Erlent

Dæmt til að greiða fyrir akstur

Ítalska verktakafyrirtækið Imregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Austfjarðaleið rúmar 5,7 milljónir króna vegna ógreiddra reikninga fyrir rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins. Reis ágreiningur milli fyrirtækjanna um það hvort Impregilo bæri að greiða rútufyrirtækinu eina klukkustund aukalega þar sem keyrt væri með starfsmenn í hádeginu. Taldi forsvarsmaður Austfjarðarleiðar að samið hefði verið um þessa aukaklukkustund en Impregilo hafnaði því. Var Impregilo dæmt til að greiða reikningana ásamt þessari aukaklukkustund fyrir hvern dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×