Erlent

Tafir á flugi vegna verkfalls

Flug bæði frestaðist og var aflýst á Ítalíu í dag þegar ítalskir flugumferðarstjórar lögðu niður vinnu í fjóra tíma vegna kjaradeilu við stjórnvöld. 196 flugum á vegum Alitalia, flestum til útlanda, var afllýst vegna verkfallsins en deilt er um túlkun kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári. Flugfarþegar sem urðu fyrir barðinu á verkfallinu voru margir hverjir öskureiðir, en þetta er fjórða verkfallið í samgöngugeiranum á Ítalíu á einum mánuði. Búist má við frekari truflunum á flugi til og frá Ítalíu á næstunni því flugumferðarstjórar hóta frekari verkföllum og hið sama gera flugmenn Alitalia.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×