Erlent

Norsk félög langt frá markmiðum

Hlutfall kvenna í stjórnum norskra fyrirtækja er aðeins fimmtán prósent og fjarri hinu 40 prósenta markmiði sem stefnan er að ná árið 2007. Þetta leiðir ný könnun ljós sem nefnd á vegum viðskipta- og iðnaðarráðuneytis Noregs birti í dag. Þar kemur einnig fram að á bilinu 650-700 konur þurfi í stjórnir fyrirtækjanna til þess að ná markmiðinu, en alls er um að ræða 2500 stjórnarsæti. Norska ríkisstjórnin gaf út þau fyrirmæli fyrir þremur árum að hlutfall hvors kyns þyrfti að vera 40 prósent í stjórnum fyrirtækja árið 2007, annars yrðu þau félög sem ekki uppfylltu skilyrðin beitt refsiaðgerðum og í versta falli lokað. Viðskipta- og iðnaðarráðherra landsins virtist þó draga aðeins í land með aðgerðirnar því hann sagði að óraunhæft væri að loka fyrirtækjum sem hefðu fleiri tugi þúsunda starfsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×