sé að rannsókn málsins. 27.5.2005 00:01 Kanna tengsl Viagra og blindu Lyfjaframleiðslurisinn Pfizer greindi frá því í dag að hann ætti í viðræðum við bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið um að fyrirtækið breyti texta á umbúðum stinningarlyfsins Viagra vegna frétta af því að menn hefðu blindast eftir að hafa notað það. Eftirlitið hefur fengið 38 tilkynningar um einhvers konar blindu frá notendum stinningarlyfsins og rannsakar málið. 27.5.2005 00:01 Dæmt til að greiða fyrir akstur Ítalska verktakafyrirtækið Imregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Austfjarðaleið rúmar 5,7 milljónir króna vegna ógreiddra reikninga fyrir rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins. Reis ágreiningur milli fyrirtækjanna um það hvort Impregilo bæri að greiða rútufyrirtækinu eina klukkustund aukalega þar sem keyrt væri með starfsmenn í hádeginu. 27.5.2005 00:01 Norsk félög langt frá markmiðum Hlutfall kvenna í stjórnum norskra fyrirtækja er aðeins fimmtán prósent og fjarri hinu 40 prósenta markmiði sem stefnan er að ná árið 2007. Þetta leiðir ný könnun ljós sem nefnd á vegum viðskipta- og iðnaðarráðuneytis Noregs birti í dag. Þar kemur einnig fram að á bilinu 650-700 konur þurfi í stjórnir fyrirtækjanna til þess að ná markmiðinu, en alls er um að ræða 2500 stjórnarsæti. 27.5.2005 00:01 Annan kynnir sér ástandið í Darfur Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kom í dag til Súdans í þriggja daga heimsókn en þar hyggst hann kynna sér ástandið í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Þar hafa að minnsta kosti 180 þúsund manns látist og tvær milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka uppreisnarmanna og arabískra vígamanna sem staðið hafa í rúm tvö ár. 27.5.2005 00:01 Fundu gamlar hellaristur við Ósló Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið hellaristur sem eru 2500-3000 ára gamlar. Risturnar fundust nærri Ósló og eru þær um tvö hundruð talsins. Svæðið sem risturnar eru á fannst fyrir tveimur árum en það var ekki fyrr en í dag sem fornleifafræðingarnir hófu að grennslast fyrir um hvað leyndist á svæðinu. 27.5.2005 00:01 Uppi í krana frá því á miðvikudag Lögregla í Atlanta í Bandaríkjunum glímir nú við mann sem grunaður er um að hafa myrt fyrrverandi kærustu sína en hann klifraði upp í byggingarkrana á flótta undan réttvísinni og hefur verið þar síðan á miðvikudag. Maðurinn, Carl Edward Roland, hefur neitað tilboðum lögreglu um mat og vatn og sömuleiðis að stökkva niður á loftdýnur sem komið hefur verið fyrir á þaki byggingarinnar sem kraninn stendur yfir. 27.5.2005 00:01 Kókaíni smyglað í gervibanönum Nýstárlegar smyglaðferðir voru viðhafðar í Miami í Bandaríkjunum í vikunni þegar smyglarar reyndu að koma 340 kílóum af kókaíni inn í landið. Efnið var falið í gervibanönum sem blandað hafði verið í sendingu af alvörubanönum. Gervibananarnir voru í trefjagleri og faldir í yfir þúsund kössum af banönum. 27.5.2005 00:01 Ys og þys á Indlandi Íslandsheimsókn Abdul Kalam, forseta Indlands, hefst í dag og stendur í fjóra daga. Indland er á góðri leið með að verða þriðja stærsta hagkerfi heims en engu að síður fær aðeins hluti Indverja að njóta ávaxtanna af uppsveiflunni. 27.5.2005 00:01 Stinningarlyf virðast valda blindu Bandaríska matar og lyfjastofnunin rannsakar nú hvort 42 þarlendir karlmenn hafi orðið blindir af neyslu stinningarlyfja. Ekki hefur verið tilkynnt um nein slík tilvik hérlendis. 