Erlent

Sænskur biskup braust inn

Biskupinn í Stokkhólmi hefur verið kærður fyrir innbrot og brot gegn friðhelgi heimilisins. Málavextir eru þeir að biskupinn Caroline Krook var stödd í sumarhúsi sínu utan við Stokkhólm og fannst ónæði af tónlistarflutningi nágrannanna. Hún kvartaði en þegar henni fannst ekki nóg að gert, gerði hún sér lítið fyrir, fór yfir í nágrannahúsið og tók hljómflutningstækin úr sambandi. Heimilisfólkið kærði atburðinn og á biskupinn nú yfir höfði sér þunga sekt fyrir athæfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×