Erlent

Fundu gamlar hellaristur við Ósló

Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið hellaristur sem eru 2500-3000 ára gamlar. Risturnar fundust nærri Ósló og eru þær um tvö hundruð talsins. Svæðið sem risturnar eru á fannst fyrir tveimur árum en það var ekki fyrr en í dag sem fornleifafræðingarnir hófu að grennslast fyrir um hvað leyndist á svæðinu. Meðal þess sem blasti við fornleifafræðingunum í dag voru myndir af mönnum, skipum og dýrum og segir norska ríkisútvarpið um merkisfund að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×