27.5.2005 00:01 20 farast í sprengjutilræði Í það minnsta tuttugu manns biðu bana í sjálfmorðsprengjuárás í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Talið er að illindi á milli trúarhópa í landinu sé kveikja tilræðisins. 27.5.2005 00:01 Einn dagur í þjóðaratkvæðagreiðslu Fátt bendir til að Frakkar muni leggja blessun sína yfir stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin verður á morgun þrátt fyrir mikinn þrýsing frá innlendum og erlendum stjórnmálamönnum. 27.5.2005 00:01 Japanskir hermenn gefast upp Tveir japanskir hermenn, 85 og 87 ára, hafa gefið sig fram á Filippseyjum. Þeir segjast hafa orðið viðskila við flokkinn sinn fyrir sex áratugum. Þeir óttuðust að verða dregnir fyrir herrétt vegna liðhlaups og mættu ekki á fund embættismanna á dögunum. 27.5.2005 00:01 Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá Þýska sambandsþingið staðfesti stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í gær með afgerandi hætti. Aðeins eitt sambandsríkjanna sextán hafnaði honum og alls fékk hann 66 atkvæði af 69. Nú bíður hann formlegrar staðfestingar frá Horst Köhler Þýskalandsforseta. 27.5.2005 00:01 Óánægja með stjórnvöld ráði höfnun Allt bendir til að Frakkar hafni stjórnarskrá Evrópusambandsins á sunnudaginn. Óánægja með eigin hag virðist ástæða þessa frekar en grundvallarandstaða við efni og tilgang stjórnarskrárinnar. 27.5.2005 00:01 Bandaríkin viðurkenna vanhelgun Bandaríkjaher greindi frá því í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að í fimm tilvikum hefði Kóraninn, helgirit múslima, verið vanhelgaður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu. Engar sannanir fundust hins vegar fyrir því að honum hefði verið sturtað niður um klósettið. 27.5.2005 00:01 20 ár fyrir fíkniefnasmygl á Balí Það varð uppi fótur og fit í dag þegar fangelsisdómur var kveðinn upp yfir liðlega tvítugri snyrtidömu fyrir eiturlyfjasmygl á Balí. Málið hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í Ástralíu, heimalandi stúlkunnar. 27.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tafir á flugi vegna verkfalls Flug bæði frestaðist og var aflýst á Ítalíu í dag þegar ítalskir flugumferðarstjórar lögðu niður vinnu í fjóra tíma vegna kjaradeilu við stjórnvöld. 196 flugum á vegum Alitalia, flestum til útlanda, var afllýst vegna verkfallsins en deilt er um túlkun kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári. 28.5.2005 00:01
Big Ben stöðvaðist í gærkvöld Ein frægasta klukka í heimi, Big Ben í Lundúnum, stöðvaðist í gærkvöld í rúmlega eina og hálfa klukkustund án þess að nokkur skýring hafi fundist á því. Litli vísirinn hætti að ganga rétt rúmlega tíu að staðartíma en fór svo hægt af stað aftur þar til hann stöðvaðist aftur 22.20 og var þá stopp í einn og hálfan tíma. 28.5.2005 00:01
Kosning um stjórnarskrá hafin Þjóðaratkvæðargreiðsla um stjórnarskrá Evrópusambandsins hófst í dag á eyjum víða um heim sem heyra undir Frakkland en kosið verður í Frakklandi á morgun. Talið er líklegast að Frakkar hafni stjórnarskránni en síðustu skoðanakannanir, sem gerðar voru í gær, hafa verið nokkuð misvísandi. 28.5.2005 00:01
Líðan Fahds konungs sögð stöðug Líðan Fahds, konungs Sádi-Arabíu, er stöðug eftir því sem utanríkisráðherra landsins greinir frá í dag. Konungurinn, sem er 83 ára, var lagður inn á sjúkrahús í gær með lungnabólgu og var vatni dælt úr lungunum í honum. Um tíma var óttast að hann kynni að vera í lífhættu þar sem konungsfjölskyldan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem íbúar landsins voru beðnir um að biðja fyrir kónginum en svo virðist ekki vera nú. 28.5.2005 00:01
