Erlent

Fundu lík af tíu sjítum

Lögregla í Írak greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af tíu sjítum nærri bænum Qaim við landamæri Sýrlands. Bundið hafði verið fyrir augun á fólkinu og það skotið í hausinn en auk þess báru líkin merki um pyntingar. Talið er að fólkið sé frá Suður-Írak og hafi verið að koma úr pílagrímsferð til Sýrlands þegar ráðist var á það. Lögregla hefur engan grunaðan um verknaðinn en uppreisnarmenn hafa látið nokkuð að sér kveða á svæðinu að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×