Erlent

Telja sig grennri en þeir eru

Karlmenn lifa í meiri sjálfsblekkingu en konur þegar kemur að líkamsþyngd og telja sig grennri en þeir eru. Það sýnir ný rannsókn sem Gallup gerði fyrir norska dagblaðið Verdens Gang. Helmingur karlanna sem tóku þátt í könnunninni reyndist yfir kjörþyngd á móti 35 prósentum kvenna en hins vegar taldi aðeins fjórðungur aðspurðra karla að hann væri yfir kjörþyngd á móti 35 prósentum kvenna. Læknir sem Verdens Gang ræðir við skýrir munninn m.a. með því að meiri þrýstingur sé í samfélaginu á konur en karla að vera grannar og þær hugsi meira um línurnar en í raun ættu karlar að huga meira að heilsunni þar sem þeir eigi frekar á hættu að fá ýmiss konar sjúkdóma vegna ofþyngdar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×