Erlent

Íran boðin aðild að WTO

Íran hefur verið boðin aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni eftir að leiðtogar ríkisins funduðu með leiðtogum Evrópusambandsins í gær. Bandaríkjamenn ætla ekki að koma í veg fyrir að Íran fái aðild að stofnuninni en með þessu er vonast til að Íran hætti við áform sín um framleiðslu kjarnavopna. Íran hefur þó lýst því yfir að enn sé áhugi á að þróa tækni sem gerir þeim kleift að framleiða kjarnorkuvopn. Íran sótti fyrst um að fá aðild að stofnuninni árið 1996 en hingað til hafa Bandaríkin komið í veg fyrir að það gerist, alls tuttugu og tvisvar sinnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×