Erlent

Flugvél nauðlenti á bílastæði

Flugmaður flugvélar af gerðinni Dornier Do 27 neyddist til að nauðlenda á bílastæði nálægt borginni Speyer í Þýskalandi í morgun eftir að vélarbúnaður flugvélarinnar bilaði. Alls voru sex farþegar í vélinni, þar af fjögur börn, og sluppu allir án teljandi meiðsla. Þá sakaði engan á jörðu niðri en flugvélin skemmdi þónokkuð marga bíla sem á stæðinu voru og segir lögreglan í Speyer að heildartjón á þeim bílum sem skemmdust sé líklega í kringum 14 milljónir íslenskra króna. Þá er vélin einnig talin ónýt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×