Erlent

Kókaíni smyglað í gervibanönum

Nýstárlegar smyglaðferðir voru viðhafðar í Miami í Bandaríkjunum í vikunni þegar smyglarar reyndu að koma 340 kílóum af kókaíni inn í landið. Efnið var falið í gervibanönum sem blandað hafði verið í sendingu af alvörubanönum. Gervibananarnir voru í trefjagleri og faldir í yfir þúsund kössum af banönum. Tollverðir segja að þetta sé einhver hugvitsamlegasta smyglaðferð sem sést hefur lengi en hún dugði þó ekki til. Götuvirði eiturlyfjanna er talið á sjöundu milljón dollara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×