Erlent

Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá

Þýska sambandsþingið staðfesti stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í gær með afgerandi hætti. Aðeins eitt sambandsríkjanna sextán hafnaði honum og alls fékk hann 66 atkvæði af 69. Nú bíður hann formlegrar staðfestingar frá Horst Köhler Þýskalandsforseta. Leiðtogar Þýskalands vonast til að hin afdráttarlausa atkvæðagreiðsla muni styrkja franska stuðningsmenn stjórnarskrársáttmálans fyrir atkvæðagreiðsluna á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×