Erlent

Herþyrla skotin niður í Írak

Tveir bandarískir hermenn létust er þyrla þeirra brotlenti norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag eftir að skotið var á hana. Tvær OH-58 Kiowa þyrlur voru á flugi á þessum slóðum þegar skotið var á þær. Önnur þyrlan komst aftur til bækistöðva sinna en hin brotlenti sem fyrr segir með þeim afleiðingum að flugmennirnir létust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×