Telja sig grennri en þeir eru Karlmenn lifa í meiri sjálfsblekkingu en konur þegar kemur að líkamsþyngd og telja sig grennri en þeir eru. Það sýnir ný rannsókn sem Gallup gerði fyrir norska dagblaðið <em>Verdens Gang</em>. Helmingur karlanna sem tóku þátt í könnunninni reyndist yfir kjörþyngd á móti 35 prósentum kvenna en hins vegar taldi aðeins fjórðungur aðspurðra karla að hann væri yfir kjörþyngd á móti 35 prósentum kvenna. 28.5.2005 00:01
Greina enn hermannaveiki í Noregi Enn greinast ný tilfelli af hermannaveiki í Fredrikstad í Noregi, en á síðasta sólarhring hafa 15 leitað til Östfold-sjúkrahússins og tveir þeirra greinst með sjúkdóminn. Alls hafa 46 smitast af hermannaveiki á svæðinu og eru fimm þeirra látnir. Þá eru tveir alvarlega veikir og einn sjúklingur er í öndunarvél. 28.5.2005 00:01
Vilja fjölga nektarströndum Svo virðist sem nektarsinnum fari fjölgandi í Noregi því yfirvöld í bæði Þrándheimi og Stafangri hafa fengið beiðnir um að opna nýjar nektarstrendur í bæjunum. <em>Aftenposten</em> greinir frá því að meðlimum í Nektarsinnafélagi Rogalands hafi fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár og því hafi félagið óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Stafangri að ný nektarbaðstönd verði opnuð í bænum. 28.5.2005 00:01
Fundu lík af tíu sjítum Lögregla í Írak greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af tíu sjítum nærri bænum Qaim við landamæri Sýrlands. Bundið hafði verið fyrir augun á fólkinu og það skotið í hausinn en auk þess báru líkin merki um pyntingar. Talið er að fólkið sé frá Suður-Írak og hafi verið að koma úr pílagrímsferð til Sýrlands þegar ráðist var á það. 28.5.2005 00:01
Gæti orðið mjótt á munum Mjög mjótt er á mununum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt síðustu skoðanakönnun sem birt var í gær. Samkvæmt henni segja 52 prósent Frakka nei við stjórnarskránni en 48 prósent já. 28.5.2005 00:01
Vill henda kosningakerfunum Best væri að henda rafrænum kosningakerfum sem keypt voru eftir forsetakosningarnar árið 2000 og kaupa í þeirra stað skanna sem flokka og telja atkvæðaseðla. Þetta er mat Lester Sola, yfirmanns kosningakerfisins í Miami-Dade sýslu, sem var í brennidepli vegna talningar atkvæða í kosningabaráttu George W. Bush og Al Gore. 28.5.2005 00:01
Kosið um arfleifð Hariri Líbanar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing í fyrsta sinn eftir að Sýrlendingar hurfu frá landinu með hermenn sína og leyniþjónustu. 28.5.2005 00:01
Ástandið betra en ekki eðlilegt Ástandið í Darfur hefur batnað en stjórnvöld á svæðinu þurfa að gera meira til að bæta aðstöðu þeirra hundruð þúsunda einstaklinga sem hafa flúið ofbeldi í héraðinu. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann kom í dagslanga heimsókn til Darfurhéraðs í Súdan í gær. 28.5.2005 00:01
Niður úr krana eftir rúma tvo daga Bandarískur ógæfumaður um fertugt flúði lögregluna upp í 50 metra háan byggingakrana. Það tók meira en tvo sólarhringa að ná honum niður. 28.5.2005 00:01
Sænskur biskup braust inn Biskupinn í Stokkhólmi hefur verið kærður fyrir innbrot og brot gegn friðhelgi heimilisins. 28.5.2005 00:01
Litblindir hlusta á litrófið Litblindir geta hlustað á litrófið með hjálp tækis, sem gerir þeim kleift að greina í sundur mismunandi liti með hljóðmerkjum. Litblindur listmálari er sá fyrsti sem notar tækið og má ímynda sér að verkin fái aukna dýpt og verði aðgengilegri þeim sem skynja liti. 28.5.2005 00:01
