Erlent

Greina enn hermannaveiki í Noregi

Enn greinast ný tilfelli af hermannaveiki í Fredrikstad í Noregi, en á síðasta sólarhring hafa 15 leitað til Östfold-sjúkrahússins og tveir þeirra greinst með sjúkdóminn. Alls hafa 46 smitast af hermannaveiki á svæðinu og eru fimm þeirra látnir. Þá eru tveir alvarlega veikir og einn sjúklingur er í öndunarvél. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segjast þó hafa fulla stjórn á ástandinu, en á þriðja tug sjúklinga hefur verið fluttur á sjúkrahús í nágrenninu til þess á minnka álagið á starfsfólk Östfold-sjúkrahússins. Þá segjast yfirvöld á spítalanum ætla að kanna hvort sjúkdómurinn geti borist á milli manna með því að rannsaka starfsmenn sjúkrahússins, en hingað til hafa engar vísbendingar verið um að slíkt geti gerst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×