Erlent

Japanskir hermenn gefast upp

Tveir japanskir hermenn, 85 og 87 ára, hafa gefið sig fram á Filippseyjum. Þeir segjast hafa orðið viðskila við flokkinn sinn fyrir sex áratugum. Þeir óttuðust að verða dregnir fyrir herrétt vegna liðhlaups og mættu ekki á fund embættismanna á dögunum. Síðast gaf japanskur hermaður sig fram fyrir þrjátíu árum. Frægastur slíkra hermanna er leyniþjónustumaðurinn Hiroo Onoda, sem neitaði í 29 ár að gefast upp nema japönsk stjórnvöld sendu gamla yfirmanninn hans til Filippseyja til að tilkynna honum um uppgjöf Japans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×