Um þúsund fuglar drápust úr flensu Að minnsta kosti þúsund farfuglar hafa drepist í Kína af völdum fuglaflensu samkvæmt upplýsingum frá kínverska landbúnaðarráðuneytinu en það er fimm sinnum meira en upphaflega var haldið fram. Fuglarnir sem drápust voru í norðvesturhluta landsins. Fyrr í vikunni lokuðu stjórnvöld af stór náttúruverndarsvæði og sendu meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni til héraðsins eftir að farfuglar fundust þar dauðir. 27.5.2005 00:01
Mannskæð árás í Islamabad Að minnsta kosti 20 manns létust og allt að 150 manns særðust er sprengja sprakk í Islamabad, höfuðborg Pakistans, rétt fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Um sjálfsmorðsárás var að ræða en þær hafa verið tíðar í landinu að undanförnu. Unnið er að björgunaraðgerðum. 27.5.2005 00:01
Flugvél nauðlenti á bílastæði Flugmaður flugvélar af gerðinni Dornier Do 27 neyddist til að nauðlenda á bílastæði nálægt borginni Speyer í Þýskalandi í morgun eftir að vélarbúnaður flugvélarinnar bilaði. Alls voru sex farþegar í vélinni, þar af fjögur börn, og sluppu allir án teljandi meiðsla. 27.5.2005 00:01
Ástralar reiðir vegna dóms á Balí Mikil reiði ríkir í Ástralíu í kjölfar dóms á Balí yfir áströlsku konunni Schapelle Corby sem í morgun var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að smygla liðlega fjórum kílóum af marijúana til eyjarinnar. Corby heldur fram sakleysi sínu og að fíkniefnunum hafi verið komið fyrir í farangri hennar en ekki var lagður trúnaður á þá sögu. 27.5.2005 00:01
Herþyrla skotin niður í Írak Tveir bandarískir hermenn létust er þyrla þeirra brotlenti norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag eftir að skotið var á hana. Tvær OH-58 Kiowa þyrlur voru á flugi á þessum slóðum þegar skotið var á þær. Önnur þyrlan komst aftur til bækistöðva sinna en hin brotlenti sem fyrr segir með þeim afleiðingum að flugmennirnir létust. 27.5.2005 00:01
Fangi dregur fullyrðingar til baka Fangi, sem hélt því fram að bandarískur fangavörður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa hefði sturtað Kóraninum niður um salerni, hefur tekið fullyrðingar sínar til baka. Þetta segir háttsettur maður í bandaríska hernum. Ásakanir um að Kóraninn, sem er helgasta rit múslima, hafi verið vanhelgaður hafa valdið miklu uppnámi í Afganistan. 27.5.2005 00:01
Íran boðin aðild að WTO Íran hefur verið boðin aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni eftir að leiðtogar ríkisins funduðu með leiðtogum Evrópusambandsins í gær. Bandaríkjamenn ætla ekki að koma í veg fyrir að Íran fái aðild að stofnuninni en með þessu er vonast til að Íran hætti við áform sín um framleiðslu kjarnavopna. 27.5.2005 00:01
Serbi handtekinn í Argentínu Yfirvöld í Argentínu hafa handtekið Serbann Neboidsja Minidsj sem grunaður er um að hafa átt þátt í þjóðarmorðum í Kosovo-stríðinu árið 1999. Yfirvöld í Argentínu hafa beðið Serbíu um öll gögn um Minidsj sem var handtekinn á miðvikudag í borginni Mendoza. Minidsj er ekki eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum vegna stríðsglæpa en er þó á lista í Serbíu þar sem mörg mál að þessu tagi eru rannsökuð. 27.5.2005 00:01
Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá Efri deild þýska þingsins samþykkti fyrir stundu stjórnarskrá Evrópusambandsins eins og búist hafði verið við. Allir meginstjórnmálaflokkar Þýskalands höfðu lýst stuðningi við stjórnarskrána. Heldur syrtir hins vegar í álinn í Frakklandi þar sem hlutfall þeirra sem hyggjast greiða atkvæði gegn stjórnarskránni hefur hækkað um fimm prósentustig í þessum mánuði. 27.5.2005 00:01
Réðust inn á heimili vegna leiks Fótboltinn getur leikið menn grátt og það gerðist á Vesturbakkanum á miðvikudagskvöld. Þá réðst hópur ísraelskra hermanna inn á heimili palestínskrar fjölskyldu og ruddi sér leið að sjónvarpstækinu á heimilinu. Þegar þeir höfðu náð fjarstýringunni á vald sitt stilltu þeir á úrslitaleik AC Milan og Liverpool og fylgdust með leiknum. 27.5.2005 00:01
Ávarps Chiracs vakti litla lukku Jacques Chirac, forseti Frakklands, gerði í gærkvöldi örvæntingafulla tilraun til að sannfæra landa sína um að styðja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Ávarpið þótti ömurlegt. 27.5.2005 00:01
Efni gerir drengi kvenlegri Efni sem notað er í plastpoka, leikföng og snyrtivörur hefur alvarleg áhrif á þroska drengja í móðurkviði. Efnið veldur því að kynfæri þroskast ekki eðlilega og drengirnir verða kvenlegri. 27.5.2005 00:01
Plastefni hamla þroska fóstra Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig loks hafa sannað að algeng efni sem notuð eru til framleiðslu hversdagslegra hluta á borð við snyrtivara og leikfanga geta hamlað þroska karlkyns fóstra í móðurkviði. 27.5.2005 00:01
Rannsaka lát fanga í Abu Ghraib Bandaríkjaher hefur hafið rannsókn á dauða íraksk fanga sem var skotinn til bana í Abu Ghraib fangelsinu í nótt. Í tilkynningu frá hernum kemur ekki fram hver aðdragandi málsins hafi verið en að fanginn hafi látist af sárum sínum á sjúkradeild fangelsisins og að unnið sé að rannsókn málsins. 27.5.2005 00:01
Kanna tengsl Viagra og blindu Lyfjaframleiðslurisinn Pfizer greindi frá því í dag að hann ætti í viðræðum við bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið um að fyrirtækið breyti texta á umbúðum stinningarlyfsins Viagra vegna frétta af því að menn hefðu blindast eftir að hafa notað það. Eftirlitið hefur fengið 38 tilkynningar um einhvers konar blindu frá notendum stinningarlyfsins og rannsakar málið. 27.5.2005 00:01
Dæmt til að greiða fyrir akstur Ítalska verktakafyrirtækið Imregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Austfjarðaleið rúmar 5,7 milljónir króna vegna ógreiddra reikninga fyrir rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins. Reis ágreiningur milli fyrirtækjanna um það hvort Impregilo bæri að greiða rútufyrirtækinu eina klukkustund aukalega þar sem keyrt væri með starfsmenn í hádeginu. 27.5.2005 00:01
Norsk félög langt frá markmiðum Hlutfall kvenna í stjórnum norskra fyrirtækja er aðeins fimmtán prósent og fjarri hinu 40 prósenta markmiði sem stefnan er að ná árið 2007. Þetta leiðir ný könnun ljós sem nefnd á vegum viðskipta- og iðnaðarráðuneytis Noregs birti í dag. Þar kemur einnig fram að á bilinu 650-700 konur þurfi í stjórnir fyrirtækjanna til þess að ná markmiðinu, en alls er um að ræða 2500 stjórnarsæti. 27.5.2005 00:01
Annan kynnir sér ástandið í Darfur Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kom í dag til Súdans í þriggja daga heimsókn en þar hyggst hann kynna sér ástandið í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Þar hafa að minnsta kosti 180 þúsund manns látist og tvær milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka uppreisnarmanna og arabískra vígamanna sem staðið hafa í rúm tvö ár. 27.5.2005 00:01
Fundu gamlar hellaristur við Ósló Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið hellaristur sem eru 2500-3000 ára gamlar. Risturnar fundust nærri Ósló og eru þær um tvö hundruð talsins. Svæðið sem risturnar eru á fannst fyrir tveimur árum en það var ekki fyrr en í dag sem fornleifafræðingarnir hófu að grennslast fyrir um hvað leyndist á svæðinu. 27.5.2005 00:01
Uppi í krana frá því á miðvikudag Lögregla í Atlanta í Bandaríkjunum glímir nú við mann sem grunaður er um að hafa myrt fyrrverandi kærustu sína en hann klifraði upp í byggingarkrana á flótta undan réttvísinni og hefur verið þar síðan á miðvikudag. Maðurinn, Carl Edward Roland, hefur neitað tilboðum lögreglu um mat og vatn og sömuleiðis að stökkva niður á loftdýnur sem komið hefur verið fyrir á þaki byggingarinnar sem kraninn stendur yfir. 27.5.2005 00:01
Kókaíni smyglað í gervibanönum Nýstárlegar smyglaðferðir voru viðhafðar í Miami í Bandaríkjunum í vikunni þegar smyglarar reyndu að koma 340 kílóum af kókaíni inn í landið. Efnið var falið í gervibanönum sem blandað hafði verið í sendingu af alvörubanönum. Gervibananarnir voru í trefjagleri og faldir í yfir þúsund kössum af banönum. 27.5.2005 00:01
Ys og þys á Indlandi Íslandsheimsókn Abdul Kalam, forseta Indlands, hefst í dag og stendur í fjóra daga. Indland er á góðri leið með að verða þriðja stærsta hagkerfi heims en engu að síður fær aðeins hluti Indverja að njóta ávaxtanna af uppsveiflunni. 27.5.2005 00:01
Stinningarlyf virðast valda blindu Bandaríska matar og lyfjastofnunin rannsakar nú hvort 42 þarlendir karlmenn hafi orðið blindir af neyslu stinningarlyfja. Ekki hefur verið tilkynnt um nein slík tilvik hérlendis. 27.5.2005 00:01
20 farast í sprengjutilræði Í það minnsta tuttugu manns biðu bana í sjálfmorðsprengjuárás í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Talið er að illindi á milli trúarhópa í landinu sé kveikja tilræðisins. 27.5.2005 00:01
Einn dagur í þjóðaratkvæðagreiðslu Fátt bendir til að Frakkar muni leggja blessun sína yfir stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin verður á morgun þrátt fyrir mikinn þrýsing frá innlendum og erlendum stjórnmálamönnum. 27.5.2005 00:01
Japanskir hermenn gefast upp Tveir japanskir hermenn, 85 og 87 ára, hafa gefið sig fram á Filippseyjum. Þeir segjast hafa orðið viðskila við flokkinn sinn fyrir sex áratugum. Þeir óttuðust að verða dregnir fyrir herrétt vegna liðhlaups og mættu ekki á fund embættismanna á dögunum. 27.5.2005 00:01
Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá Þýska sambandsþingið staðfesti stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í gær með afgerandi hætti. Aðeins eitt sambandsríkjanna sextán hafnaði honum og alls fékk hann 66 atkvæði af 69. Nú bíður hann formlegrar staðfestingar frá Horst Köhler Þýskalandsforseta. 27.5.2005 00:01
Óánægja með stjórnvöld ráði höfnun Allt bendir til að Frakkar hafni stjórnarskrá Evrópusambandsins á sunnudaginn. Óánægja með eigin hag virðist ástæða þessa frekar en grundvallarandstaða við efni og tilgang stjórnarskrárinnar. 27.5.2005 00:01
Bandaríkin viðurkenna vanhelgun Bandaríkjaher greindi frá því í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að í fimm tilvikum hefði Kóraninn, helgirit múslima, verið vanhelgaður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu. Engar sannanir fundust hins vegar fyrir því að honum hefði verið sturtað niður um klósettið. 27.5.2005 00:01
20 ár fyrir fíkniefnasmygl á Balí Það varð uppi fótur og fit í dag þegar fangelsisdómur var kveðinn upp yfir liðlega tvítugri snyrtidömu fyrir eiturlyfjasmygl á Balí. Málið hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í Ástralíu, heimalandi stúlkunnar. 27.5.2005 00:01